Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 10
- hitaveituvinnan hjá Orkubúi Vest- fjarða drógu slóða á eftir sér hjá Alfreð Erlingssyni úr vesturbænum í Reykjavík Pipulagningar Það eru um það bil 21 ar sið- an.“ Hofum aldrei tekið niður skiltið Alfreð Erlingsson kom til ísafjarðar á uppgangsárum áttunda áratugarins. Hann ætlaði eins og margir aðrir að stoppa stutt og fara aftur eftir tvær til þrjár vikur. Síðan eru 21 ár. Hann hefur látið mikið að sér kveða á þessum tíma og hefur stofnað fyrirtæki og nokkrar hljómsveitir. Hann hefur ákveðnar skoðanir á þró- un poppbransans á undanförn- um árum og hefur góða hug- mynd um hvernig málin muni þróast í framtíðinni. Nokkrar vikur urðu að 21 ári Alfreð ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. „Ég bjó lengst af á Bakkastígnum hjá afa mínum og ömmu. Ég gekk Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1979. Þá vann ég í Reykjavík í eitt ár áður en ég kom vestur. A þessum tíma voru miklar hitaveituframkvæmdir hjá Orkubúi Vestfjarða. Kunningi minn fór til Isafjarðar og hringdi fljótlega í mig og spurði hvort ég vildi ekki koma. Mér var sagt að hér væri vel borgað svo ég ákvað að slá til. Ég kom til bæjarins og ætlaði bara að stoppa í tvær til þrjár vikur. Mér líkaði strax mjög vel við staðinn og fannst eins og ég hefði alltaf átt heima hérna. Þegar ég kynntist konunni minni varð ekki aftur snúið, enda hef ég verið á Isafirði síðan ég varrúmlega tvítugur. „Ég fór fljótlega að vinna hjá fyrirtækinu Rörverk sem þá var og hét. Þar var ég til 1982 að mig minnir. Þá fékk ég leið ápípulögnum og ákvað að taka mér frí í nokkurn tíma. Ég fór að vinna hjá Flugleið- um og gerði það í fjögur ár. Vinnan var mjög skemmtileg en kaupið það dapurt að ég neyddist til að hætta. Ég fór að vinna sjálfstætt en stofnaði svo fyrirtækið Aral með Arna Friðbjarnar- syni. Snemma leiddumst við út í samstarf við Metró í Reykjavík sem þá ætlaði að opna nokkurs konar útibú um allt land. Nú er svo komið að okkar einu tengsl við Metró eru þau að við kaupum al'þeim vörur. Metró-skiltið höfum við aldrei tekið niður þó það sé langt í frá að við séum útibú frá fyrirtækinu í Reykja- vík." Dýrðardagar sveitaballapoppsins Alfreð hefur lengi verið við- riðinn tónlist. „Ég hafði lært eitthvað í tónlist áður en ég kom vestur. Fljótlegakynntist ég nokkrum strákum sem voru á svipaðri línu og ég, þeim Jóni Hallfreð Engilbertssyni, Gumma Hjalta, Hólmgeiri Baldurssyni og Þorsteini Bragasyni. Við stofnuðum sveitina Gabriel og lékum á dansleikjum víða um Vest- firði. Ekki létum við okkur nægja norðursvæðið heldur lékum um víðan völl, meðal annars á Patreksfirði og í nærsveitum. Þetta voru miklir dýrðar- dagarí sveitaballapoppinu. Þá voru 4-5 meðlimir í hverri hljómsveit og gestir mættu á dansleiki fyrir miðnætti og dönsuðu svo til sleitulaust fram á morgun." Bestu böllin eru í sauikomuhúsunum „Á þessum tíma var allt öðruvísi andrúmsloft á böllum en nú. Hin breytta vínmenning sem hefur skapast hefur að mínu mati skemmt mikið fyrir böllunum. Fólk drekkur allt öðruvísi í dag en það gerði. Áður mættu menn snemma með fleyg í buxnastrengnum og sötruðu allt kvöldið. Nú er lenska að drekka í partíum fram til að verða tvö og fara síðan á ball. Þetta hefur orðið til þess að sjaldgæft er að stemmning á böllum verði eins og hún var áður. Langbestu böllin sem hald- in eru í dag eru ekki haldin á vínveitingastöðunum, heldur í félagsheimilum og sam- SeMckm okkan, beitii ó&lcVi im glélklega jóla- oq oq þ 'ókhm ÓAió' &v aó iuóa. /CN_____________ I> BÍUVERKSTÆÐI vc^ ÍSAFJARÐAR * Seljalandsvegi - ísafirði Eiríkur & Einar Valur hf. Skeiði, ísafirði 1 ÍSAFJARÐARBÆR .................... - LÖGGILTIR ENDURSKOBENDUR VESTFJÖRÐUM EHF. Aðatetfí&Xi 34 • faðfinS • HMfiWQata 37 • Jí5 BoUn^anSt ♦ Konmtoia 700173-0233 : Aðalstrœti 24, Isafirði Hafnargötu 37, Bolungarvík 10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.