Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 3
Rauði borðinn
Á
Alnæmissamtökin
á Islandi
Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann.
Hverfisgötu 69, Reykjavfk
Pósthólf 5238, 125 Reykjavík.
Sími 552-8586, bréfsími 552-0582
Kennitala 541288-1129
Netfang: aids@centrum.is
Heimasíða á netinu:
http://www.centrum.is/aids/
Ábyrgðarm..'Ingi Rafn Hauksson
Utlit og umbrot: Alx.
Prentun og frágangur:
Isafoldarprentsmiðja.
Rauði
borðinn
Að bera rauða borðann er ætlað að
sýna samúð og stuðning við fólk sem
er smitað eða sjúkt af alnæmi.
Rauði borðinn er yfirlýsing um
stuðning, krafa um umræðu, ósk um
framfarir í rannsóknum og von um að
lækning finnist við alnæmi.
Rauði borðinn er leið til að gera
alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu.
Upphafsmenn Rauða borðans er
listamannahópurinn í samtökunum
Visual Aids í Bandarrkjunum. Þetta
eru samtök myndlistarmanna, list-
fræðinga og forstöðumanna lista-
safna. Þau vilja vekja athygli á því
að alnæmi kemur okkur öllum við.
Frá formanni
Þann 5. desember 1988 voru Alnæmissamtökin
stofnuð og ég vil nota þetta tækifæri til að færa
þeim þökk sem höfðu frumkvæði að því. Þótt
aðeins séu liðin tíu ár er erfitt að gera mönnum,
sem ekki lifðu þá tíma, grein fyrir öllum þeim
vandkvæðum sem frumherjarnir áttu við að etja.
Hræðslan við óþekktan sjúkdóm olli slíku fári að
okkur er það núna vart skiljanlegt. Þegar ég lít yfir
blaðagreinar frá þessum tíma virðist mér að brýnasta hlutverk Alnæmis-
samtakanna hafi verið að fá fólk til að hlusta á rödd skynseminnar. Sem
betur fer hefur orðið gjörbreyting á viðhorfi almennings til sjúkdómsins
og sjálfra sjúklinganna og þar hefur þrotlaust starf sjálfboðaliða í
Alnæmissamtökunum áorkað miklu. Hins vegar gengur enn jafnilla að fá
fólk til að skilja að alnæmisveiran fer ekki í manngreinarálit og að smit-
hættan er, því miður, enn fyrir hendi. Á tíu árum hefur vaxið upp ný
kynslóð, ungt fólk sem virðist halda að alnæmi sé eitthvað sem tilheyri
fortíðinni. Þar þarf rödd skynseminnar enn að láta til sín heyra. Þetta á við
um ungt fólk um allan heim og því er slagorð alnæmisdagsins í ár „Ungt
fólk gegn alnæmi.“
Á komandi ári munu samtökin okkar beita sér fyrir fræðslu og forvarnar-
starfi í skólum og félagsmiðstöðvum. Ég lýsi hér með eftir skynsömu
ungu fólki, sem vill leggja okkur lið, og býð það velkomið til starfa.
Ingi Rafn Hauksson
formaður
Frá ritstjóra
í ár eru tíu ár liðin frá stofnun Alnæmissamtakanna á
íslandi. Af því tilefni kemur Rauði borðinn út í afmælis-
fötunum. Margir sem komið hafa við sögu samtakanna
síðastliðin ár hafa lagt hönd á plóginn við að gera grein
fyrir sögu samtakanna. Auðvitað er ómögulegt að gera
grein fyrir öllu því sem gerst hefur á þessum tíu árum en
ég er þó sannfærður um að sögunni hafa verið gerð góð
skil. Ég vil nota tækifærið og þakka þeirn fjölmörgu sem
aðstoðuðu við gerð blaðsins, efnislega og fjárhagslega, á
einn eða annan hátt. Án ykkar hjálpar hefði verið óhugsandi að koma blaðinu út.
1. desember er eins og margir vita, alþjóðlegur baráttudagur gegn alnærni.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, gefur út slagorð fyrir þennan dag á
hverju ári. í ár er það ungt fólk gegn alnæmi „Young people against AIDS.“ Þetta
slagorð ættum við íslendingar að taka alvarlega og einbeita okkur að forvama-
starfi meðal ungs fólks því alnæmi er alveg jafn mikil staðreynd í þjóðfélaginu
nú í dag og það var fyrir tíu árum þegar Alnæmissamtökin voru stofnuð.
Það er von mín að þú lesandi góður gefir þér tíma til þess að íhuga vel það efni
sem er hér í blaðinu. Einnig vona ég að þú megir læra af þeirri miklu reynslu sem
greinahöfundar hafa aflað sér með starfi sínu innan Alnæmissamtakanna og takir
hugsjónir þeirra og fórnfýsi þér til fyrirmyndar.
Steindór ívarsson