Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 15
DESEMBER 2003 V í Ð F Ö R LI 15 Góðar bækur fyrir jólin frá Skálholtsútgáfunni - útgáfufélagi þjóðkirkjunnar Ævintýri dýranna Dýr rata líka í ævin- týri! Þessi bók geymir margar spennandi og skemmtilegar sögur af alls konar dýrum úr öllum heimshornum. Sög- urnar eru valdar með það í huga að þær geti hvatt börn til dáða og vakið sam- úð þeirra og elsku með þeim sem minna mega sín. Ótrúlegar sögur og sum- ar þeirra gætu gerst enn! Þessi bók hentar börnum á öll- um aldri! Kr. 1780,- Smábarnabiblía Með 40 gluggum til að opna! Harðspjaldabók fyrir yngri börn. Litrík og spennandi. Góð kynning á frásögnum Gamla og Nýja testamentisins. Á hverri síðu eru gluggar til að opna. Fyrir innan leynast ýmisleg undrun- arefni. Börnin taka þannig þátt í að upp- götva efni hverrar sögu. Samspil myndskreytinga og texta kemur hinu góðkunna erindi Biblíusagnanna til skila á áhrifamikinn og ferskan hátt. Hér er mesta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð, sagan um það hvernig guð elskar okkur, færð í búning sem höfðar til hjarta hvers barns á öllum aldri. Kr. 1480,- Ævintýri frá ýmsum löndum Þessi bók er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra sem vilja lesa upphátt uppbyggilegar sögur og ævintýri fyrir börn- in sín. Tækifæri gefst til að ræða söguna og tengja hana við líf barnsins og umhverfi. Margar sögur draga fram mikilvægi heiðar- leika og trú- mennsku, góðvild- ar og hjálpsemi. Aðrar segja frá kostum þess að vera einlægur og klókur þegar vanda ber að höndum. Enn aðrar sögur og ævintýri draga fram vonir og þrár barna sem fullorðinna þar sem farið er öruggum höndum um viðkvæm efni. Sögurnar og ævintýrin eru úr öllum heimsins hornum! Bob Hartman tók bókina saman en hann er kunnurfyr- ir lipran og lifandi frásagnahátt. Kímni og alvörufull hlýja svífa yfir vötnum í frásögn hans. Kr. 1780,- Bænir kvenna - bænabók Þessi bænabók er skrifuð af 50 íslenskum konum á öllum aldri og í margvíslegum störf- um. Hún gefur lesendum góða sýn inn í bænaheim íslenskra kvenna. Formæður okkar báðu bænir, með og fyrir börnum sínum sem og öðrum, mæður okkar einnig. Og þrátt fyrir miklar þjóðfélagsbreytingar á síðari hluta 20. aldar eru konur nútímans líka biðjandi konur eins og formæður þeirra. Biðjandi kona er sterk kona, biðjandi kona er öðrum holl fyrirmynd sem hvetur alla til að skoða lífið út frá sjónar- hóli trúarinnar. Forfeður okkar geta verið stoltar af þeim! Bænir kvenna er bók sem stendur við hliðina á bókinni Bænir karla. Báðar eru þær einstakar í sinni röð og kær- komnar konum jafnt sem körlum. Bænir kvenna og Bæn- ir karla geyma bænir fólks úr ýmsum áttum og á öllum aldri - samtals um eitt hundrað bænir. Kr. 1980,-

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.