Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 5
Rauði borðinn
von mín að þessi grein geti hjálpað
ykkur eitthvað áleiðis í því að gera
upp hug ykkar.
Geta HlV-jákvæð börn
smitað önnur börn?
Ef þið eruð mjög áhyggjufull, þá
færi ég ykkur góðar fréttir að utan.
HlV-veiran smitast ekki í daglegri
umgengni eða í félagslegum sam-
skiptum við annað fólk. Þegar horft
er út í heim og tekið mið af reynslu
annarra ríkja, þá sýna rannsóknir í
Evrópu að systkin hafa aldrei smitað
hvert annað. Veiran hefur heldur
aldrei borist frá HlV-smituðu barni
til annarra barna eða starfsfólks í
leikskólum, skólum eða hjá dag-
mömmum. Það hreinlæti sem venju-
lega er viðhaft á heimilum og stofn-
unum dugar til að útiloka möguleika
á smiti.
HlV-smitað barn og barn sem ekki
er smitað geta notað sama disk, glas,
hnífapör, leikföng og klósettsetu án
þess að smit berist á milli. Þau geta
faðmast og kysst, farið í sund eða
læknisleiki saman, án þess að hætta
sé á smiti. Bleiuskipti hafa ekki áhættu
í för með sér nema þegar þvag eða
hægðir innihalda sýnilegt blóð. í raun
virðist eingöngu blóð geta innihaldið
það mikið magn af veirunni að smit-
un geti átt sér stað.
Reynsla annarra þjóða segir okkur
að HlV-smituð börn geti auðveldlega
verið hjá dagmömmu, í leikskóla eða
skóla, stundað íþróttir eða sinnt öðr-
um tómstundum, án þess að nein
smithætta sé á ferðum. Þess vegna
þarf ekki að gera ráð fyrir sérstökum
leikskólum, skólum eða takmarka
þessi börn á neinn hátt til þess að
vernda aðra fyrir smiti.
Hægt er að ímynda sér ýmsar að-
stæður þar sem smitun getur fræði-
lega átt sér stað. Þetta getur t.d. verið
bit. Þótt að það sé kannski ekki óal-
gengt að börn bíti hvert annað, þá er
það afar sjaldgæft að þau bíti til
blóðs. Gerist það, þá er of lítið af
HlV-veiru í munnvatni til að smitun
eigi sér stað. Annað fræðilegt dæmi
eru tvö börn sem reka höfuðið saman
svo að blæðir úr báðum. Smitun get-
ur heldur ekki átt sér stað í þessu til-
viki, því þá þyrftu börnin að halda
kyrru fyrir á eftir og nudda sárunum
saman. Það er afar ólíklegt að þau
geri það, því eflaust leita þau strax
huggunar.
Hver er gangur sjúkdómsins?
Á milli 10-15% bama, sem fæðast í
Evrópu og eiga HlV-jákvæða móður,
eru smituð. Taki HlV-smituð kona
alnæmislyf á meðgöngunni, þá minnk-
a líkurnar á því að hún fæði smitað
barn úr um 25% í um 7%. Á íslandi
mæla heilbrigðisstarfsmenn ekki með
því að HlV-smitaða foreldrar eignist
börn. En ekki sjá allir fyrir getnað og
þungun og þá er mikilvægt að móðir-
in taki alnæmislyf á meðgöngutíma.
HlV-smituð börn eru yfirleitt frísk
þegar þau fæðast. Þótt að margir
veirusjúkdómar eins og t.d. rauðir
hundar valdi alvarlegum fósturskaða
á meðgöngutíma er ekkert sem bend-
ir til þess að HlV-veiran valdi fóstur-
skaða.
Gangur sjúkdómsins er gjaman þann-
ig að um 20% barnanna fá alnæmi,
sem er lokastig sjúkdómsins, á fyrsta
ári, og flest hver deyja áður en þau ná
tveggja ára aldri. Aftur á móti fær
langstærsti hluti HlV-smitaðra barna,
fá eða engin sjúkdómseinkenni fyrstu
ár ævi sinnar og um 20% verða 10-12
ára án þess að sýna nokkur sjúkdóm-
seinkenni. Þessi börn þroskast og
dafna alveg eðlilega. Það er ekki óal-
gengt að þessi börn greinist fyrst með
HlV-veiruna í blóði eftir að móðirin
greinist með alnæmi, en þá eru þau
rannsökuð af því tilefni.
Það er ekki vitað af hverju sum bam-
anna verða mjög veik en önnur ekki.
Því er haldið fram að það standi í
sambandi við það hvenær smitun átti
sér stað. Að þau börn sem smitist í
meðgöngunni spjari sig verr en þau
sem smitast í fæðingunni. Ástæðan
getur einnig farið eftir veirumagninu
sem flyst úr móður í barn eða eftir
því hversu veiran er skæð.
Ekki hefur ennþá fundist lækning
við HIV eða alnæmi. En nú eru fáan-
leg lyf á íslandi sem stöðva framgang
veirunnar í lfkamanum. Þá er eins og
hún leggist í dvala og herji ekki á
líkamann í sama mæli og áður. Hætta
á smiti vegna blæðinga verður einnig
mun minni en áður. Börnin þola yfir-
leitt alnæmislyfin mjög vel. En sá
möguleiki er fyrir hendi að þau geti
orðið ónæm fyrir lyfjunum og þá
hætta þau að virka. Framtíðin ein
getur skorið úr um það hver þróunin
verður hjá hverju barni.
Það má gera ráð fyrir að hjá flestum
bömum þróist sjúkdómurinn smám
saman yfir í alnæmi, sem er lokastig
hans. Þá er ónæmiskerfið orðið svo
veiklað að veirur, sem heilbrigt fólk
með virkt ónæmiskerfi kennir sér
ekki meins af, fara að hrjá hið HIV-
jákvæða barn. Því er mjög mikilvægt
að vernda þau fyrir algengum pestum
og umgangssjúkdómum, vegna þess
að þeir geta verið þeim lífshættulegir.
Þær sýkingar sem barn með alnæmi
geta fengið smita ekki aðra. Alnæm-
issmituð börn geta einnig fengið
krabbamein.
Upplýsingar eða
þagnaðarskylda?
Vegna þess að engin raunhæf smit-
hætta er á ferðum, þá er það lögum
samkvæmt mál foreldranna að
ákveða hvort, hvenær og hverja þau
vilja upplýsa um HlV-smit barns
síns. Margir foreldrar eru hræddir við
að segja frá þar sem þeir óttast að
barnið verði fyrir fordómum og út-
skúfun. Þeir eru hræddir við að barni
þeirra verði strítt og að það mæti
félagslegri einangrun til viðbótar erf-
iðum sjúkdómi. Auk þess getur það
að tala opinskátt um smit barnsins
einnig gefið í skyn að móðirin og
faðirinn séu smituð. Á heimilinu geta
líka verið ósmituð systkini. Það er
því margt sem taka þarf tillit til og
það að ákveða hvort segja eigi frá
smitinu eða ekki er langt frá því að
vera auðveld ákvörðun.
Oft og tíðum getur það samt verið
öryggisatriði fyrir barnið að einhver í
leikskóla eða skóla barnsins viti af
smitinu eða sjúkdómnum. Þá geta
foreldrarnir betur fylgst með pestum
og umgangssjúkdómum og starfs-
fólkið getur veitt barninu og foreldr-
unum betri andlegan stuðning og
skilning. Sé óskað eftir því að upp-
lýsingarnar berist áfram, þá skal
alltaf sækja um leyfi foreldranna til
þess fyrst. Ýmsar ástæður eru fyrir
því að það hefur reynst mörgum