Dagfari - Oct 2017, Page 4
4
Framsóknarflokkurinn:
Markmið Atlantshafsbandalagsins snúa fyrst og síðast að því að tryggja
öryggi þeirra ríkja sem aðild eiga að því. Framsóknarflokkurinn telur
að bandalagið hafi að mestu uppfyllt þau markmið sín og hafi lagt
mikilvæg lóð á vogarskálarnar við að stuðla að friði og öryggi í Evrópu.
Píratar:
Frá lokum kaldastríðsins hefur Atlantshafsbandalagið aukið
hernaðarumsvif sín á heimsvísu og staðið að ólögmætum árásarstríðum
m.a. í Serbíu og Afganistan. Árásarstríð eru eðli málsins samkvæmt ekki
til þess fallin að stuðla að friði í heiminum.
Vinstri græn:
Atlantshafsbandalagið hefur stuðlað að ófriði í heiminum. Það nægir að
líta til ástandsins í Afganistan og Írak, þar sem hernaðaraðgerðir Nató
hafa átt stóran þátt í að viðhalda upplausnarástandi.
Viðreisn:
Viðreisn telur að Atlantshafsbandalagið hafi fremur stuðlað að friði.
Alþýðufylkingin:
Ófriði. Ef það stuðlaði einhvern tímann að friði í gegn um ógnarjafnvægi,
þá gerir það það ekki lengur. Hins vegar ýtir það vígbúnaðarkapphlaup,
sem tvímælalaust stuðlar að ófriði í heiminum og sóar um leið
verðmætum sem gætu nýst í þarfari hluti.
Myndi stjórnmálahreyfingin styðja aukin umsvif
Bandaríkjahers hér á landi ef eftir því væri leitað?
Samfylkingin:
Samfylkingin styður ekki aukin hernaðarumsvif hér á landi.
Framsóknarflokkurinn:
Framsóknarflokkurinn er hlynntur þátttöku í varnarsamstarfi við
Bandaríkin og aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli eins og verið hefur.