Víðförli - 01.12.2003, Side 7

Víðförli - 01.12.2003, Side 7
DESEMBER 2003 VÍÐFÖRLI 7 Kirkjurnar í borginni Sextán þúsund gestir heimsóttu kirkjur Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra vikuna 5. til 11. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í könnun á fjölda kirkjugesta sem unnin var á vegum prófastsdæmisins. Þetta jafngildir því að fimmti hver íbúi hafi sótt kirkju í prófastsdæminu þessa viku. Niðurstöður könnunarinnar voru sem hér segir: Helgihald og athafnir: 5949 Barna-, unglinga- og fjölskyldustarf: 2560 Fullorðinsfræðsla og hópastarf: 2250 Tónlistarstarf: 1832 Ferðamenn: 3415 Samtals: 16006 Alls eru íbúar á svæðinu 67334. Könnunin var kynnt á fundi í Bústaðakirkju þann 22. október síðastliðinn. Þar töluðu Rálmi Matthíasson, Björn Bjarnason, Þórólfur Árnason og Jón Dalbú Hróbjartsson. í máli sr. Rálma Matthíassonar, sóknarprests í Bústaða- kirkju, kom fram að prófastsdæmið vildi gera þessa könn- un vegna þess að borgarkirkjan fer oft svo hljótt. í þeirri viku sem könnunin var gerð voru engir sérstakir viðburðir á vegum kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Því ættu niðurstöður hennar að gefa góða vísbendingu um fjölda kirkjugesta í dæmigerðri viku í vetrarstarfi borgarkirkjunnar. Ef gengið er út frá niðurstöðum könnunarinnar þá má leiða að því líkum að á höfuðborgarsvæðinu öllu sæki alls 1 milljón manns kirkjur á ársgrundvelli. Til samanburðar nefndi Pálmi að sundstaðina alla sækja um 1,8 milljón manns, rúmlega 90000 manns sækja knattspyrnuleiki í meistaraflokki og í leikhús landsins koma um 30-40000 manns á haustönn. Það er því Ijóst að starf borgarkirkjunnar er mjög viða- eru iðandi af mannlífi mikið og að það er vel sótt. Og það er rangt sem oft er haldið fram að allar kirkjur séu tómar. Með þessari könnun hefur fengist vísir að haldbærum tölum um þessi mál. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði að þessar tölur sýndu að kirkjan stæði traustum fótum í borg- inni og að Ijóst væri að hún höfðaði til margra. Honum finnst þetta jafnframt sýna fram á að það er með öllu ástæðulaust fyrir kirkjuna að vera í vörn. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sagði að kirkjurnar í Reykjavíkurprófastsdæmum gegndu veigamiklu hlutverki, ekki síst með tilliti til starfs með börnum og unglingum, líknarstarfs og menningarmála. Hann sagði að kirkjan væri veigamikill hlekkur í þeirri þjónustu sem veitt er reykvískum fjölskyldum. Þá nefndi hann að fleiri tækifæri gætu leynst fyrir kirkjuna í þjónustu við ferðamenn. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, steig síðastur í pontu. Hann sagði að það væri mikill vöxtur í starfi kirkjunnar. Kirkjan hefur á að skipa afar hæfu starfsfólki og hún býður upp á fjölbreytt helgihald sem höfðaði til stórs hóps fólks. Hún býður upp á fjölbreytt starf fyrir ungt fólk, unga foreldra og fyrir full- orðna svo að fátt eitt sé nefnt. Innan kirkjunnar á sér einnig stað fjölbreytt menningar- starf sem unnið er af mikilli fagmennsku. Kirkjan á einnig gott samstarf við skóla, íþróttafélög, ÍTR, lögreglu, KFUM og fleiri félög og stofnanir innan borgarinnar. Allt þetta skiptir miklu máli og stuðlar að því að sífellt fleiri geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi innan kirkjunnar. Jón lauk máli sínu með því að ítreka það enn einu sinni að kirkjurnar eru ekki tómar - þær eru þvert á móti iðandi af mannlífi. Árni Svanur Daníelsson

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.