Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 21.12.2000, Blaðsíða 4
Senn líður að jólum. Þegar ég hugsa til þess kemur upp í hugann erindi úr kvæð- inu „Jólakveðja“ eftir skáldkonuna Huldu: Inni hjartans heill og blíða, helgiblœr og söngvaómar. Úti himinhöllin víða hnattaskrauti björtu Ijómar. Blessuð jólinfinn ég fcera fögnuð Guðs í mannlegt hjarta, meðan hlátra himinskæra hefja börn og Ijósin skarta. Bráðum koma blessuð jólin. Ég tel fullvíst að við öll höfum orðið vör við það í einni eða annarri mynd. Þó ekki nema af því að þessi hátíð ljóssins lýsir upp hugi okkar og hjörtu í svartasta skammdeginu. I Jólaguðspjallinu segir m.a.: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Hvaðaerindi átti Kristuríþennan heim? Hvað átti sá frelsari að afreka, sem boðaður var á Jesú fæðingarnóttu? Getum við ekki svarað þessu með því að búa til dæmi af jarðneskum hlutum? Foreldri gerir tvær tilraunir til að upp- fræða barn sitt, þá fyrri meðan barnið er ungt að aldri. Hann sýnir því dýrð himins og jarðar og lætur það dást að stjörnum himinsins, eða blómum jarðarinnar, og því almætti sem öllu heldur við, og bendir barninu á um leið, hve grandvarlega maðurinn eigi að breyta við þann gjafara sem allt þetta lætur okkur í té. Þessi fræðsla hlýtur að vera einföld og sniðin eftir þroska barnsins og þar af leiðandi ekki fullkomin. Seinna, þegar barnið nálgast fullorðins- árin, kemur síðari leiðbeiningin og nú getur tilsögnin orðið miklu fullkomnari, fjölbreyttari og áhrifameiri. Nú er skiln- ingur unglingsins orðinn þroskaður. Því er hægt að útlista ítarlegar en áður hvers lífið krefst af honum, hver sé ákvörðun lífsins, von þess og huggun og hvað þurfi að gera til þess að verða farsæll og hvað eigi ógjört að láta. Allt þetta miðar að því að við öðlumst frið og frelsi í okkur sjálfum. Erum við þá ekki búin á einfaldan hátt að svara því, hvaða erindi Kristur átti í heiminn - að boða okkur frelsi og frið? Jólahátíðin rennur upp jafnt hjá háum sem lágum. Hátíð verður ekkert hátíðlegri eða ánægjulegri þó keppst sé við í undir- búningi að kaupa sem mest eða gera meira og meira. Því þá erum við að færa fórnir á altari mammons. Ég efa það ekki að flestir ef ekki allir séu þeirrar skoðunar, að jólin beri með sér frið og fögnuð inn á heimilið, móti hugarfarið, veki upp sterkari tilfinningar, meiri mildi og gleði og meiri kærleika en við á öðrum tímum tinnum fyrir. Það er með jólin eins og aðrar hátíðir og fagnaði - undirbúningurinn mótar endanlegan árangur. Ef það er ætlunin að njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar og í samvistum með ættingjum, ef við ætlum að upplifa frið og samstöðu með samferðamönnum, ef það er ætlunin að eiga blessunarrík jól með Guði - þá er rétt að undirbúa það í tíma, ekki síður en veraldlegu gæðin. svo sem bakstur, innkaup, málningu og hreingerningar. Undirbúningur þess hugarfars, þeirrar sálarróar og samstöðu, sem flestir vænta á jólunum, má ekki verða útundan. En hvort sem undirbúningi er lokið í tíma eða ekki, þá hringja klukkur inn jólin á aðfangadagskvöld og boða okkur að „heims um ból, helg eru jól“. Verum ekki svo bundin veraldarhyggju, að við gleymum því að jólin eru til að fagna fæðingu Krists. Gleymum því ekki að opna sálargluggann, þannig að Kristur komi í jólahald okkar. Ég vona að bæn sú er kemur fram í 3ja erindi kvæðisins „Isafjörður“ eftir Jónas Friðgeir geti verið okkar allra: Drottinn láttu dýrðir allar drjúpa yfir þessa jörð, þegar konur jafnt og karlar Kristi syngja þakkargjörð. Já - láttu Drottinn dýrðir allar drjúpa yfir Isafjörð, ævi vor þá ætíð yrði yndisleg á Isafirði. Jens Kristmannsson, annar fulltrúi Vestfirðinga a Kirkjuþingi Jólahugvekja Gleðilega jólahátíð! 18% nafnávöxtun 9 HLUTABRÉFASJÓÐUR -að medaltali síðustu 6 ár -og skattaafsláttur að aukil í S LAN DS Leitaðu nánari upplýsinga hjá íslenskum verðbréfum hf. S: 45° 7íá7 Ferðaþjónustan Reykjanesi við Isafjarðardjúp Nú þegar tími íjölstyldusameveru fer í hönd, viljum við aðeins minna á að betra er að panta fyrr en seinna ef halda á aettar- eða nemendamót í íðeykjanesi <sumarið 2001. Innilegar jóla- og nýárskveðjur. Dökk <sé öllum þeim <sem komu í Deykjanes árið 2000. Starfsfólk ferðaþjónustunnar Qeykjanesi. Sími456< 222 1 - Fax 456 A - Opið allt áriðl 4 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.