Dagfari - okt. 2017, Side 6

Dagfari - okt. 2017, Side 6
6 Vinstri græn: Nei. Þingmenn Vinstri - grænna hafa ítrekað andæft því að loftrými Ísland sem með þessum hætti notað til að þjálfa orustuflugmenn. Viðreisn: Já. Alþýðufylkingin: Nei. Styður stjórnmálahreyfingin að Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum? Samfylkingin: Já. Framsóknarflokkurinn: Framsóknarflokkurinn telur að Ísland eigi ætíð að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að afvopnun og eyðingu kjarnorkuvopna. Á hinn bóginn er óvíst að aðild að umræddum samningi sé besta leiðin til að ná þeim markmiðum. Píratar: Já. Vinstri græn: Já. Vinstri – græn hafa frá því að vinna hófst við gerð samningsins talað fyrir því að Ísland tæki þátt. Þá hefur Vg ályktað og lagt fram þingmál þess efnis að Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, enda er þar um einhvern mikilvægasta afvopnunarsamning sögunnar að ræða. Viðreisn: Viðreisn telur rétt að Ísland fylgi Norðurlöndunum í afstöðu sinni til samings SÞ um bann við kjarnorkuvopnum.

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.