Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 23
Fólkið í Bræðratungu tekur
fullan þátt í jólastressinu
við ætlum að halda tvisvar upp á aldamótin, segir Sóley Veturliðadóttir, forstöðuþroskaþjálfi
Árið 1984 var Bræðratunga
byggð í Tungudal í Skutlus-
firði. Með því var unnið mikið
frumkvöðlastarf í þjónustu við
fatlaða. Að sögn SóleyjarVet-
urliðadóttur, forstöðuþroska-
þjálfa Bræðratungu, eru sam-
býli af þessu tagi þó ekki það
sem koma skal í málefnum
fatlaðra.
„í Bræðratungu búa nú
fimm einstaklingar frá aldrin-
um 13-57 ára sem eiga lítið
sameiginlegt annað en fötlun
sína. Þeirbúa afskekkt og eiga
allt oflítil samskipti við annað
fólk. I athugun er að leggja
sambýlið niður í framtíðinni
og útvega íbúum húsnæði og
þjónustu innan um aðrabæjar-
búa.“
Fólk býr afskekkt
Sóley segir nokkrar tilfinn-
ingar bundnar Bræðratungu.
„Eg hef orðið vör við að fólk
vilji ekki sjááeftirsambýlinu.
Ég skil þau sjónarmið ágæt-
lega en eins og þörfin er í dag
er þetta húsnæði allt of stórt
og í því eru mörg herbergi
sem standa auð.
Við höfum nú þegar stigið
mikilvægt skref í átt að því að
koma fólki með fötlun betur
út í samfélagið. Menn kannast
eflaust við Halldóru Guð-
mundsdóttur, en hún býr nú
ein í íbúð í Pollgötunni. Hún
fær sólarhringsþjónustu frá
Svæðisskrifstofu málefnafatl-
aðra og hefur þetta fyrirkomu-
lag gengið með miklum ágæt-
um. Ég held að þjónusta af
þessu tagi sé það sem koma
skal.“
Fara til sinna
nánustu á jólunum
Eins og annars staðar er
jólaundirbúningur í fullum
gangi í Bræðratungu. „Fólk
er í óðaönn að skreyta, þrífa
og fleira sem tilheyrir undir-
búningi jólanna. Á aðventunni
er mjög hátíðlegt andrúmsloft
á sambýlinu. Fólkið í Bræðra-
tungu tekur fullan þátt í jóla-
stressinu og fer niður í bæ að
kaupa jólagjafir, sýna sig og
sjá aðra. Þó er leitt hversu
lélegt aðgengi fyrir fatlaða er
í búðum bæjarins. Þrír af fimm
íbúum eru bundnir í hjólastól
og komast varla neins staðar
inn nema í verslanirnar
Hamraborg og Bónus. Þetta
er eitthvað sem verslunareig-
endur ættu að reyna að bæta.
Á aðfangadag fara íbúar til
sinna nánustu og eru þar yfir
það allra helgasta. Oftast kem-
ur fólkið þó aftur á sambýlið
strax um kvöldið, enda eiga
þau þar heima.“
Ferðaþjónustan
gengur vel
Sóley segir starfsmenn
S væðisskrifstofu málefna fatl-
aðra lengi hafa barist fyrir því
að fötluðum verði útveguð
sérstök bílastæði. „Þetta hefur
verið mikið baráttumál fyrir
okkur. Nú eru komin slík stæði
á nokkrum stöðum, en betur
má ef duga skal.
ísafjarðarbær hefur að
mörgu leyti staðið sig mjög
vel í að bæta þjónustu við
fatlaða. Nefna má Ferðaþjón-
ustu fatlaðra sem gengið hefur
mjög vel. Verktaki sér um
aksturinn og hefurfyrirkomu-
lagið gengið mjög vel hingað
til.“
Fatlaðir vilja
taka virkari þátt
í samfélaginu
Á áramótunum er að sögn
Sóleyjar mikið sprengt í
Bræðratungu. „Við ætlum
eins og allir aðrir að halda
tvisvar upp á aldamótin“, segir
hún.
„Markmiðið með þjónustu
við fatlaða er að veita þeim
jöfn réttindi á við aðra Við
viljum að þeir verði virkir á
öllum sviðum samfélagsins,
en það virðist vera útbreiddur
misskilningur að fatlaðir þurfi
að búa í miklu verndaðra um-
hverfi en aðrir. Vissulega þurfa
þeir ákveðna þjónustu en þeir
eru almennt mjög áhugasamir
Sóley Veturliðadóttir.
um að taka virkan þátt í sam-
félaginu.
Fólk með fötlun er fyrst og
fremst fólk og er eins ólíkt
hvert öðru og allir aðrir. Þau
hafa sínar persónulegu skoð-
anir á mönnum og málefnum
og þau hafa misjafnar þarfir
og langanir, alveg eins og við
hin.“
Fix'.d&fssUff
Þessir lögreglumenn voru á vaktinni en skutust í afmœlið (að sjálfsögðu með alla síma
og öll boðtœki í viðbragðsstöðu) og fengu sér kaffisopa með Guðjóni.
Fimm af vinkonunum haits Guðjóns með afmœlisbarninu við hlaðið veisluborðið.
Sendtm okkwi beítú ó&kvc tm qkÉmqa jóia- oq mján&kSlSr oq bökknm ánár iem en, aó líuáa.
Aðalstrœti 27 - Isafirði
Sími 456 3602
Aðalstrœti 21 - Bolungarvík
Þrymur hf - vélsmiðja
Suðurgötu 9 - Isafirði
.
Hárstofan
Aðalstrœti 21-23, Bolungarvík
Sími 456 7599
Rörtæ
v3
Sindragötu 12b - Isafirði
íí
Sparisjóður Súðavíkur
Aðalgötu - Súðavík
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
23