Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 7
Rauði borðinn
/
stofnuð 5. desember 1988
Hólmfríður Gísladóttir
Árið 1982 barst sú frétt um heimsbyggðina að dularfullur sjúkdómur, sem réðst aðallega á
samkynhneigða karlmenn, væri kominn upp í Bandaríkjunum. Fljótlega kom í ljós að
sjúkdómurinn hafði víðar stungið sér niður og var m.a. útbreiddur í Afríku.
í Bandaríkjunum tóku ýmis félaga-
samtök að vinna að málefnum þeirra
sem smitast höfðu af HlV-veirunni
eða voru sjúkir af alnæmi og þannig
varð það líka í Evrópu. Rauða kross
hreyfingin vildi ekki láta sitt eftir liggja
og hvatti aðildarfélög sín um allan
heim til að taka þátt í starfinu eftir
aðstæðum í hverju landi og félög
Rauða krossins í Vestur-Evrópu og
Norður-Amerfku sameinuðu kraftana
og mynduðu starfshóp sem gekk
undir vinnuheitinu „Task force“ í
baráttunni við þennan nýja vágest.
Margt merkilegt spratt af þessu sam-
starfi, m.a. Noahs Ark í Stokkhólmi
sem margir íslendingar þekkja en það
er kaffistaður sem opinn er fyrir alla,
upplýsinga- og sjálfboðaliðamiðstöð,
þar er líka símaþjónusta og gisti-
heimili fyrir þá sem smitaðir eru.
Rauði krossinn í Noregi fékk liðs-
auka frá Bandaríkjunum, mann sem
hét Richard Rector. Hann var félags-
ráðgjafi á heilbrigðissviði en lauk
einnig námi í viðskipta- og lögfræði
og hafði unnið við ýmis störf. Hann
var hommi sem greindist með alnæmi
1982 og það breytti öllu lífshlaupi
hans. Eftir fyrsta áfallið fór hann að
vinna sem sjálfboðaliði í San Fransis-
co, taldi kjark í fólk og var einn af
þeim fyrstu sem talaði um að lifa með
alnæmi í stað þess að deyja úr því.
Snemma árs 1988 bauð Rauði kross
íslands Richard Rector að koma til
fslands og halda fundi hér með hin-
um ýmsu aðilum sem komu að alnæm-
ismálum. Hann ræddi við lækna, hjúkr-
unarfólk, félagsráðgjafa og sjúkra-
húspresta á Borgar- og Landspítala
og hitti líka þáverandi heilbrigðis-
ráðherra, Guðmund Bjarnason. í lok
heimsóknar hans var haldinn almenn-
ur borgarafundur á Hótel Loftleiðum.
Þar komu fram nýjustu upplýsingar
um útbreiðslu sjúkdómsins og með-
ferð hans. í fundarlok var rætt um að
stofna samtök sem ynnu að því að
styðja alnæmissjúka og aðstandendur
þeirra. Fólk sem vildi vera með var
hvatt til þess að skrá sig og voru það
á milli 30 og 40 manns. Auður
Matthíasdóttir lýsir svo þeirri vinnu
sem hófst við stofnun félagsins og
lauk með stofnfundi 5. desember
1988.
Frá Richard Rector er það að segja
að hann lést í Kaupmannahöfn í
ágúst 1996. Hann hafði verið virkur
meðan kraftar leyfðu. Hann hafði
unnið fyrir Alþjóðasamband Rauða-
krossfélaganna og danska Rauða
krossinn víða í Afríku þar sem hann
var elskaður og dáður fyrir störf sín.
Hann var einn af þeim mörgu sem
sneri vörn í sókn í baráttunni við al-
næmi og vann að hugsjónum sínum
um betra líf fyrir smitaða og aðstand-
endur þeirra. Alnæmissamtökin á
íslandi eru stofnuð í þessum anda.
■>AMTOK AIIUGAFOLKS UM VAKINIK GtGN ALN/tMl
Mofnfundur 5. desember 1988 kl. 20,30 i tundarsal Hótel Linqai
Agæti viðtakandi!
Sjukdómurinn alnæmi er orðínn áþreifanlegt vandamál á Islandi. Hann hef ur þegar nao mikiin
utóreiðslu meðal íslendinga og því miður bendir ekkert til þess, að barátta okkar víð hann verði
auöveldarx en annarra vestrænna þjóða. Alnæmi herjar á fólk í blóma lífsins, exnkum Guii.
ivitugs og fertugs, fyrst homma og aðra karlmenn, sem lifa kynlifí með með eigin kyni,
stunguemaneytenaur svo og rekkjunauta þessara etnstaklmga, konur jatnt sem karxa.
bjúkdómurinn breiðist þanníg út um allt þjóðfélagið og fer ekki i manngreinaraixt, exns og
aæmin sanna.
A síðustu þremur árum hafa heilbrigðisyfirvöld staðið fyrir uppiýsingamiðiun í skóium landsins,
; oiööum og sjonvarpi, auk utgatu træosiuDækiinga og neimsokna a vmnustaoi, Keynt netui
verið að miðla upplýsingum sem víðast og til sem flestra. Samt virðist, sem margir telji, að
þetta vandamál komi þeim ekki við. Mikxlvægt er ad reyna aó iexóretta þennan misskiinmg, pv,
að ainæmi getur snert mann átakanlega, ef ættingi eða vinur smitast, þótt sá hinn sami teiji enga
nættu a ao smitast sjaitui.
ivyiegar skoðanakannanir benda til þess að hér þriiist hræðsla og iordómar gegn smitudum
cnstaklmgum. Paó er staðreynd, aó smitaó tóik a i mikium eriióieikum meo aö naicia atvmnu.
smm og að finna sér Öruggt húsnæði. Samiéiag, sem kennir sig við mannúð og jatnrétti, getm
eKki orðið vitm að siiku. án þess að leita úrbóta. Paö er þvi nauösyniegt, aö aimenningur lau
nu maiið til sin taka, og stofni samtök um varmr gegn ainæmi.
vio teijum að aðalverkei ni slíkra samtaka, sé að iara nýjar ieiðtr til aö upptræða tom um
ajúkdömmn og stotna tii umræðu- og fræðsluhópa til að auka þekkingu og skilning. Meo
Mukinni umt jöilun er unnið gegn því viðhorfi, að alnæmi komi almenningi ekki við. Meo
auKnum skilningi hrekjast fordómar á braut en það er nauðsynlegt skref til þess að veita úicö«
cmituðu og sjúku fólki stuðning í baráttu þess fyrir mannsæmandi lífi til jafns við aora .
pjooteiagmu. siikur stuðningur m.a. með i jársöi nun, hlýtur að vera annao aoaiverKeini
aamtaka áhugafólks, en mikilvægt er að þau móti sjálf stei'nu sína eftir þvi sem stvrkur og
peKKing vex. Áhugahópar af þessu tagi eiga sér margar fyrirmyndir erlendis og hafa vioasi
.eyasi oinetaniegur Daknjari í oarattunni vio ainæmi,
við iörum þess á Jeit, að þú hugleiðir þetta erindi og bjóðum þér með þessu bréti að taka þátt .
stotntundi samtakanna mánudagskvöldið 5. desember kl. 20.30 i fundarsal Hótei Lmaai,
Kauðarárstig 18.
uestu kveojú.,
t.h. undirbúnmgsnefndar
/vuður Matthíasdóttir
leiagsraogjati
Kristján Eriendsson
iækmr
Vilborg Ingólfsdöttir
deildarstjon