Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 27

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 27
Rauði borðinn Samþykkt á stofnfundi 5. desember 1988 og breytt á aðalfundi 28. febrúar 1994. 1. grein. Félagið heitir Alnæmissamtökin á Islandi. Aðsetur þess er í Reykjavík, starfsvettvangur þess er landið allt. 2. grein. Tilgangur félagsins er: Að auka þekkingu og skilning á alnæmi. Að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. 3. grein. Tilgangi sínum vill félagið ná: Með því að leita nýrra leiða til þess að uppfræða fólk um alnæmi. Að stofna umræðu-, fræðslu- og stuðningshópa. Með fræðslugreinum í blöðum, tímaritum, fræðsluerindum og fræðslumynd- um. Með því að efla sjóð félagsins m.a. með fjársöfnun, til þess að styðja smit- aða og sjúka. 4. grein. Félagar geta orðið allir þeir sem hafa áhuga á málefnum þeim sem félagið lætur sig varða. 5. grein. Stjórn félagsins skipa 5 menn og 2 til vara. Stjórnin skal kosin til eins árs í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. 6. grein. Starfsár félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert. Skal hann boðaður með auglýsingu í fjölmiðlum eða bréflega með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir skuldlausir félagar. Verkefni aðalfundar eru: 1. Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. 2. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga félagsins. 3. Lagabreytingar ef einhverjar eru. 4. Formaður gerir grein fyrir helstu verkefnum, sem framundan era. 5. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. 6. Árgjöld ákveðin. 7. Önnur mál. 7. grein. Félagsfundi skal halda þegar stjómin ákveður eða minnst 1/3 félags- manna óskar þess og tilgreina fundarefni. Stjórnarfund skal halda, þegar for- maður ákveður eða meiri hluti stjórnarmanna æskir þess. Stjórnin getur falið einstökum félagsmönnum að inna af hendi störf í þágu félagsins og einnig skipað sérstakar nefndir í sama tilgangi. 8. grein. Lögum þessum má breyta á aðalfundi og þarf minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða til breytinga. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn eigi síðar en 15. janúar. 9. grein. Komi til félagsslita skal ráðstafa eignum félagsins til styrktar málefnum, sem samræmast best tilgangi félagsins. Minningarkort Minningarkort eru til sölu á skrifstofu, lágmarksverð er 500 kr. og renna tekjur af kortunum í sér- stakan minningarsjóð sem notaður er til uppbyggingar athvarfsins. Hægt er að panta kortin í síma alla virka daga kl. 13 - 17. 1. desember 1998 Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi er 1. desember ár hvert. Alnæmissamtökin hafa undanfarin ár reynt að vekja fólk til umhugs- unar um alnæmi, smitleiðir og út- breiðslu þess á þessum degi. í ár höfum við fengið til liðs við okkur, fólk frá Alþjóðlegu ungmennaskipt- unum (AUS) og félaga í Rauða Krossi Islands, við dreifingu og sölu á rauðaborðamerkinu. Seld verða merki um allt land, og vonumst við til að selja um fimm þúsund merki. f ár, er meira tilstand hjá okkur en venjulega, þar sem nú eru tíu ár liðin frá stofnun alnæmissamtak- anna, og má lesa meira urn það annars staðar í blaðinu. Þann 1. des. í ár bjóðum við öllum velunnurum félagsins að þiggja kaffi- veitingar á Hverfisgötunni frá kl. 14:00? Skrifstofan Skrifstofa og upplýsingasími Alnæmissamtakanna á íslandi er opin virka daga kl. 13 - 17 að Hverfisgötu 69, Reykjavík. Pósthólf 5238, 125 Reykjavík. Upplýsingar eru fyrir hiv-smitaða, aðstandendur og almenning, algjör trúnaður og nafnleynd. *

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.