Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 16
• • s - vetrarheimsókn til Halldórs bónda Hafliðasonar í Ogri við Isafjarðardjúp Tímarnir breytast - ekki bara tísk- an, heldur líka tæknin, búsetan, bú- skaparhættirnir. Allt er að breytast og enginn stöðvar tímans þunga nið. Segja má að fjöllin séu það eina á Vestfjörðum sem ekki er að gjör- breytast á skammri stund á þessum hraðfleyga tíma sem við lifum nú. Og þó eru komin göt á þau líka. Jú, fjöllin og firðirnir og Djúpið eru að mestu eins og var í árdaga byggð- ar á Islandi. En það eru komnir vegir og fólkið er á leiðinni burt. Fyrir hálfri öld eða svo varð tæknibylting í búskap hérlendis. Túnin stækkuðu og menn voru bjartsýnir á framtíðina í sveitum landsins. En skjótt hefur sól brugðið sumri. Einmanalegt ferðalag Það er svartamyrkur og hvöss norðaustanátt og kulda- legt og svolítið snjófjúk þegar undirritaður leggur af stað úr Bolungarvík snemma á sunnudagsmorgni áleiðis inn í Djúp. Það mun vera eitthvað milli 120 og 130 kíiómetra akstur inn í Ögur. Aðeins tutt- ugu og sex ár eru liðin frá því að vegasamband komst á milli ísafjarðar og Ögurs. Fáir eru á ferðinni. Ekki verður vart við nokkra sálu á ferli á allri þessari leið úr Bol- ungarvík að Ögri nema einn bíl á Skutulsfjarðarbraut við Holtahverfið á ísafirði. Einu ljósin á leiðinni frá Hattardal í Álftafirði að Ögri eru á Hvítanesi milli Hestfjarðarog Skötufjarðar. Norðaustanáttin er byljótt og myrkrið svart. Undir Skardi í Skötufirði eru hardir sviptivindar og það hvarflar að ökumanni nokkur andartök að bíllinn haldist ekki á veginum. Þegar komið er á Skatna- nesið biasa við ljósin á Garðs- stöðum og í Ögri. Aldan er kröpp á Ögurvíkinni rétt eins og í norðaustanáttinni fyrir hundrað árum og fyrir þúsund árum og bárurnar brotna í fjör- unni eins og þá. I Ögri er Halldór bóndi einn heima. Húsfreyjan fór út á Isafjörð í gær til að passa barnabörnin meðan foreldrarnirfóru ájóla- hlaðborð. Ögur við ísafjarðardjúp Á fyrri tímum var Ögur eitt af helstu höfuðbólum og höfð- ingjasetrum landsins, einkum á öldunum fyrir og eftir sið- skipti. Kringum 1500 var Björn Guðnason í Ögri mestur valdamaður á Vestfjörðum og þótt víðar væri leitað. Hann deildi við Skálholtsbiskup og laut ekki í lægra haldi fyrr en í dauðanum. Feðgarnir og sýslumennirnir Magnús prúði Jónsson og Ari Magnússon í Ögri voru héraðshöfðingjar á síðari hluta sextándu aldar og fyrri hluta þeirrar sautjándu. Magnús prúði er einkum nafn- kenndur fyrir baráttu fyrir vopnaburði og vopnasveitina sem fylgdi honum. Ari sonur hans mun einnakunnasturfyr- ir Spánverjavígin árið 1617. Þeir feðgar óttuðust útlenda ræningja og vildu vera við- búnir komu þeirra. Líkast er því sem Magnús prúða hafi órað fyrir atburðum á borð við Tyrkjaránið árið 1627. I Ögri eru fjölbreyttari byggingar en víðast hvar ann- ars staðarí sveitabýlum áVest- fjörðum. Jakob Rósinkrans- son í Ögri, langafi Halldórs Hafliðasonar sem nú býr þar, reisti á árunum 1884-85 stær- sta fbúðarhús sem fram til þess hafði verið byggt í sveit á íslandi. Þar áttu á sínum tíma heima um þrjátíu til fjörutíu manns. Þetta hús stendur enn á bæjarhólnum, tvílyft og reisulegt, og setur svip á staðinn. Landsbankinn keypti húsið á sínum tíma og lét gera það upp. Ögurkirkja er bændakirkja, eins og kallað er, og Ögur- bóndi á mörg sporin á sumrum að sýna ferðafólki kirkjuna og gripina sem hún hefur að geyma. Kirkjan er ennþá eldri en íbúðarhúsið gamla, smíðuð árið 1859, stór bygging og vönduð. Ymsir af dýrgripum hennar eru nú á Þjóðminja- safninu. Enn er að nefna samkomu- húsið í Ögri sem gert hefur verið upp af miklum myndar- skap en það er þungt í rekstri og viðhaldi fyrir afar fámenna sveit. Samkomuhúsið er í eigu fólksins sem býr í Ögurhreppi hinum gamla. Þegar nokkrir hreppar við Djúp voru sam- einaðir á sínum tíma undir nafni Súðavíkurhrepps fylgdi liúsið ekki með í þeirri sam- einingu. Ögurböllin voru ár- viss hér áður fyrr og mikið sótt. Síðustu árin hafa þau ver- ið haldin frumkvæði bræðr- anna Leifs og Halldórs yngri úr Ögri. Á sínum tíma og á uppvaxtarárum Halldórs eldra var skóli sveitarinnar í sam- komuhúsinu. Læknisbústaðurinn og samgöngutækin Við Halldór bóndi Hafliða- son tyllum okkur í eldhúsinu í Ögri og drekkum te. Inni er hlýtt og notalegt þrátt fyrir kalsann úti. Ibúðarhúsið er nærri því jafngamalt Halldóri bónda. Hann er fæddur árið 1933 en árið eftir var þetta hús byggt sem læknisbústaður fyrir Djúpið. Bæði húsið og Halldór virðast yngri en ár- tölin segja. Ekki voru læknar þó lengi í læknisbústaðnum í Ögri. „Þeir sátu hér nokkrum sinn- um en þó stopult. Mér skilst að það hafi verið mikið deilt um það hvar skyldi byggja læknisbústað fyrir Djúpið enda höfðu læknarnir setið hingað og þangað. Kaldalóns sat á Árniúla og læknar höfðu verið í Skálavík og víðar. En sterkustu rökin fyrir því að byggja læknisbústað hér hafa mér verið sögð þau, að hérna voru samgöngutæki þeirra tíma, trillurnar. Fyrsti læknir sem ég heyrði talað um hér var Högni Björnsson sem var hér í nokkur ár fyrir rnitt minni. Síðar var hér Baldur Johnsen sem síðar var á Isa- firði og svo man ég eftir Arn- grími Björnssyni. Þessirmenn voru ekki nema tvö til þrjú ár hvor.“ Ættin lengi á þessum stað Hér á þessum sögufræga stað eru rætur Halldórs Haf- liðasonar og hér hefur hann alið aldur sinn, að undanskild- um tveinrur vetrum fyrir sunn- an þegar hann var ungur mað- ur og mánuðunum þegar hann var ungur piltur í skóla í Reykjanesi. Hann er samt fæddur á Garðsstöðum. hinum bænum sem enn er í byggð við Ögur- víkina, en fluttist þennan litla spöi að Ögri árið 1942 þegar hann var níu ára gamall. Ann- ars hefur fólkið hans verið á þessum stað í nærri 140 ár. Þuríður langamma hans byrj- aði búskap í Ögri upp úr 1860 með fyrri manni sínum, Haf- liða Halldórssyni. Skólinn í Ögri Halldór bóndi gekk í barna- skóla í samkomuhúsinu í Ögri. Þar var fastur skóli en ekki farskóli. Þá var miklu fleira fólk við Ögurvíkina en nú er og útræði þaðan mikið. Oddi og Svalbarð voru enn í byggð og inni á Garðsstaða- grundum var eitt býlið enn. 16 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.