Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 27

Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 27
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á ísa- firði hefur um árabil ritað jólasögur fyrir Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB 1986, og síðan þá hafa sögur hans birst árlega að undanskildum árunum 1992 og 1993. Hér er nýj asta smásaga Ólaf s Helga, j ólasagan Skyldi Kristur hafa hlustað? látið á sér standa. Meira að segja þeir sem seldu hjálpar- tæki kynlífsins höfðu lofað að stilla út í anda jólanna. Að minnsta kosti rámaði Grástein í að hafa séð viðtal við einn slíkan kaupmann, sem ætlaði ekki að valda biskupi vonbrigðum. Galla- buxnasali á Laugaveginum hafði brugðizt skjótt við og auglýsti sínar buxur í Jesú nafni. Hann sneri sér frá glugganum og kyrrðinni og jafnvæginu að unga fólkinu fyrir framan sig og horfði íhugull á þau Maríu og Mikael, guðsmóðurina og erkiengilinn, skaut niður í huga hans. Þögnin var orðin löng. Þau höfðu deilt og talað einhver ósköp meðan þau biðu framan við skrif- stofuna fyrir skantmri stund. Nú sögðu þau ekki orð. Spurningunni hafði ekki ver- ið svarað. Nærfærnislega hóf hann mál sitt á nýjan leik. „Ég spurði að því hvort þið hefðuð lesið yfirlitið, sem bankinn gerði og at- hugasemdirnar mínar um fjármál ykkar?“ Þögn. Eftir smástund, sem þó virtist löng, reyndi hann aftur. „Gerðuð þið það?“ María leit undan og út um gluggann, en Mikael ók sér eins og honum liði illa, horfði á Grástein eitt augna- blik, reisti sig í sætinu og virtist ætla að taka til ntáls. Svo roðnaði hann varð vand- ræðalegur, drúpti höfði. Þögn. Grásteinn leit á Maríu og út um gluggann eins og hún. Mikið var það dásamleg sýn og í algerri andstöðu við vandræðalegt andrúmsloftið á skrifstofunni. Auðvitað var ekki hægt að þegja enda- laust, fleiri verkefni biðu, annað fólk átti að mæta fljótlega, ný vandamál til þess að greiða úr og tíminn, þessi takmarkaða auðlind, sinnti engunt vandræða- gangi fólks. Hann bara leið tilfinningalaus, skeytingar- laus um vandamál þessara þriggja einstaklinga, sem sátu á skrifstofunni og biðu eftir því að eitthvert þeirra tæki til máls. Ég verð að reyna aftur, hugsaði Grá- steinn og leit á andlit Maríu, sem var sviplaust. Þá tók hann eftir því að tárin runnu hægt niður kinnar hennar. Vel tilhaft andlitið var ekki lengur nákvæmlega eins og eftirlíking úr glans- myndablöðunum, sem sýndu konum og körlum, hvernig hin hamingjasama unga nútímakona skal líta út. María var ekki lengur sú sama og hafði gengið hér inn fyrir viku með allar kröf- ur sínar á hreinu. Ekkert í fari hennar minnti á orð hennar frammi á biðstofunni fyrir skammri stundu. Hún var eins og lítið barn í óvið- eigandi fullorðinslegunt fötum. Þó vissi hann að hún var orðin þrítug og var í þokkalegu starfi hjá öðru stóra einkafyrirtækinu í byggðinni. Augu Maríu voru farin að þrútna og hún bar höndina upp að andlitinu til að strjúka framan úr sér. Þessir dæmigerðu dropar, sem til verða við grát fólks, voru að byrja að renna úr nösum hennar. Brátt myndu þeir renna saman við tárin. Smástund leið áður en Grásteinn hafði hugsun á því, að teygja sig í skrif- borðsskúffuna eftir pappírs- þurrkunt. Þessa stutta, tíma- lausa eilífð, sem leið meðan honum fannst María breytast úr uppstillingu í konu eða mannveru öllu heldur, færði honum söntu innri rósemi og ríkti í huga hans áður en ungu hjónin komu inn í skrifstofuna, meðan hann heyrði ekki í Guðrúnu einkaritara, heldur fannst að hann væri hluti af sköpunar- verkinu róseminni fyrir utan gluggann. Eins og úr fjarska heyrði hann sjálfan sig segja: „Gerðu svo vel hér eru pappírsþurrkur“, um leið og hann sá hönd sína teygja sig í átt til hennar, líkt og húti tilheyrði einhverjum öðrum, „þurrkaðu þér utn augun“, og eftir andartaks hik, „snýttu þér!“ Reyndar furðaði hann sig á því að tala svona við ókunnuga konu. Honum varð ljóst að þarf- laust var að endurtaka spurninguna unt það hvort þau hefðu kynnt sér efni pappíranna, sem hann hafði tekið saman handa þeim, við Maríu. Hún var greinilega nógu skynug til þess að vita hvað niðurstöðurnar þýddu. Grásteinn horfði í augu ungu konunnar og greindi þar vonleysi, en utrt leið skilning. Fíngerð vel snyrt vinstri hönd hennar strauk pappírsþurrku yfir augun og hún horfði beint í augu hans og svo út á fjörðinn. Hún er örvhent. Þá er það erkieng- illinn hugsaði Grásteinn. Mikael starði á einhvern ósýnilegan blett á gólftepp- inu og munnur hans var samanherptur. Grásteinn ræskti sig og þegar það dugði ekki til að fanga at- hygli Mikaels sagði hann: „Hefurðu kynnt þér niður- stöður greinargerðarinnar, sem ég sendi ykkur eftir síð- asta fund okkar?“ Mikael hreyfði sig þyngslalega, rétti úr sér horfði beint í augu eldra mannsins og hálfpartinn hreytti úr sér svarinu: „Já ég gerði það.“ Eftir andartaks hik spurði hann eins og út í loftið svipað og maður talar við sjálfan sig. „Það getur ekki verið satt, er það nokk- uð?“ Þó leyndi sér ekki að hann vissi að svar lögfræð- ingsins yrði aðeins á eina lund. Farðu varlega hugsaði eldri maðurinn og svaraði hægt og yfirvegað á eins hlutlausan hátt og honum var unnt. „Jú, því miður er það satt og mér var illa brugðið, þegar ég gerði mér sjálfur grein fyrir því hvað þessar tölur þýða. En þetta eru ekki endalok. Alltaf er til leið út úr öllum vand- kvæðum ef grannt er gáð. En þetta þýðir að eigna- skiptin verða einföld í þeim skilningi að engu er að skipta nema skuldum. Þær eru að vísu umtalsverðar, en ég hef hugmynd." Skyndilega tók María til máls og sagði: „Þetta þýðir að við eigum ekki neitt, að við getum ekki skilið, því við höfum ekki efni á þvf að búa hvort í sínu lagi ef við eigum að borga þessar skuldir." Mikael greip framm í fyrir henni. „Það getur ekki verið. Við höfum ekki verið að gera neitt ann- að en það sem allir aðrir eru að gera.“ „Hvað hafið þið verið að gera?“ spurði Grásteinn blátt áfram. Þögn. „Við keyptum einbýlishús þegar við byrjuðum að búa fyrir fimm árum“, sagði Mikael. „Og bfl, reyndar fórum við í utanlandsferð sama árið. Fara ekki allir í brúðkaupsferð?“ voru við- brögð Maríu. „Hvað áttuð þið þegar þið byi juðuð að búa?“ spurði lögmaðurinn rólega og yfirvegað. Þau litu hvort á annað eins og þau skildu ekki spurninguna og horfðust í augu drjúga stund, skilningsvana á svip. María varð fyrri til. Undrunar- svipur kom á andlit hennar þegar hún svaraði: „Ekki neitt, reyndar skulduðum við bæði námslán. En það gera allir. Auðvitað viljum við búa eins og almennilegt fólk. Við vorum orðin tuttugu og fimm og 28 ára þegar við byrjuðum að búa. Allir sem við þekkjum búa í einbýlishúsi og eiga nýja jeppa og fara til útlanda tvisvar til þrisvar á ári. Við getum ekki skorið okkur úr.“ Mikael starði á Maríu meðan hún talaði en sagði ekki aukatekið orð. Þegar María þagnaði varð aftur löng þögn, ekki nándar nærri eins vandræðaleg og fyrr. Þau þögðu öll. Grá- steinn starði fram fyrir sig, fyrstur til að átta sig á því sem var að gerast fyrir sjónum hans. Lífsreynslan gaf forskotið hugsaði hann með sér og gaut augunum aftur út á spegilsléttan fjörð- inn. Oljóst heyrði hann ungu hjónin í hrókasamræðum og hugsaði um þá braut sem margt ungt fólk fetaði í hugsunarleysi neyzlukapp- hlaupsins, sem bankar, verzlanir og önnur lánafyrir- tæki kynntu undir í nafni hagvaxtar. Enn var að mót- ast í huganum hvernig ætti að leggja rnálið fyrir ungu hjónin. I aðra röndina fannst honum huggun í því að þau áttu ekki börn. Ungt mynd- arlegt og vel gefið fólk er ekki í nokkrum vandræðum þó peningar séu af skornum skammti. Grásteinn hugsaði til fyrstu búskaparára þeirra Dísar. Allt var af skornum skammti á nútímavísu þótt aðeins aldarfjórðungur væri liðinn. Stundum hvarflaði að sú hugsun, að hamingjan væri engan veginn í réttu hlutfalli við efnisleg gæði. Dreyminn á svip starði hann út, eftir því sem myrkið færðist yfir urðu Ijósin, sem spegluðust í sjávarfletinum skærari. Þessi sýn var svo unaðsleg, einmitt þegar dag- ur var stytztur. Meira að segja jólahaldið framundan fékk á sig seiðandi blæ. Það hafði ekki oft gerzt að því fylgdi ómæld ánægja að skreyta jólatréð eins og fyrir ári. Yfirleitt hafði annríkið í desember þau áhrif að jóla- haldið fékk á sig fjarlægan blæ hins óraunverulega. Hvernig mátti það vera öðruvísi, viðskiptavinirnir heimtuðu að hert skyldi á innheimtu skulda, svo árs- uppgjörið stæði betur. Hann tók þátt í því. Var hann kannski einn af víxlurunum, £mdim okkffli hcÁth ó&kvv im gltáikga jóld- og iðjánÁlmJJuó og þöklam á/wá ám e/i aá lu&a Sindragötu 10 - Isafirði ~ ■ ■ ' Verslunarmannafélag Isafjarðar Suðurgötu - Isafirði Sími 456 3328 Vífilfell ehf Suðurgötu - Isafirði Hárstofan Aðalstrœti 21-23, Bolungarvík Sími 456 7599 Frœðslumiðstöð Vestfjarða * / Arnagötu 2-4, Isafirði Sparisjóður Þingeyrarhrepps FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 27

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.