Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 16
16 VÍÐFÖRLI 22. ÁRG. 4. TBL. Bænir karla - bænabók Karlar biðja bænir - konur líka! ( íslensku nútímasamfélagi eru það karlar jafnt á við konur sem biðja bænir með börnum sínum. Formæður okkar geta verið stoltar af þeim! Bænir karla er skrifuð af 45 íslensk- um körlum á öllum aldri og í margvíslegum störfum og gef- ur bókin lesendum góða sýn inn í bænaheim íslenskra karla. Bókin sýnir að karlmenn biðja og leggja líf sitt, vonir og þrár, áhyggjur og kvíða, gleði og hamingju, í hendur Guðs í þeirri staðföstu trú að á móti sé tekið. Bænir karla er bók sem stendur við hliðina á bókinni Bænir kvenna. Báðar eru þær einstakar í sinni röð og kærkomnar konum jafnt sem körlum. Bænir kvenna og Bænir karla geyma bænir fólks úr ýmsum áttum og á öllum aldri - samtals um eitt hundrað bænir. Kr. 1980,- Þessi bók er tileinkuð þeim sem sorgin hefur sótt heim. Hún geymir huggunar- orð úr ýmsum áttum, í formi íhugana, bæna og orða Biblíunnar sjálfrar um sorg og missi, huggun og von. Textar bókarinnar orða hugsanir þegar hugurinn leitar hjálpar í hugarneyð, þegar sorgin sækir að með öllum sínum þunga. Bænin er líka huggunarlind í hverri sorg. Jafnvel þeir sem ekki hafa vanist því að biðja hafa fundið það. í bæninni fáum við að tjá allar okkar hugsanir, þarfir og þrár, vonir og vonbrigði, reiði og sorg. Og við megum vita að einn er sá sem heyrir og skilur, vakir yfir og elskar. Karl Sigurbjörnsson, biskup tók þessa bók saman. Kr. 1490,- Huggun í sorg HUGGUN í SORG HUGLEIÐINGAR OG BÆNAORÐ KARL SIGURBJÖRNSSON Orð í gleði Þessi bók geymir gott veganesti út í dagsins amstur og eril. Flytur glettin orð en þó alvörufull og djúpvitur sem ylja lesanda um hjartarætur og vekja bros á vör. Hér er að finna smellnar örsögur og djúpar íhuganir, sterk mynd- brot og Ijóð, ódauðleg spekiorð og heitar bænir sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og kröftug Orð í GLEÐí sem höfundur vill deila með öðrum til að uppörva í trú og efla von. Sjónarhorn kímninnar er hér í fyrirrúmi og sýnir hvað hún getur verið öflugur farvegur fyrir það sem skiptir mestu máli í lífinu. Karl Sigurbjörnsson biskup tók þessa bók sam- an. Kr. 1490,- LILJULJÓÐ Liljuljóð í áratugi hafa sálmar í þýð- ingu Lilju Sólveigar Kristjáns- dóttur verið sungnir í kirkjum landsins og á samkomum margra kristinna safnaða. Hún á sálma í sálmabók kirkjunnar og hinni nýju Barnasálmabók kirkjunnar. Þar er Lilja á heimavelli. Orð- færi hennar er með þeim hætti að ungir jafnt sem gamlir geta tileinkað sér sálmana og gert að sínum, þeir eru skýrir og auðskildir. Einn þeirra er hinn þekkti sálmur „Stjörnur og sól...“. Fyrir Liljuljóðum, heildarútgáfu á sálmum og Ijóðum hennar stóðu vinir hennar og ættingjar til að heiðra þessa heiðurskonu á tímamótum. Kr. 3.400,- áoE Lofsöngvar Biblíunnar - Cantica í samantekt Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkju- prests í þessari bók er að finna lofsöngva úr Biblíunni, bæði úr Gamla- og Nýja testa- mentinu en einnig þrjá forna kirkjulega lofsöngva annars staðar frá. Allir eru þeir dýr- mætur hluti af bænaarfi kristinnar kirkju. Þessir lof- söngvar styrkja bænalíf þeirra er hafa þá um hönd, opna nýja sýn og svala leit- andi bænahuga nútíma- mannsins. Lofsöngvar Biblí- unnar henta jafn vel einstaklingum sem hópum. Kr. 1390,- CANTICA Lofsöngvar Biblfunnar

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.