Víðförli - 01.12.2003, Síða 13
DESEMBER 2003
VÍÐFÖRLI
13
Kirkjuþing 2003
Kirkjuþing 2003 var að sumu leyti frábrugð-
ið fyrri þingum og má jafnvel segja að vatnaskil
hafi orðið. Setning starfsreglna var minna áber-
andi nú en þess í stað var áherslan lögð á
stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna. Starfsreglur
sem marka kirkjulegu starfi ytri ramma eru
vissulega nauðsynlegar. Búið er að setja starfs-
reglur um þá flestu málaflokka kirkjunnar sem
kalla á slíkt. Þar af leiðandi felst starfsreglu-
smíðin fremur í endurskoðun gildandi bálka,
aðlögun og lagfæringum, heldur en mótun
starfs, stofnana og samskiptareglna frá grunni
með smíði nýrra bálka. Þrátt fyrir það verða
sennilega alltaf mál á Kirkjuþingi sem fela í sér
tillögur að starfsreglum. Nauðsyn krefur í á-
kveðnum tilvikum t.d. má nefna að breytingu
þarf á starfsreglum hverju sinni til að breyta
skipan sókna og prestakalla. Þá voru framlögð
mál á þessu þingi talsvert færri en verið hefur.
Þingtími var styttri en áður og lauk þinginu,
sem sett var sunnudaginn 19. október, á föstudegi þann
24. október. Þingið hefur staðið yfir í 10 daga undanfarin ár
en í fyrra stóð það í tæpa 7 daga en er samkvæmt þessu
komið í 6 daga. Mikið álag var á þingfulltrúum sem þurftu
m.a. að ræða eitthvert veigamesta og stærsta mál Kirkju-
þings undanfarin ár, sem er stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna.
Sú nýbreytni var tekin upp að bjóða fulltrúum unga fólksins
að sitja þingið og ýmsa nefndarfundi þingnefndanna. Var
einkar ánægjulegt að hafa þessa fulltrúa með og setti það
skemmtilegan svip á þinghaldið.
22 mál afgreidd
Á Kirkjuþingi 2003 voru afgreidd 22 mál þar af eitt mál
sem var sameinað úr tveimur tillögum.
Skýrsla Kirkjuráðs, 1. mál þingsins, er hefðbundið mál
og skylt að leggja fram á hverju Kirkjuþingi og sama er að
segja um fjármál Þjóðkirkjunnar, 2. mál þingsins. í skýrslu
Kirkjuráðs er gerð grein fyrir starfsemi ráðsins frá síðasta
Kirkjuþingi, m.a. hvernig unnið var úr samþykktum síðasta
þings auk fjöldamargra annarra atriða sem ráðið fjallaði
um. Fjármálin eru m.a. tillögur að fjárhagsáætlunum fyrir
næsta ár auk þess sem reikningar fyrra árs eru lagðir fram
og ýmsar tölulegar upplýsingar.
Stefnumótun Þjóðkirkjunnar er eins og áður segir að
mati þess er þetta ritar eitthvert þýðingarmesta mál Kirkju-
þings frá því að frumvarp að lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti Þjóðkirkjunnar var þar til umfjöllunar. Stefnu-
mótunin var samþykkt eins og kunnugt er. Hún er í raun
þegar komin til framkvæmda m.a. hvað varðar fjárhags-
áætlanir Kirkjuráðs og biskups fyrir næsta ár og áherslur í
starfi á biskupsstofu. Hér eru ekki efni til að fjalla frekar um
þetta mál en bent skal á vef kirkjunnar þar sem upplýsing-
ar er að finna. Kirkjuþing samþykkti að sameina sex
prestaköll í þrjú, þ.e. Hjarðarholts- og Hvammsprestaköll,
Bíldudals- og Tálknafjarðarprestaköll og Hólmavíkur- og
Rrestsbakkaprestaköll. Þá var samþykkt í 5. máli að fela
Kirkjuráði að móta heildstæða stefnu í fræðslumálum Þjóð-
kirkjunnar á grundvelli starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar
og stefnumótunar Þjóðkirkjunnar og skal leggja fram tillögu
á Kirkjuþingi 2004. Þá var einnig samþykkt í 6. máli þings-
ins að beina því til Kirkjuráðs að skipa samstarfsnefnd
kirkju og skólayfirvalda til að móta stefnu í kærleiksþjón-
ustu kirkjunnar við leik- og grunnskólabörn. Tillögu í 7. máli
um gerð kirkjudagatals fyrir Þjóðkirkjuna var vísað til
Kirkjuráðs. Samninganefnd Þjóðkirkjunnar um prestssetur
lagði fram skýrslu um störf sín í 8. máli en nefndin hafði
verið skipuð á Kirkjuþingi 2002. Samþykkt var að veita
Kirkjuráði í samvinnu við stjórn Prestssetrasjóðs umboð til
viðræðna við ríkisvaldið í þeim tilgangi að leita lausnar á og
ganga frá samningum milli ríkis og kirkju um málefni
prestssetranna.
9. málið var skýrsla Prestssetrasjóðs um störf sjóðsins
o.fl. frá Kirkjuþingi 2002, en skylt er að leggja þessa skýrslu
fram. 10. málið fól í sér breytingu á starfsreglum um Kirkju-
þing. Er mælt fyrir um myndun forsætisnefndar Kirkju-
þings, skipuð kjörnum forseta og varaforsetum. Nefndin
verður til aðstoðar við stjórn þingsins og gerir tillögur um
fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem Kirkjuþing kýs eða til-
nefnir til. Fjárhagsnefnd Kirkjuþings verður sex manna en
allsherjarnefnd sjö manna. Framlagningarfrestur mála fyrir
Kirkjuþing verði sex vikur að öllu jöfnu. Þingmálum þing-
fulltrúa skulu eftirleiðis fylgja að jafnaði umsagnir héraðs-
funda kjördæmisins um tillögurnar.
Samþykktar voru nýjar starfsreglur um þjálfun djákna-
efna í 11. máli. Helstu nýmæli sem þær fela í sér eru að
starfsþjálfun djáknaefna er felld formlega undir starfssvið
biskupsþjónustunnar, eins og starfsþjálfun prestsefna. Sett
er á laggirnar sérstök starfsþjálfunarnefnd sem annast um