Dagfari - Oct 2017, Page 7
7
Alþýðufylkingin:
Já, tvímælalaust, enda leitun að annarri eins hættu og sóun á
verðmætum eins og kjarnorkuvopnum.
Styður stjórnmálahreyfingin þá stefnu, sem meðal
annars birtist í nýjustu fjárlögum, að auka framlög til
hernaðarmála?
Samfylkingin:
Samfylkingin vill ekki hækka framlög til hernaðarmála. Við viljum vera
áfram þátttakendur í starfi Atlantshafsbandalagsins á borgaralegum
forsendum. Samfylkingin hefur ekki mótað sér afstöðu til þeirra tillaga
sem birtast í fjárlögum á sviði öryggis- og varnarmála.
Framsóknarflokkurinn:
Framsóknarflokkurinn hefur verið ósammála þeim fjárlögum sem
sitjandi ríkisstjórn hefur lagt fram. Í einhverjum tilfellum kann þó að vera
réttlætanlegt að setja aukna fjármuni í varnarsamstarf sem Ísland tekur
þátt í á jafnréttisgrundvelli.
Píratar:
Nei.
Vinstri græn:
Nei.
Viðreisn:
Viðreisn styður þá stefnu að auka framlög til varnarmála í samræmi við
alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.
Alþýðufylkingin:
Nei. Við eigum að nota peningana í að byggja upp og bæta lífið en ekki
að eyðileggja og drepa.