Víðförli - 01.12.2003, Qupperneq 5
DESEMBER 2003
VÍÐFÖRLI
5
Fermingarbörn söfnuðu
hátt í 5 milljónum
Fermingarbörn gengu í hús þann 4. nóvember og
söfnuðu hátt í 5 milljónum króna. Rúmlega 3000 börn
fengu fræðslu um aðstæður í fátækum löndum Afríku
og verkefni Hjálparstarfsins þar. Börnin voru á vegum
53 presta um land allt. 45 prestar þáðu heimsókn ungs
fólks frá Kenýa til að leyfa börnunum að heyra frá fyrstu
hendi hvernig væri að alast upp við frumstæðar að-
stæður og lítil efni. Börn á vegum 48 presta gengu svo
í hús og söfnuðu.
Verkefnið hefur mælst vel fyrir, víst er að Hjálparstarf-
ið metur bæði fræðsluna sem innt er af hendi og fé sem
berst. Ef draga má ályktun um skoðun presta og barna
út frá eftirfarandi tölvupósti frá Melstað og Hvamms-
tanga geta allir vel við unað.
„Ég var að leggja inn kr. 51.648. Ég held að söfnun-
in hafi gengið vel, börnin voru rífandi ánægð, fengu
yfirleitt jákvæðar móttökur og sögðu á eftir: Þetta
var bara GAMAN. Með bestu kveðju, Guðni Þór.“
Anna M. Þ. Ótafsdóttir
Dagbók kirkjunnar
á kirkjan.is
í dagbók kirkjunnar fwww.kirkian.is/daabok) er að finna
upplýsingar um ýmsa atburði sem eiga sér stað í kirkjum
landsins - helgihald, fræðslu, tónleika og sitthvað fleira. Við
viljum gjarnan að hún nýtist sem miðstöð upplýsinga um
kirkjustarfið á aðventu og um jól og hvetjum því alla til að
senda upplýsingar um starfið til okkar. Hægt er að tilkynna
atburði í dagbókina á sérstakri skráningarsíðu
fwww.kirkian.is/daabok/skraninaL
Hversvegna
Hversvegna
líða stundirnar svo skjótt
þegar mínúturnar
komast varla úr sporunum
Hversvegna hlaupa
ónotaðir mánuðir á undan mér
svo ég næ ekki í skottið á þeim
Þótt dagar og stundir
hrannist upp
tekst mér ekki að Ijúka því
sem ég ætlaði mér að gera
Það var ekki svona áður fyrr
allt hefur breyst
frá því við vorum ung
þá teygaði ég fyrst
þyrstur af lífsglasinu
og tíminn fór sér að engu óðslega
Glasið sem ég lyfti
og bergði af
þann löngu liðna dag
var stundaglasið stóra
Drottins
sem ræður öllum tíma
Sjálfur er ég aðeins
örsmár órói
í því mikla sigurverki
þeirri flóknu vél
Jón Bjarman
Úr nýútkominni Ijóðabók sr. Jóns Bjarman:
Stef úr steini - lófafylli af Ijóðum.