Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 18

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 18
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi Lækning er ekki rétta orðið -segir EinarÞór Jónsson Viðtal: Elísabet Þorgeirsdóttir Undanfarin tvö ár hefur baráttan við alnæmi breyst úr vörn í sókn. Eftir lyfjagjöf hafa margir HlV-jákvæðir og alnæmissjúkir einstaklingar fengið þau gleðilegu tíðindi að lyfin hafi nánast eytt alnæmisveirunni úr líkama þeirra. Ekki er þó um lækningu að ræða því að lyfin halda veirunni aðeins niðri; lyfjaskammturinn mun fylgja HlV-jákvæðum og margir þurfa að taka stóran skammt af lyfjum oft á dag. Alnæmi mun því ekki gleymast en vissulega gefst nú tækifæri til að líta bjartari augum til framtíðar. En þó að þessir sigrar á alnæmisveirunni séu staðreynd eru mörg vandamál óleyst og dæmi eru um að lyfin virki alls ekki. Það hefur sett mark sitt á fólk að vera smitað árum saman og kraftar margra hafa látið á sjá. Að því þarf að huga nú, þegar dauðinn er ekki á næsta leiti - heldur lífið. Einar Þór Jónsson er 38 ára og hefur verið HlV-jákvæður í tólf ár. Hann byrjaði að taka inn lyf fyrir rúmum tveimur árum og um tíma fékk hann lyfjablöndu sem skilaði góðum árangri. Síðan hættu lyfin að virka og hann hætti að taka þau. Einar Þór hefur nú verið lyfjalaus síðan í maí og við reglulega mæling- ar hefur mælst lítið af alnæmisfrum- um í blóði hans. „Sú spurning er mér ofarlega í huga hvað við eigum að leggja áherslu á núna þegar þessi nýja sýn blasir við okkur flestum,“ segir Einar Þór þegar hann er beðinn að lýsa líðan sinni. „Við erum með krónískan sjúkdóm og þurfum á endurhæfingu að halda til þess að geta tekið virkan þátt í sam- félaginu. Við ræddum þetta í sjálfs- hjálparhópi sem Petrína félagsráð- gjafi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur stýrði. Þegar fólk hefur verið HlV-jákvætt lengi er það orðið andlega, líkamlega og félagslega slitið. Sjúkdómurinn hefur sett mark sitt á okkur og það tekur tíma að fóta sig á nýjan leik í lífinu. Það gerist ekki á einni nóttu.“ Þegar Einar Þór horfir til baka segist hann oft verða svekktur yfir þeim mikla tíma og orku sem barátt- an hefur útheimt. Upp úr tvítugu fór hann að glíma við þá staðreynd að vera hommi og fyrir tólf árum tók alnæmið við. „Ég verð oft þreyttur og leiður yfir því álagi sem því fylgir að vera HIV-jákvæður,“ segir hann. „Þegar þær hugsanir hellast yfir mig reyni ég að snúa þeim yfir í jákvæðar hugsanir og segja við sjálfan mig að þetta sé mér ætlað og að reynslan eigi að gera mig sterkari. Samt finnst mér hún hafa tekið allt of stóran toll af til- veru minni. Ég er samt ekki að segja að ég væri eitthvað betur staddur í lífinu eða hamingjusamari ef þetta hefði ekki komið fyrir mig. Ég veit ekki hvernig ég hefði spilað úr eigin lífi ef ég hefði ekki lent í þessu, en þau átján ár sem ég er að tala um eru þau ár ævinnar sem flestir nota til þess að koma sér fyrir, mennta sig og byggja upp starfsferil. Það ferli hefur farið úr skorðum hjá mörgum okkar sem vissum aldrei hvað framtíðin bæri í skauti sér.“ Við hvað erum við að berjast? Haustið 1997 tók Einar Þór aftur upp þráðinn í námi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti en í febrúar byrj- aði hann í 60% vinnu á áfangaheimili fyrir ungt fólk og er nú í 80% vinnu. í tengslum við félagsfræðiverkefni í skólanum ræddi hann við sex HIV- jákvæða homma og spurði þá spurn- inga m.a. til að kanna félagslega stöðu þeirra. „Niðurstaðan var sú að rnargir við- mælendur mínir upplifa sig einangr- aða í samfélaginu og þeim finnst þeir öryggislausir hvað varðar fjárhag og húsnæði. Margir lifa á örorkubótum og sjá ekki möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn. Það er því mikil- vægt að þeir fái félagslega endurhæf- ingu og aðstoð við að byggja upp líf sitt. Margir glíma við áfengis- og vímuefnavandamál og finna til von- leysis og þunglyndis. Ég tel þó ekki að þessum hópi sé hættara við slíku öðrum fremur, heldur séu þetta afleið- ingar aðstæðnanna. En þeir búa líka yfir innri styrk og sjálfstæði. Þessir menn hafa lifað af og það hefur kost- að sitt. Þá skortir ekki baráttuvilja, vandinn er bara að finna baráttunni farveg. Við hvað erum við að berj- ast? Mér finnst sjálfum mun erfiðara að átta mig á því nú en áður.“ Einar Þór segir að sú lífsreynsla að lifa árum saman með sjúkdóm sem leitt getur til dauða hafi þau áhrif að fólki finnist að ekkert geti orðið óskaplega mikilvægt aftur. „Maður fer ekki lengur úr skorðum út af smá-

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.