Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 26

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 26
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Íslandi / Álnæmi á Islandi fyrir daga Alnæmissamtakanna Fyrstu fréttir Þegar Alnæmissamtökin voru stofn- uð 5. desember 1988 hafði sjúkdóm- urinn verið til umræðu í allmörg ár. Fyrstu fréttir af torkennilegum nýjum sjúkdómi tóku að birtast hér á landi 1981 og 1982. Öll opinber umræða og fréttaumfjöllun tók á sig furðuleg- ar myndir. Fólk lét sem þessi nýi sjúk- dómur væri eitthvað fjarlægt og furð- ulegt - og kæmi Islendingum við á sama hátt og skilnaðir leikara í Hollywood. Fjölmiðlar áttu mikinn þátt í því að tefja skilning á því að alnæmi er alvarlegur sjúkdómur mitt á meðal okkar. Fremst í flokki fór DV með æsi- og skemmtisögur sem þjónuðu þeim tilgangi að lesandinn gæti fullvissað sjálfan sig um að honum væri óhætt - það væri allt annað fólk sem sýktist og dæi. Þetta viðhorf er stórhættulegt og vinnur gegn skilningi á því að í þessu máli ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér. Almenningi brugðið Almenningi brá illilega í nóvember 1985 þegar frétt birtist um að maður hefði látist af völdum þessa nýja sjúk- dóms á sjúkrahúsi í Reykjavík. Smám saman varð umræðan að lúta skynsemi en mörg ár urðu að líða þangað til að svo væri komið. Hvað á hann að heita? í tímaritinu Mannlífi, 5. tbl. 1998, er löng grein um fyrstu ár alnæmis á Islandi. Þar er rætt við nokkra þeirra sem létu sig varða um sjúkdóminn - félaga í Samtökunum ‘78, félagi ies- bía og homma á Islandi, og lækna. Guðni Baldursson tók saman. Þegar umræða fer fyrst af stað um sjúkdóminn á árunum 1984-85 sner- ist hún ekki um sjúkdóminn, út- breiðslu hans eða þá sem voru smit- aðir eða veikir, heldur um það hvað hann ætti að heita. Aunnin ónæmis- bæklun, eyðni, ónæmistæring, al- næmi? Ekki til staðar í júlí 1984 var þetta haft eftir Sæmundi Kjartanssyni kynsjúkdóm- alækni í dagblaðinu NT: „Það hringdi eitt sinn í mig maður frá homma- samtökunum, Samtökunum ‘78, og bað mig að halda fyrirlestur um AIDS á fundi hjá þeim en ég neitaði bóninni með þeim orðum að ekki væri ástæða til að halda fyrirlestur um það sem ekki væri til staðar.“ Smákóngadeilur Ólafur Ólafsson landlæknir segir frá því að árið 1985 hafi hann talið nauð- synlegt að skima allt blóð en þá kom upp deila um það hvar mótefnamæl- ingar ættu að fara fram og deilan olli því að þær dróust á langinn. Þetta voru smákóngadeilur og snerust um völd og peninga. Því seinkaði um hálft ár að mælingar hæfust og þá á Borgarspítala og Landsspítala. Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir að Rauði kross Islands hafi gefið tæki til mælinganna og brotið þar með ísinn í togstreitu sem hafði myndast við Ranssóknastofu í veiru- fræðum. Hún taldi sig ekki geta tekið við því hlutverki að annast mæling- arnar vegna bágrar aðstöðu. Hún fékk milljónafjárveitingu vegna sjúkdómsins og þeim var ráðstafað til að kaupa hús Vörumarkaðarins við Ármúla. Húsið var tekið í notkun árið 1989, fjórum árurn eftir að farið var að skima blóð á spítölunum og í blóð- bankanum. Fjórir íslenskir blóðþegar, allir konur, sýktust af alnæmi áður en mótefnamælingar hófust en fleiri hafa líklega smitast en látist af sjúk- dómi sínum eða meiðslum áður en það kæmi í ljós. Fræðslustarf Böðvar Björnsson gegndi hlutastarfi hjá Samtökunum ‘78 sem kostað var af styrk frá heilbrigðisráðuneytinu og átti hann að annast fræðslustarf um alnæmi meðal homma. Hann segir að „kerfið“ hafa hafnað því að hommar væru hluti samfélagsins, hommar væru ekki almenningur. „Kerfið brást upplýsingaskyldu sinni og þegar við reyndum að grípa í taumana var grip- ið fram fyrir hendumar á okkur. Mér var til dæmis neitað um að láta upplýs- ingabækling frá Samtökunum ‘78 um öruggt kynlíf liggja frammi á kyn- fræðsludeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur." Haraldur Briem segir að fræðslan hafi tekið mikinn kipp þegar ljóst varð að fleiri gætu smitast en hom- mar. Ágiskanir Haustið 1986 komu fram opinber- lega ágiskanir um það hversu hratt alnæmi rnyndi breiðast út á landinu og var það ekki falleg framtíðar- mynd. Tveimur árum seinna, 1988, yrðu hiv-jákvæðir orðnir 1.200 og árið 1995 hefðu 1.200 manns fengið alnærni. Fljótlega var þó farið að draga úr þessum spám en víst er að þær ýttu undir að varnaráróður fór af stað á vegum opinberra aðila.

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.