Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 200512
t.d. loðnuskipstjóra á Suður-
nesjum, svo eitthvað sé nefnt?
„Við erum mikið nær því
en áður, a.m.k. eru þessar
heiftarlegu deilur á opinberum
vettvangi að baki. Auðvitað
er það þannig að það verða
alltaf til hagsmunaárekstrar og
þannig hefur það alltaf verið.
Ég hef t.d. ekki setið fundi þar
sem er tekist jafn harkalega á
eins og þegar trillukarlar og
snurvoðaskipstjórar hafa hist.
Einu sinni var sagt að deilurnar
hefðu jafnan verið svo harðar
þegar verið var að skipta inn-
fjarðarrækjukvótanum í Ísa-
fjarðardjúpi að menn hefðu
ekki kallað það fund fyrr en
að stólar fóru að fljúga – þann-
ig er ekkert nýtt að tekist sé á.
Í sjávarútveginum eru á ferð-
inni miklir hagsmunir og oft
menn með strítt skap og
ákveðnir, sem vinna við þann-
ig aðstæður. Stóra málið er
aftur á móti að við höfum sam-
eiginlega grundvallarhags-
muni og í þessari stöðu sem
við erum í dag með hátt gengi
og í meiri samkeppni um fólk
og fjármagn við aðrar atvinnu-
greinar en verið hefur, þá eiga
menn fyrst og fremst að horfa
til þess að ná saman um að
rekstrarskilyrðin verði sem
best og hins vegar að það verði
friður inni í greininni og í garð
greinarinnar.”
Eftirlit ekki svarið
við brottkasti
– Hvað með brottkastið?
Menn hafa verið mistilbúnir
til að viðurkenna tilvist þess
opinberlega en þegar rætt er
við sjómenn undir fjögur þá er
það venjulegur hluti starfsins.
Þar að auki má segja að út frá
efnahagslegum sjónarmiðum
megi búast við því að menn
stundi brottkast. Hver verður
Gönguhópurinn sem Einar Kristinn og eiginkona hans tilheyra í Fljótavík í sumar: F.v. Einar Jónatansson,
Guðrún B. Magnúsdóttir, Einar Kristinn Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir, Kristin Hálfdánardóttir,
Þorsteinn Jóhannesson, Margrét Kristín Hreinsdóttir, Anna Kristín Ásgeirsdóttir, Gisli Jón Hjaltason,
Hanna Jóhannesdóttir, Andrés Kristjánsson, Flosi Jakobsson, Díana Hólmsteinsdóttir og Viðar Konráðsson.
þín lína í þessu máli?
„Brottkast er náttúrlega
mjög alvarlegur hlutur og því
miður viðgengst það í sjávar-
útvegi vítt og breitt um heim-
inn og einnig hér á landi. Hér
hafa verið gerðar kannanir
bæði á vefum Hafrannsókna-
stofnunar og Gallup og það
sem m.a. hefur komið í ljós er
að það virðist vera samræmi í
aðferðarfræði Hafró og í nið-
urstöðum skoðanakönnunar
Gallup. Þessar niðurstöður
sýna að það er brottkast og
það virðist vera mismunandi
eftir tegundum og árum.
Mitt svar er að við eigum
ekki að bregðast við með
auknu eftirliti, þvert á móti
eigum við að fara ofan í þennan
eftirlitsiðnað í kringum sjáv-
arútveginn – hann er einfald-
lega allt of dýr. Hins vegar hef
ég sjálfur staðið í því með
núverandi sjávarútvegsráð-
herra að þróa löggjöf sem beit-
ir hagfræðilegum lausnum við
að draga úr brottkasti, þá á ég
við hluti eins og svokallaðan
Hafró kvóta og ívilnandi reglur
fyrir löndun á undirmáli. Af-
rakstur þessa er að það hefur
augljóslega dregið úr brott-
kasti og mín afstaða er að það
eigi frekar að þróa svona hag-
rænar lausnir sem letja menn í
brottkasti heldur en að breyta
sjávarútveginum í lögreglu-
ríki.”
– Kerfið bjó til þennan efna-
hagslega hvata fyrir brottkasti
á sínum tíma.
„Já, það bjó til þennan hvata
og með því að búa til mögu-
leika á að menn geti landað
5% aflans án þess að það sé
skráð í kvóta og síðan selt á
markaði þannig að afrakstur-
inn fari til fiskifræðilegra verk-
efna, og svo líka að menn fái
ívilnun ef þeir landa undir-
málsfiski drögum við úr hvat-
anum. Þetta eru efnahagslegar
aðgerðir – hagfræðilegar að-
ferðir við að draga úr tilefni til
brottkasts og þetta hefur svín-
virkað.”
– Munt þú taka jafn hart á
brottkastsmálum sama hvort
lítil útgerð á Tálknafirði eða
t.d. Samherji á í hlut?
„Það eiga auðvitað allir Jón-
ar að vera jafnir fyrir lögunum.
Meðan ég var formaður sjávar-
útvegsnefndar þá beitti ég mér
fyrir breytingum á löggjöfinni
til að búa til meiri sveigju í
þessum efnum. En þegar fólk
sýnir einbeittan brotavilja sem
miðar að því að henda fiski úr
auðlindinni okkar þá er það
alvarlegur hlutur og algerlega
ófyrirgefanlegur. Ég verð ekki
mildur gagnvart slíkum atvik-
um – það er glæpur gagnvart
auðlindinni og gagnvart af-
komendum okkar. Hins vegar
ef menn slysast til að vera
farnir framúr með fáein kíló
af kola, þá held ég að menn
hljóti að geta búið til aðferðir
sem sýni eitthvað umburðar-
lyndi í þeim efnum.”
Smábátarnir
sáttaleið
– Þú ert of nefndur í sömu
andrá og smábátaútgerð sem á
síðustu árum er orðin stór at-
vinnugrein á Vestfjörðum.
Hvernig eru staða horfur grein-
arinnar?
„Smábátaútgerðin í dag, er
miklu öflugari og stendur
miklu styrkari fótum en sú
smábátaútgerð sem var fyrir
fimm árum eða tíu árum. Þær
breytingar sem við höfum
verið að gera, þær hafa einfald-
lega verið að styrkja undir-
stöðu þessarar greinar og mað-
ur þarf ekki annað en að fara
um t.d. í höfnum á Vestfjörð-
um til að sjá að þessi útgerðar-
máti er auðvitað orðinn miklu
kröftugri en áður. Það hefur
fækkað í sumum flokkum
innan smábátaútgerðarinnar
en við sjáum líka að heildar-
lega er hún að eflast og er
efnahagslega mikið sterkari
útgerð en hún var hér áður og
fyrr.
Ég man vel fundi sem við
vorum kallaðir á um smábáta-
útgerðina, þáverandi þing-
menn Vestfjarðakjördæmis, á
Þingeyri 1995 en þá var í gildi
svokallað banndagakerfi. Þá
sagði mætur útgerðarmaður að
staðan í væri einfaldlega þann-
ig að þeir gætu hvorki lifað né
dáið. Ef þeir héldu áfram að
gera út væri rekstrargrundvöll-
urinn vonlaus og ef þeir reyndu
að selja dygði afraksturinn
ekki fyrir skuldunum.
Þær breytingar sem við höf-
um framkvæmt, hafa gert það
að verkum að forsendurnar
fyrir útgerðinni eru mun betri
en áður og við höfum jafnvel
verið sakaðir um það, þing-
menn sem höfum barist fyrir
því að auka veiðirétt smábát-
anna, að við séum að gera út-
gerðarmenn þessara báta of
ríka. Ég kann því mun betur
að vera sakaður um að gera
einhvern of ríkan en of fátæk-
an.”
– Þessi þróun fer ekki fram
í tómi. Má færa rök fyrir því
að uppgangurinn í smábátaút-
gerð sé að koma öllum lands-
mönnum til góða fyrir tilstilli
ýmis konar tækni og aðferða
39.PM5 6.4.2017, 09:4912