Dagfari - Oct 2017, Page 9
9
að finna í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem blátt bann
er við árásarstríðum utan heimilda öryggisráðsins eða í sjálfsvörn.
Hernaðaríhlutun NATO utan þessa ramma grafa undan friði á heimsvísu,
fela í sér alvarleg brot á þjóðarrétti og ber að fordæma.
Vinstri græn:
Mjög slæm. Það upplausnarástand sem er í þessum ríkjum, með öllum
þeim mannlegu hörmungum sem þeim fylgja bera því skýrast vitni.
Viðreisn:
Viðreisn telur ekki að ákvarðanir um stuðning Íslands við stríðsrekstur
hafi alltaf verið góðar.
Alþýðufylkingin:
Að það hafi verið slæm ákvörðun er vægt til orða tekið um árásarstríð
með tilheyrandi stríðsglæpum. Skömm sé þeim flokkum sem stóðu að
þessum ákvörðunum.
Hver er afstaða stjórnmálahreyfingarinnar
til eftirfarandi staðhæfingar: „Stjórnvöld í
Bandaríkjunum eru ein mesta ógnin við frið í
heiminum um þessar mundir.“ Veljið einn eftirtalinna
svarmöguleika: (Mjög ósammála, frekar ósammála,
hvorki né, frekar sammála, mjög
sammála)
Samfylkingin:
Mjög sammála.
Framsóknarflokkurinn:
Það er varla hægt annað en vera mjög ósammála framangreindri
staðhæfingu. Sé horft til þeirrar ógnar sem stafar af hryðjuverka-
og skæruliðahópum víða um heim auk ríkja sem eru undir stjórn
einræðisherra eða leiðtoga sem ítrekað virða leikreglur lýðræðis og