Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 6
Rithöfundurínn
Rúnar Helgi Vignisson
frá ísafirði
Komið er út hjá JPV-
forlagi smásagnasafnið /
allri sinni nekt eftir Rún-
ar Helga Vignisson. Þetta
er fimmta skáldverk Rún-
ars Helga, sem kallaður
hefur verið einn fram-
sæknasti rithöfundur ís-
lendinga. Skáldsagahans
Nautnastuldur var til-
nefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Þá
hefur hann fengið rnikið
lof fyrir vandaðar þýð-
ingar sínar á nokkrum af
stórvirkjum heimsbók-
menntanna.
í listilegum smásögum
í safninu / allri sinni nekt
eru dregnar upp myndir
af berskjöiduðum per-
sónum þar sem höfundur
ögrarhinu viðtekna, ekki
síst með þvt að líta styrk
og getu karlmannsins í
samhTtnu nýjum augum.
Þó eru kvenpersónurnar
al veg eins naktar og reik-
andi.
Rúnar Helgi Vignisson
fæddist að morgni 2. júní
1959 í norðurenda gamla
sjúkrahússins á ísafirði.
Hann var skírður um
haustið í höfuðið á afa
sínum og ömmu, Guð-
rúnu Ólafsdóttur og
Helga Guðmundssyni í
Unaðsdal við ísafjarðar-
djúp, foreldrum sextán
barna.
Rúnar Helgi lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskól-
anum á ísafirði árið 1978
og B.A. prófi í ensku frá
Háskóla íslands 1981.
Hann nam í frönsku við
Université de Grenoble
veturinn 1981-82 og
þýskuviðGoethe ínstitut
í Murnau og Freiburg vet-
urinn þar áeftir. Veturinn
1985-86 dvaldi hann við
ritstörf í Kaupmanna-
höfn. M.A. prófi í bók-
menntafræði lauk hann
frá University of lowa í
Bandaríkjunum 1.987 og
lagði stðan stund á dokt-
orsnám og kennslu við sama
skóla næstu tvö árin. Hann
hefur dvalið við ritstörf í
Kaupmannahöfn, Chicago og
Perth í Ástralíu en síðustu
misseri hefur hann verið
þaulsætínn á íslandi.
„Það allra fínlegasta í
mannlegum samskíptum“
Súsanna Svavarsdóttir
segir m.a. í ritdómi um hina
nýju bók Rúnars Helga;
Það er ekkertfyrirsjáanlegt
í samskiptum karls og konu í
þessum bráðsmellnu smásög-
um Rúnars Helga. Þar eru
allir að bögglast tneð til-
finningar sínar og það
skemmtilega erað þœr tilfinn-
irigar hafa ekki verið snyrtar
afhöfundi til að líta betur út á
bók. Persónurnar ha^fa sína
galla sem koma í veg fyrir að
sumarþeirra nái að tjá tilj'mn-
ingar sínar eða finna sama-
staðfyrirþœr. Þeir eyðileggja
jafnvel sambönd sem eiga
annars góða möguleika og
stimdum liggur við að les-
andinn segi upphátt: Mikið á
nú annars manneskjan bágt.
S másögurnar níu eru þó síð-
ur en svo raunasögur. Rúnar
Helgi bregður upp mynduro
af aðstæðum þar sem hann
best getur afhjúpað persónur-
nar og þær aðstæður eru oft
fyndnar, jafnvel pínlegar. Við
fyrstu sýn geta sögurnar
virst fremur viðburða-
snauðar en fljótlega rennur
upp fyrir lesandanum að
hér er ekki að fjalla um
neinar meiri háttar fram-
kvæmdir mannsandans,
heldur það allra fínlegasta
í mannlegum samskiptum.
smáatriðin sem oft skipta
sköpum fyrirlíðan einstakl-
ingsins Þaraf leiðandi gera
sögurnar nokkuð harða
kröfu til lesandans um að
vera vakandi fyrir því sem
er næstum ósýnilegt. Það
er verið að fjalla um nokk-
uð stórbrotin og iinnulaus
innrí átök. Þau eru vet
meitluð inn í textann þótt
hlutimir Ifti ósköp vel út á
yfirborðinu.
En persónurnar eiga ekki
bara samskipli hver eftir
sínu höfði. Það er samband
ámilli tilfinninga, hugsunar
og líkama hjá þeirn, þótt á
því sambandi geti verið
nokkrar slaufur. Þær eru af
holdi og blóði og því hafa
sögurnar erótískan blæ.
Erótfkin eru misjafnlega
ágeng, allt frá því að birtast
aðeins sem þrá yfir í að
vera nokkuð berorðar lýs-
ingar en afitjúpa nær und-
antekningarlaust varnar-
leysi persónanna.
(Úr smésagnasafninu í allrí sinni nekt)
Þetta var svona: Við vorurn
að korna niður af Snæfells-
jökli eftir miðnæturgöngu á
tindinn. Það voru allir dasaðir
og sveittir. Þá segir Óli:
Nú væri gott að komast í
heitan pott.
En við erunt ekki með nein
sundföt, segir Dísa.
Uss, það skiptir engu, mér
er alveg sarna þó þú sjáir hann
á mér, segir Óli. Það er hvort
eð er Jónsmessunótt.
En er ekki laugin lokuð?
Það er ekkert mál að komast
inn, segi ég. Girðingin lá niðri.
Tókstu ekki eftir því, elskan?
Ég hef verið að hugsa eitt-
hvað annað.
Og hvenær hafa girðingar
svo sem stöðvað Islendinga,
segir Óli. Og hvenær hafa ls-
lendingar spurt hvað klukkan
væri þegar þeir hafa þurft að
komast í bað.
Já, en ef einhver kemur nú
að okkur?
Þá verður þetta kannski eins
og þegar ég var með þýskan
hóp í Landmannalaugum einu
sinni. segir Guja. Við vorum
ýmist þau einu sem voru í
fötum eða þau einu sem voru
ber.
Þarna er afleggjarinn,
beygðu! kallaróli. Eigum við
ekki að skella okkur?
Skoðum að minnsta kosti
aðstæður, segi ég og ek áleið-
is.
Leggðu svolítið frá, segir
Dísa. Svo við vekjurn engan.
Ég geri það og svo göngum
við af stað. Við verðum ekki
vör við neitt lífsmark; kannski
fólkið sé af bæ, hugsa ég.
Þegar við komum að pottinum
fara ÓIi og Guja umsvifalaust
úr. Ég lít á Dísu, sé að hún er
tvístígandi og horfir í kringum
sig. Ég fer að klæða mig úr og
hvet hana til að gera það líka,
með augnaráði og látbragði.
Ég er orðinn ber þegar hún fer
loks að fækka fötum. Svo
rennum við okkur ofan í pott-
inn til Óla og Guju.
Þetta er rosalegt, segir Óli.
Algjör unun!
Hann situr þarna og lætur
liða úr sér, virðist ekki hafa
áhyggjur af nokkrum hlut.
Þú ert nú meiri nautnasegg-
urinn.
Finnst þér þetta ekki nota-
legt, Dísa?
Þetta er ágætt, en ég get
ekki slappað af við þessar að-
stæður.
Reyndu að láta líða úr þér í
nokkrar mínútur, elskan.
Þetta er nú ekki hægt, stelp-
ur! segir Óli. Ha. Þið hérna,
hámenntaðar og virðulegar
dömur bara á henni í heitum
potti einhvers staðar uppi í
afdölum. Þetta gengur nú
ekki, stelpur.
Ekki stríða okkur, Óli.
Ég er hneykslaður!
Við liggjum þarna þögul
stundarkorn og látum líða úr
okkur. Það er hægur andvari
og roðin ský í austri. Ég legg
sem snöggvast aftur augun og
fmn höfgann síga á. Svo ég
opna þau aftur. Þá sé ég hund
koma skondrandi með lafandi
tungu. Hei, hvísla ég. Hundur!
Eigum við ekki að koma,
segir Dísa. Hann gæti farið að
gelta.
Hvutti-hvutt, segir Óli sem
hefur verið með hugann við
Guju. Hvutti-hvutt, komdu
hérna, komdu karlinn.
En hundurinn staðnæmist
við fötin okkar, nasar af þeim
hátt og lágt.
Hvað ef hann . . .?
Óli fikrar sig hægt í áttina
að seppa.
Svona karlinn, komdu karl-
inn.
Passaðu þig, Óli, hann gæti
bitið, segir Guja.
Bitið framan rniðju, hlæ ég.
Hvutti-hvutt, hvutti-hvutt.
Þetta er kannski tík, segir
Dísa. Óli . . .
Hvutti lítur upp og virðir
okkur fyrir sér.
Nei, nei, ekki gelta, það er
óþarfi, segir Óli og fer hægt
upp úr pottinum. Svona kerl-
ingin.
Óli. ÓIi!
Og nú sé ég af hverju Guja
er sérstaklega áhyggjufull.
Hvutti-hvutt, segir Óli og
fikrar sig nær hvutta sem horf-
ir á hann. Hvutti-hvutt.
En allt í einu tekur hvutti
viðbragð, læsir skoltunum í
fatahrúgu og tekur á rás.
Nei, hvutti, ekki svona.
Jesús! segir Dísa. Hann tók
fötin okkar!
Ekki öll, segi ég og stekk
upp úr til að kanna málið.
Andskotinn, hann hefur tekið
buxurnar með bíllyklunum,
segi ég.
Ég trúi því ekki, segir Dísa.
Eru fötin okkar Guju þarna?
Eitthvað af þeim að minnsta
kosti.
Óli er kominn út á tún á
eftir hvutta. Reynir ennþá að
lempa hann. Ég hleyp á eftir
honum.
Óli! Bíllyklarnir, þeir eru í
buxunum.
Shit!
Ég fer að klæða mig í það
sem hvutti skildi eftir af mín-
um fötum, sama gera stelpur-
Óskum sLarfefólki okkar til sjós og lancfe gieðilegra jóla
og farsældar á komandi ári. Dökkum árið sem er að líða.
Baejarstjórn Bolungarvíkur sendir íbúum
sveitarfélagsins og viðskiptavinum <sínum bestu jóla-
og nýérskveðjur með þökk fyrir hið liðna.
Baejarstjórinn
óparisjóður öolungarvíkur Afc
<^v^>Orkubú Vestfjarða Bolungarík - ðuðureyri
Nr Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211 ðendum Bolvíkingum, ðúgfirðingum og öðrum
éendum okkar bestu óskir um gieðilega jóla- og nýárshátíð Ve<stfirðingum bestu óskir um gieðileg jól og farsælt
^ og þökkum árið <sem er að líða. ^ komandi ér með þökk fyrir viðskiptin.
6
FIMMTUDA GUR 21. DESEMBER 2000