Dagfari - okt 2017, Qupperneq 17

Dagfari - okt 2017, Qupperneq 17
17 Mikilvægasti kjarnorkuafvopnunarsamningur samtímans er þó vafalaust Sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1968 ( Á ensku heitir hann Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear Weapons en er oftast nefndur Non Proliferation Treaty eða NPT-samningurinn). Hann fól í sér að nýjum ríkjum var bannað að koma sér upp kjarnorkuvopnum – og hafa stórveldin verið afar dugleg að benda á þann hluta samningsins þegar þau hafa átt í útistöðum við ýmis smáríki með meint eða raunveruleg gereyðingarvopn. En NPT-samningurinn fól líka í sér önnur ákvæði sem kjarnaveldin hafa verið duglegri að gleyma. Samningurinn leggur ríkjandi kjarnorkuveldum þær skyldur á herðar að vinna að fækkun sinna eigin vopna með það lokamarkmið að útrýma þeim algerlega. Óþarft er að taka það fram að kjarnorkuveldin hafa ekki stigið nein raunveruleg skref í þessa veru. Rússland og Bandaríkin eiga vissulega færri kjarnaflaugar í dag en á hápunkti kalda stríðsins, en það skýrist frekar af vopnaþróun: sprengjurnar eru orðnar stærri og fullkomnari. Á sama tíma hefur gríðarlega mikil orka og fjármunir farið í þróun nýrra kjarnorkuvopna og á síðustu misserum hefur Bandaríkjaher t.d. lagt sérstaka áherslu á þróun svokallaðra „hagnýtra“ kjarnorkuvopna sem hægt er að beita með minni fyrirvara – en það eykur augljóslega líkurnar á notkun þeirra. Í ljósi þessarar sögu, ákváðu ýmis samtök friðarsinna – að skipta yrði um baráttuaðferð gegn kjarnorkuvopnum. Alþjóðasamtök eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá – sem fengu Friðarverðlaun Nóbels árið 1985 – höfðu árið 2006 frumkvæði af því að stofna samtökin ICAN (International Campaign to abolish Nuclear Weapons). ICAN hafa safnað fjölda friðarhreyfinga víða um heim undir sinn hatt og eru Samtök hernaðarandstæðinga meðlimur í þeim (sem hluti af Abolition 2000). ICAN barðist fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar myndu koma sér saman um bann við kjarnorkuvopnum í stað þess að vonast til að slíkt gerðist af sjálfu sér innan NPT-samningsins. Fyrirmyndin að þessu var að mörgu leyti alþjóðlegi sáttmálinn um bann við jarðsprengjum, sem var einmitt fyrst samþykktur af nokkrum friðelskandi ríkjum en í óþökk þeirra landa sem seldu, framleiddu og notuðu jarðsprengjur í hernaði. Sá sáttmáli hlaut með tímanum útbreiðslu og fullgildingu. ICAN náði eyrum ríkisstjórna fjölmargra ríkja, einkum landa sem tilheyra hópi hlutlausra ríkja utan hernaðarbandalaga. Það tók mörg ár að vinna

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.