Dagfari - okt. 2017, Blaðsíða 6

Dagfari - okt. 2017, Blaðsíða 6
6 Vinstri græn: Nei. Þingmenn Vinstri - grænna hafa ítrekað andæft því að loftrými Ísland sem með þessum hætti notað til að þjálfa orustuflugmenn. Viðreisn: Já. Alþýðufylkingin: Nei. Styður stjórnmálahreyfingin að Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum? Samfylkingin: Já. Framsóknarflokkurinn: Framsóknarflokkurinn telur að Ísland eigi ætíð að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að afvopnun og eyðingu kjarnorkuvopna. Á hinn bóginn er óvíst að aðild að umræddum samningi sé besta leiðin til að ná þeim markmiðum. Píratar: Já. Vinstri græn: Já. Vinstri – græn hafa frá því að vinna hófst við gerð samningsins talað fyrir því að Ísland tæki þátt. Þá hefur Vg ályktað og lagt fram þingmál þess efnis að Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, enda er þar um einhvern mikilvægasta afvopnunarsamning sögunnar að ræða. Viðreisn: Viðreisn telur rétt að Ísland fylgi Norðurlöndunum í afstöðu sinni til samings SÞ um bann við kjarnorkuvopnum.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.