Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.09.1998, Blaðsíða 12
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi
í skugga alnæmis
Frásögn Auðar Matthíasdóttur, fyrsta formanns Alnæmissamtakanna á íslandi
Guðni Baldursson og Steindór ívarsson skráðu
Auður Matthíasdóttir fyrsti formaður Alnæmissamtakanna á fslandi
Ljósm. Sverrir Vilhelmsson
Fyrstu kynni mín af alnæmi hófust
þegar einn af vinum mínum í Þýska-
landi, þar sem ég bjó í nokkur ár, veikt-
ist af sjúkdómnum í byrjun níunda
áratugarins. Hann hét Hermann og
var indæll maður og kom nokkrum
sinnum í heimsókn til fslands.
Þetta var rétt eftir að alnæmi fór að
vekja athygli manna. Þá var sáralítið
vitað um sjúkdóminn og hann vakti
ótta og ugg. Ég var þá að vinna á
Evrópuskrifstofu Alþj óðaheilbrigðis-
stofnunarinnar í Kaupmannahöfn og
varð vör við umræðuna sem þar fór
fram um þennan nýja sjúkdóm og
fékk í raun og veru ýmsar upplýsing-
ar sem almenningur átti ekki aðgang
að. Mér virtist öll umræða ákaflega
pukursleg og að menn ættu erfitt með
að ræða af skynsemi um alnæmi.
Þetta tengdist því sérstaklega að flest-
ir smitaðir voru samkynhneigðir.
En mér þótti verra að í vinahópi
okkar Hermanns varð ég vör við puk-
ur og afskiptaleysi. Hann var hommi
en það voru ýmsir af kunningjunum
líka svo að þeir áttu að geta horfst í
augu við það. En þeir hættu margir
að umgangast hann og fáir komu að
heim-sækja hann á sjúkrahúsið eftir
að hann veiktist. Ég hef velt þessum
við-brögðum mikið fyrir mér og held
að alls staðar í samfélaginu hafi
afneit-un ráðið þeim. Yfirvöld vildu
afneita samkynhneigð og samkyn-
hneigðir vildu afneita sjúkdómi sem
þeir þekktu ekki og óttuðust ákaflega.
Á þessum tíma vissu menn lítið sem
ekkert um smitleiðir.
Viðbúnaður á spítalanum þar sem
Hermann lá er mér einnig minnis-
stæður. Ég var klædd í eins konar geim-
búning áður en ég fór inn í stofuna til
hans. Auðvitað var þessi viðbúnaður
til þess að vernda hann og þannig var
þetta skýrt fyrir þeim sem komu í
heimsókn.
Ég fluttist heim til íslands árið 1987
eftir að hafa lokið námi í félagsráð-
gjöf. Starf nútt hjá Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni og kynni mín af sjúk-
dómnum í gegnum Hermann gaf mér
ákveðið forskot. Ég þekkti nokkra
íslendinga sem voru HlV-smitaðir og
mér var vel ljóst að það var mikil
þörf á aðstoð fyrir þennan hóp á
fslandi. Ég sneri mér til borgarstjórans
í Reykjavík og lagði til að það yrði
komið á fót stöðu félagsráðgjafa HIV-
smitaðra og alnæmissjúkra. Á það
vai' fallist og ég fékk aðstöðu á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur hjá borgar-
lækni til þess að vinna að þessum