Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 14

Víðförli - 01.12.2003, Blaðsíða 14
14 VÍÐFÖRLI 22. ÁRG. 4. TBL. framkvæmd starfsþjálfunar- innar. í 12. máli samþykkti Kirkju- þing þær breytingar á starfs- reglum um héraðsfundi og héraðsnefndir að eftirleiðis ber að halda héraðsfundi eigi síðar en 15. júní ár hvert. í 13. máli voru samþykktar breytingar á starfsreglum um kosningu Biskups íslands og vígslubiskupa. í þeim felst að skilyrði kosningarréttar og kjörgengis sé að kjósandi sé skráður í Þjóðkirkjuna. Jafn- framt að varpað verði hlutkesti um hver fái embætti verði kosningaúrslit jöfn í seinni um- ferð í stað þess að ráðherra á- kveði þetta eins og nú er. Tillögu Kirkjuráðs að starfs- reglum um Leikmannastefnu og leikmannaráð í 14. máli var vísað aftur til Kirkjuráðs til frekari umfjöllunar um stöðu stefnunnar. í 15. máli var samþykkt að fela Kirkjuráði að vinna rekstr- Fiðrildið Á hlýjum sumardegi fann maður nokkur púpu, sem fiðrildi var rétt að byrja að brjótast út úr. Maðurinn sat djúpt snortinn og horfði á þessa baráttu, þetta náttúru- undur, góða stund. En svo var eins og kraftar fiðrildisins væru á þrotum og að það gæti ómögulega rifið sig laust af síðustu leif- um púpunnar. Maðurinn fann til með veslings fiðrildinu og vildi hjálpa því. Hann tók hnífinn sinn og skar varlega sundur púpuna til að losa fiðrildið. Nú var fiðrildið loksins frjálst. En líkami þess var bólg- inn og vængirnir smáir og beyglaðir. Maðurinn beið þess að það breiddi vængina út og þeir gætu borið líkamann uppi, en það varð ekki. Fiðrildið skreið aumingjalega á jörðinni. Maðurinn hafði ekki skilið að baráttan í púpunni var fiðrildinu lífsnauðsynleg. Með því að berjast svona urðu vængirnir sterkir og fiðrildið fært um að fljúga þegar það hafði losað sig úr púpunni. Stundum óskum við þess að Guð grípi hnífinn sinn og hjálpi okkur að losna við erfiði og andstreymi. En líf án baráttu myndi gera okkur ófær. Við yrðum aldrei eins sterk og okkur er ætlað. Og við myndum aldrei geta flogið. (Argument) Úr bókinni Orð í gleði Karl Sigurbjörnsson tók saman. arlíkan fyrir sóknir landsins og leggja fram á Kirkjuþingi 2004. í 16. máli var samþykkt að fela Kirkjuráði að vinna að því að greiðslur fyrir skírn og fermingarfræðslu verði teknar út úr gjaldskrá um aukaverk presta og færðar inn í föst laun þeirra eða innheimt með öðrum hætti. 17. mál Kirkjuþings var tillaga um töluverðar sameining- ar mannfærri prestakalla. Tillögunni var vísað til biskupa- fundar. Kirkjuþing samþykkti í 18. máli að beina þeim tilmælum til kirkjuráðs að gera skrá yfir kirkjur og guðshús á landinu þar sem m.a. komi fram upplýsingar um vígsluár hverrar kirkju. Ennfremur hver sé eigandi viðkomandi kirkju/guðs- húss og umsjónaraðili. í 19. máli var samþykkt breyting á starfsreglum um prestssetrasjóð er varðar meðferð greiðslumarks á prests- setursjörðum. í 20. máli samþykkti Kirkjuþing nýjan grundvöll að ákvörðun kirkjugarðsgjalds og skiptingu þess og heimilar fyrir sitt leyti flutning lagabreytingar þar að lútandi. Um er að ræða að tekjur kirkjugarða verði miðaðar við raunveru- lega fjárþörf hvers garðs eftir ákveðnum gefnum forsend- um í stað einstaklingsbundins kirkjugarðsgjalds eins og nú er. Breyta þarf lögum til að hrinda þessu í framkvæmd. ( 21. máli var um að ræða smávægilega breytingu á starfsreglum um embættiskostnað presta. í 22. og 23. máli sem voru sameinuð í meðförum þings- ins, var samþykkt að heimila kaup og sölur tiltekinna fast- eigna kirkjunnar, en í ýmsum tilvikum er áskilnaður um samþykki Kirkjuþings. Eins og sést af þessari stuttu yfirferð eru málin af ýms- um toga. Vekja ber athygli á því að bæði tillögur fyrir Kirkju- þing 2003 og Gerðir (samþykktir) þingsins eru á vef kirkj- unnar. Vefslóðin er www.kirkian.is/kirkiuthinn Guðmundur Þór Guðmundsson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.