Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 10
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Íslandi
Engin uppgjöf
Björn Bragi Björnsson 1992
f. 18.7.1962, d. 2.12.1994
ana. Ein athyglisverðasta ábendingin
kom frá Hanne S0rensen um að hún í
starfi sínu á Rudolph Berg sjúkrastöð-
inni hefði ekki fundið fyrir því að
fólk væri yfirvegaðra og rólegra gagn-
vart umræðu um alnæmi og ábyrgt
kynlíf. „Hræðslan er ennþá mest við
það að vera mögulega smitaður, hitt
kemur seinna.“ Við spurningunni um
það hvað læknar Ríkis-spítalans
segðu í sambandi við ábyrgð hins
HlV-jákvæða, svaraði Jan Gerstoft:
„Við upplýsum og meðhöndlum, en
þeir sem við helst vildum upplýsa eru
þeir sem ekki hlusta.“ Og Hanne S0r-
ensen bætti við: „Þeir sem leiðbeina,
aðstoða og hjúkra verða að ná betri
tökum á því að tala um kynlíf og
annars konar kynhegðun; víst krefst
það mikils af þeim en enn meira af
skjólstæðingunum.“ Þá beindust
umræður manna að þeirri staðreynd
að eftir að raunhæf lyfjameðferð
hófst og fór að gefa góðan árangur,
er ekki lengur fjallað um það í opin-
berum fréttaflutningi og opinberri
umræðu hversu HlV-smit er hættu-
legt. I því sambandi var bent á það að
þegar fjölmiðlar hætta að undirstrika
lífsháskann í þessu máli, þá er
skammt í það að hið opinbera grípi
tækifærið og fari að spara kraftana og
skera fé við nögl sér í alnæmismálum.
Eftir að Gorm Toftegaard Nilsen
prófessor í lögum hafði fjallað um
dönsku smitsjúkdómalögin var mál-
þinginu slitið með því að Kaupmanna-
hafnarborg bauð gestum að glæsilegu
veisluborði þar sem veitingar voru að
sjálfsögðu framreiddar á konunglegu
postulíni.
Þá fyrst fattaði ég að ég var hommi
fimmtán ára, fannst það svolítið
hart
þorði ekki í skólann
þorði ekki rnargt
svo var það diskó
og hommar urðu smart
þá var maður kúl
þá var maður pönk
‘81 og hlutirnir urðu röff
í blöðunum lásuð’ um vírus
og breyttuð öll um rödd
ísland ó Island
það er gott að koma heim
(eða hitt þá heldur)
því hér eru allir svo líbó
þar til kemur að þeim
þegar þau vita að þú ert smitaður
er hætt að bjóða heim
„við erum að hugsa um börnin
við meinum það ekki þannig
en ekki anda of mikið að þeim“
stundum verð ég svo hræddur
þegar ég svitna um nætur
- á ég fyrir leigubíl?
kemst ég á fætur?
ég ligg upp á spítala og græt
meðan kraftinn þrýtur
einn inná dimmu herbergi
- fjölskyldan frammi og grætur
stundum er ég æðislega þreyttur
fullur dópaður stónd og breyttur
ekki eins og ég vanalega er
en sama hver fer með mér í rúmið
ég veit ALLTAF
hvert sæðið úr mér fer
þú lítur oft á mig sem glæpon
samt þarf ég alltaf
að bera ábyrgð á þér
það er búið að reka mig úr vinnunni
og líka úr húsnæði
vinur minn sagði
„ekki nota sama handklæði
hafði tannburstann sér
gerðu mér greiða
ekki of nálægt mér
ég skal ennþá vera vinur þinn
paranojd að smitast af þér“
vinir mínir eru að falla
einn af öðrum
sá síðasti varð blindur
orðinn að beinum
strákurinn á undan honum
náði varla tuttugu og þrem
íslenski mórallinn
stattu stoltur og beinn
harkaðu af þér
vertu snyrtilega klæddur
glæsilegur og hreinn
en þið þarna úti
ég ætla að segja ykkur eitt
eftir þrjú fjögur ár vaknið þið upp
við rosalegt sjokk
með tárin í augunum
„af hverju notaði ég ekki smokk“
„af hverju notaði ég ekki smokk“
„af hverju notaði ég ekki smokk“
Minningarguðsþj ónusta
Alnæmissamtökin hafa árlega
staðið að minningar-
guðsþjónustu um þá sem
látist hafa úr alnæmi. Er hún
haldin síðasta sunnudag í maí
og hefur verið útvarpað
á Rás 1.
Upplýsingar
Alnæmissamtökin reka upplýs-
ingamiðstöð fyrir almenning og
athvarf fyrir smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra. Upplýsingar
fást á skrifstofu.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 13 - 17.
Síminn er 522-8586,
faxnúmer 552-0582.
Netfang aids@centrurn.is
Heimasíða:
http: //www.centrum.is/aids/
Fjármál
Alnæmissamtökin hafa engan
fastan tekjustofn nema félags-
gjöld en hafa notið stuðnings frá
Rauða krossi Islands, Öryrkja-
bandalagi Islands, ríkinu og
Reykjavíkurborg. Einnig hafa
félaginu borist frjáls framlög sem
skipt hafa sköpum við rekstur
þess. Einstaklingar sem eru hiv-
smitaðir eða með alnæmi geta
sótt um fjárstuðning til félagsins.
Styrkir eru ekki veittir til þeirra
hluta sem opinberir aðilar eiga að
annast.