Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 28

Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 28
sem honum hafði fyrir við- talið fundist við hæfi að Kristur varpaði út úr musterinu? Gamla bjallan, Fólksvagn- inn, þessi gæðabíll, hafði dugað til að komast allt sem þurfti á sinni tíð, einfaldur, öruggur en með lélegri mið- stöð og útvarpslaus. Þögnin var svo dásamleg. Hann sá fyrir sér einfaldan lífsstíl þeirra á frumbýlingsárunum. Brosið breiddist um andlit hans og hugurinn var al- gerlega á valdi gamalla minninga. Jólahaldið hafði ekki kostað mikið hvorki í fé né fyrirhöfn. Boðskapur jólanna var mikilvægur og er það enn. Sumt breytist ekki. Húsgögn, ferðalög til útlanda, bílar eða hús högg- uðu ekki þeirri staðreynd. Grásteini var ljóst að enginn lifði að eilífu í þessum heimi, nema vegna verka sinna og áhrifa í bezta falli. Þess vegna héldu menn jól. Boðskapur Krists er kær- leikans. „Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.“ Hafði ekki Kristur sagt mönnum að líta til fugla himins og minnt þá á: „Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?“ „Hvað fínnst þér að við eigum að gera? Þú hlýtur að hafa hugsað málið, hvernig getum við leyst úr vandræð- um okkar?“ Hann hrökk upp af vangaveltum sínum, hafði ekki verið að hlusta. Það var bankað. Guðrún stóð í dyr- unum með kaffi handa Grá- steini og kók fyrir Maríu og Mikael. „Augnablik“, sagði hann og leit á einkaritarann, sem var áhyggjufull á svip- inn. „Guðrún við þurfum meiri tíma, hringdu í Þorfinn bankastjóra og segðu honum að ég verði upptekinn. Bjóddu honum tíma klukkan hálf fjögur. Þótt í dag sé föstudagur er honum sama. Hann er hvort eð er alltaf með hugann við vinnuna. Auk þess eru talsverðar lík- ur á því að þá geti ég fært honum einhver tíðindi. Hann kann að hafa mestan hag af því að bíða.“ „Já ég geri það.“ „Og Guðrún færðu okkur samlokur og eitthvað að drekka með þeim." Svo leit hann snöggt á ungu hjónin. „Viljið þið kannski frekar pítsu?“ Áður en þau náðu að svara, las hann svarið úr augnaráði þeirra. „Nei annars hafðu það frekar pítsu og pantaðu fyrir þig líka. Eigum við ekki að hafa það nautakjöt og sveppi, ætli veiti af, við eigum tveggja tíma vinnu fyrir höndum." Enginn sagði orð. „Hafðu það svona og komdu með matinn strax og hann er tilbúinn.“ Auðvitað var það rakinn dónaskapur að hafa ekki hlustað áðan, en aðalatriðið var þótt hann hefði ekki heyrt orðaskipti þeirra var eitt alveg á hreinu. Fram- koma Maríu og Mikaels í garð hvors annars hafði tek- ið stakkaskiptum. Andrúms- loftið var mun afslappaðra. Nú sátu þau bæði og horfðu út um gluggann með nýtt blik í auga. „Hvað mér finnst skiptir sennilega engu. Hins vegar skiptir öllu hvað ykkur finnst, hvað þið viljið gera. Ein leið er sú að líta á liðna tíð, sem skemmtun er ekki verður endurtekin í bráð. Bara vaxtagreiðslurnar ykk- ar síðan þið genguð í hjú- skap duga fyrir góðum bíl eða ríflegri útborgun í íbúð, sem þið getið hæglega greitt af laununum ykkar án þess að finna fyrir því. Guðrún stóð enn ráðvillt rétt innan við dyrnar. „Við fáum ekkert að borða meðan þú stendur þama“, sagði Grásteinn brosandi, „drífðu í því að panta matinn. Heyrðu ann- ars, varstu búin að setja upp áætlunina, sem ég bað þig um í morgun? Færðu okkur hana og svo matinn.“ Einka- ritarinn vaknaði eins og af dvala, snerist á hæli, kom með skjölin og lokaði síðan á eftir sér. Grásteinn rétti þeim sitt hvort skjalabindið, leit yfir gleraugun, sneri sér að glugganum eitt augnablik og hugsaði um Jesú Krist. Kyrrðin, fegurðin, sléttur sæspegillinn með fögru end- urvarpi ljósanna heillaði lögfræðinginn. Hvað skyldi Kristur hafa gert til þess að leysa vanda þessara ungu hjóna. Honum fannst bæði sérstakt og heillandi að velta fyrir sér þessum fleti á mál- inu. En um leið var það bæði óviðeigandi og senni- lega ekki dæmigert fyrir trúaðan mann. En hver var trúaður? Skipti máli yfirleitt hvort lögfræðingar höfðu trú eða ekki. Hvað hafði ekki Kristur sagt? „Vei yður líka, þér lögvitringar! Þér leggið á menn lítt bærar byrðar, og sjálfir snertið þér ekki byrð- arnar einum fingri.“ Sýnin sem við blasti hafði undarleg áhrif á Grástein. Hann hafði svo sem oft velt fyrir sér einu og öðru tengdu ævistarfi sínu. Hvað sem öðru leið þreifst samfélagið ekki án hans líkra. Næg var spurnin eftir þjónustu lög- manna. Boðskapur allra trúarbragða minnti oft meira á lagasetningu en trúarlega vakningu. Þú skalt, já þú skalt. Af hverju sagði hann ekki við þessu ungu hjón, þið skuluð takast á við vandamál ykkar, leysa fjár- málin, misklíðina og þið skuluð ekki skilja. En það hvorki gat hann né mátti. Sennilega myndi þetta kosta einn fundinn enn. Þau höfðu bæði verið jafn ákveðin í því, Mikael og María á síð- asta fundi, að skilja fyrir jól. Þá höfðu þau reyndar trúað því, að þau gætu hvort um sig varið jólunum í útlönd- um. Til þess var ekki einn einasti eyrir. „Grásteinn! hvað eigum við að gera?“ Hann hrökk við, hafði ekki verið að hlusta og sennilega misst af einhverju. tapað þræðinum, sneri sér hæglega við og virti fyrir sér andlit þessa unga fólks. Yfir þeim hvíldi sami friðurinn og kyrrðin og á andliti sjávarins fyrir utan. „Mér finnst að þið eigið að skoða þessa lausn, sem hér kemur fram.“ Svo varð hann vandræðalegur og þagði, beið eftir viðbrögðum, en heyra mátti saumnál detta. Hvernig í ósköpunum gat nokkur maður búist við því að þau yfirleitt sættu sig við algeran ósigur, að sætta sig við að eiga ekkert og byrja á sama punkti og fyrir fimm árum? Þau biðu enn þegj- andi. Þá missti hann út sér það sem hann hugsaði: „Knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Þögn. „Hvað sagðirðu?“ Það var María sem talaði. Liðin var drjúg stund. Bezt væri að að koma sér beint að efninu. Kannski væri Grásteini bezt og sæmast að hlusta á það sem þau töluðu. Hugur hans var að fást við þann óyfir- stíganlega hjalla, að fá þau til að skilja um hvað tillögur hans snerust. „Við ætlum“ byrjuðu þau samróma, en svo varð stutt hlé, „að hætta við að skilja.“ Nú varð lögmanninum brugðið. „Hvað?“ sagði hann fremur snöggt. „Grein- argerðin þín er mjög skýr“ sagði María. „Já við áttum okkur á því sem skiptir máli.“ Nú hafði Mikael orðið. „Við verðum augljós- lega að selja húsið og nýja bílinn og draga saman utan- landsferðirnar." „Var þetta ekki orðið gott? Þetta var hætt að vera skemmtilegt" sagði María og hélt áfram. „Vextirnir af lífsstílnum slaga hátt í árslaun annars okkar. Þú setur þetta allt mjög skilmerkilega fram. Viltu selja fyrir okkur húsið? Við getum byrjað upp á nýtt.“ Öll skilningar- vit Grásteins voru þanin til hins ítrasta. Af hverju hafði hann misst? Sennilega því að hlusta ekki nægilega vel. Kannski var betra að gefa fólki næði til að hugsa og tala ekki of mikið. „Já“ hljómaði svarið. Það var bankað létt á dyrnar. „Maturinn, pítsan er komin!“ Guðrún stóð í dyr- unum. „Fáum okkur að borða og tölum um útfærsl- una á eftir.“ „Við getum að vísu ekki borgað þér fyrir vinnuna strax.“ „Skiptir engu.“ Yfir spegluðum jóla- Ijósum bæjarins sveimuðu nokkrir sjávarfuglar. „Lítið til fugla himinsins, sem hvorki sá né uppskera né safna í hlöður. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ „Ertu trúaður?“ spurði erkiengillinn Mikael. „Nei og þó fer það eftir því hvernig á trúmál er litið. Gjörið svo vel, verði ykkur að góðu.“ Meðan þau neyttu skyndibitans, að mestu þegj- andi, tók hann eftir því að eitthvert samband var milli ungu hjónanna, sem ekki hafði verið tinnanlegt þegar þau komu. Italska fátækra flatbrauðið bragðaðist óvenju vel að þessu sinni. Jólasteik Dísar yrði betri og ánægjan ómæld af því að eiga jól með henni og börn- unum. Hann fann til hlýju í garð ungu hjónanna, sem borðuðu þegjandi eins og hann og leit á Guðrúnu. „Hringdu í Þorfinn banka- stjóra og segðu honum að fundurinn sé óþarfur, málið sé leyst. Við ræðum saman milli jóla og nýs árs. Skilaðu kveðju til hans frá mér með óskum um gleðileg jól.“ Sjávarflöturinn var farinn að gárast. Fram undan yrði tveggja tíma vinna, sem yrði auðveld vegna þess að markmið þeirra þriggja var sameiginlegt. Grásteinn var hættur að fyrirverða sig fyrir að hafa ekki hlustað á hvert orð sem sagt hafði verið. Niðurstaðan var framar björtustu vonum. Ungu fólki eru allir vegir færir hugsaði hann. Skyldi Kristur alltaf hafa hlustað? Skyldi Kristur hafa hlustað nú? smáar Gott tœkifaeri fyrir frajn- sýna. Falleg 100m2 íbúð á eyTinni ásamt 60m2 kjall- ara sem nýta má á ýmsa vegu (fulllofthæð, gluggar og sérinngangur) sem stækkun á eigin ibúð, auka íbúð eða fyrir léttan at- vinnurekstur. Stór sérlóð og góður geymsluskúr. Það kostar ekkert að skoða. Upplýsingar í símum 456 4422 eða 892 8578. Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteigna viðskipti Sendi viðskiptavinum mínum <§em og Vestfirðingum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Dakka viðskiptin á árinu sem er að líða. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrífstofu Jólahátíðín og kærleikurinn Netspurningin Jól eru hátíð kristinna til þess að minnast fæðingar Jesú Krists, sem talin er hafa orðið um það bil 2 til 7 árum fyrir núverandi tímatal vestrænna ríkja, en það er reyndar miðað við Krists burð! Kristin trú byggir á boðskap Krists. Hún er svo dæmi sé tekið frábrugðin Gyðingatrú, sem þó mun reyndar hafa sama guð og kristnir. f Múhameðstrú cr Kristur einn spámannanna eins og Abraham, Móse og Múhameð en hefur ekki guðlega náttúru eins og í kristindómi, þar sem hann er þríeinn með Guði og heilögum anda. Þessi orð eru sett hér á blað til þess að minna á þá staðreynd að trúarbrögð eru í eðli sínu tvíþætt, þau þjóna ríkri trúarþörf en eru í senn félagslegt aðhaldskerft. Hversu sterkur seinni þátturinn telst á íslandi er erfitt að meta. Sá fyrri hefur þó nokkru hlutverki að gegna sé tekið mið af skoðanakönnunum. Samkvæmt opinberum tölum í árslok 1999 eru langflestir íslendingar kristnir, rúm 96%, þar af eru tæp 89% í þjóðkirkjunni. Ætla má að jól á íslandi einkennist af friði og kærleika í anda Krists. Þess á milli er ekki svo. Ofbeldi í ýmiss konar mynd færist í vöxt. Kærur vegna manndrápa hafa verið óvenju margar að undanförnu. Líkamsárásir sýnast fara vaxandi og svo mætti áfram telja. Allt of margir telja nærtækustu leiðina til þess að greiða úr sínum málum þá, að grípa til ofbeldis, líkamsmeiðinga eða andlegs ofbeldis, eineltis eða annars. Sú leið á ekkert skylt við kærleika, hvað ðtakkur skrifar þá mannasiði, en því miður tala staðreyndir sínu máli. En það ofbeldið sem skelfilegast virðist er hið ótrúlega miskunnarleysi sem allt of margir ökumenn sýna af sér í umferðinni. Ekið er eins og menn séu einir á vegunum og saklausir vegfarendur eiga sér enga vörn. Engir vegir, einbreiðar brýr eða bílar eiga sök á umferðarslysum. Mannleg hugsun eða öllu heldur hugsunarleysi eiga sökina. Kristilegur kærleikur er nauðsynlegur við stýrið eins og reyndar í öllum mannlegum samskiptum. Þjóðkirkj-unni hefur ekki tekist að sýna landsmönnum, að innan henn-ar ríki ávallt sá kristilegi kærleikur, sem sumir almennir þjóðkirkjumenn telja æskilegan og sjálfsagðan. En um jól munu allir kristnir menn sameinast, ______________ að minnsta kosti á Islandi, urn að kær-leikur og friður ríki meðal allra íslendinga. Þess má að lokum geta, að mistök urðu í síðustu viku. Þar sem í beinni tilvitnun stóð varðandi óhagræði af flutn- ingi innanlandsflugs til „Reykjavíkur“ átti að standa „Keflavíkur“. Lesandi hafði samband fyrir nokkru og benti á að Kenneth Kaunda hefði verið forseti Zambíu en ekki í Kenya. Skylt er að hafa það sem sannara reynist. Þakkað er fyrir ábendingar og öllum lesendum óskað gleðilegra jóla, kærleiks og friðar með ástvinum sínum um hátíðarnar. Viðskipti með veraldleg gæði setja mik- inn svip á jólin. Þess vegna er okkur öllum nausðyn friðar og boðskapar kær- leika. Þess vegna höldum við jól. Spurt var: Hversu mikið fé notar þú í jólagjafir? Alls svöruðu 392. Meira en 100 þús. sögðu 46 eða 11,73% 50-100 þúsund sögðu 74 eða 18,88% 20-50 þúsund sögðu 171 eða 43,68% Minna en 20 þúsund sögðu 96 eða 24,49% Ekkert sögðu 5 eða 1,28% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína i Ijós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstööurnar eru síðan birtar hér. Stakkur hefur ritað vikulega pistla íBœjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umrœður. Þœr þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. 28 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.