Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 11
pinberra starfa út á
ð um árangursleysi
Texti: Kristinn Her-
mannsson. Ljósmyndir:
Golli og Gunnar Þórðar.
það er mikið í húfi fyrir ólíka
landshluta og útgerðarflokka.
Verður þetta ekki ljónagryfja
að kasta sér út í?
„Þetta er örugglega heil-
mikið og erfitt verk. Ég geri
mér mjög vel grein fyrir því af
því ég hef starfað svo lengi
við sjávarútveginn. Á því leik-
ur enginn vafi að í hugum
margra er ég mjög merktur
maður með skoðanir sem eru
mjög umdeildar og ég ætla
mér ekki að vera óumdeildur
sjávarútvegsráðherra. Þannig
vitna ég í minn gamla félaga
Matthías Bjarnason sem vildi
síst láta segja um sig að hann
hefði verið hvers manns hug-
ljúfi – ég vona að a.m.k. að
um mig verði ekki sagt að ég
hafi verið hvers manns hug-
ljúfi í stól sjávarútvegsráð-
herra.
Ég mun þurfa að taka erfiðar
ákvarðanir og mun þurfa að
setja fram umdeild sjónarmið
og ég mun gera það.
Síðustu dagar hafa verið
skemmtilegir að því leyti að
það má segja að þeir hafi verið
kjörinn tími til að koma inn í
starfið því daginn eftir að út-
nefning mín var tilkynnt hófst
sjávarútvegssýningin. Þar hitti
ég óhemju fjölda fólks. Mér
skilst að fréttin um að þessi
voðalegi Vestfirðingur væri
orðinn sjávarútvegsráðherra
hafi farið þar um eins og eldur
í sinu. Upp úr því spruttu alls
konar skemmtilegar sögur um
að nú væri krókamálaráðherr-
ann kominn í valdastöðuna.
Þannig sagði gamansamur
Vestmannaeyingur við mig að
nú væri ráð að draga Vest-
mannaeyjar norður undir Vest-
firði svo þeir ættu möguleika
á að njóta afrakstursins. Suð-
urnesjamaður kom til mín, og
mér þótti satt best að segja
mjög vænt um það, hann
klappaði harkalega á bakið á
mér og sagði, „ætlar þú að
vera eins duglegur fyrir Suður-
nesjamennina og vini þína fyr-
ir vestan?” Þegar menn spyrja
hvort ég ætli að vera sjávarút-
vegsráðherra míns kjördæmis
eða sjávarútvegsráðherra alls
landsins þá er mitt svar mjög
einfalt – ég ætla að vera sjáv-
arútvegsráðherra, punktur!”
– Er hægt að sætta sjónarmið
stórútgerðarmanna eins og t.d.
Þorsteins Más á Akureyri við
sjónarmið smábátamanna hér
og svo aftur sætta þá aðila við
39.PM5 6.4.2017, 09:4911