Bæjarins besta - 28.09.2005, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 200516
STAKKUR SKRIFAR
Leið ehf., hefur skilað árangri
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Símapeningarnir hafa nú skilað sér og verið ráðstafað. Það er sérstakt
gleðiefni að vegarlagning um Arnkötludal og Gautsdal milli Steingríms-
fjarðar og Gilsfjarðar skuli hafa fengið framlag að fjárhæð 800 milljónir
króna af alls 66,7 milljarða söluhagnaði Símans. Vert er að hafa í huga að
Leið ehf., hefur látið fara fram mikla undirbúningsvinnu vegna vegarlagn-
ingar á þessum stað. Málinu er nú svo langt komið að Skipulagsstofnun
hefur veitt samþykki fyrir því að veginn megi leggja og auglýst kærufrest,
vilji menn gera athugasemdir. Að sjálfsögðu eru sett nokkur skilyrði um
verndun vatns og náttúru, en það verður að teljast afar merkt framtak af
hálfu einkaaðila, að leggja í þessa vinnu að eigin frumkvæði. Jónas Guð-
mundsson sýslumaður í Bolungarvík er mikill áhugamaður um þennan
veg, sem kemur til með að verða mikil samgöngubót, bæði varðandi stytt-
ingu vegalengdar og ekki síður tíma, sem það tekur að fara eftir nýjum
uppbyggðum vegi.
Sýslumaður hefur varið frístundum sínum vel í þágu almannahagsmuna
og náð árangri sem eftir er tekið. Framtak Jónasar Guðmundssonar er til
eftirbreytni fyrir þá sem hafa áhuga á því að láta gott af sér leiða. Að auki
má draga þann lærdóm af því, að ekki þurfi alltaf stjórnmálamenn til að
koma góðum málum til leiðar. Framtak einstaklinga í þágu almennings er
virðingarvert. Vafalaust hefur Jónas látið talsvert af eigin fjármunum
rakna til þessa verkefnis, sem hann hefur sinnt af mikilli kostgæfni og
kynnt rækilega víða á Vestfjörðum.
Það er ánægjulegt að sjá drauma manna rætast með þessum hætti. Það
var lengi svo, að sýslumenn höfðu um það forgöngu að koma góðum mál-
um til leiðar með oddvitastörfum sínum í sýslunefndum og bæjarstjórnum
meðan sá háttur tíðkaðist. En í um það bil einn og hálfan áratug hafa þeir
ekki komið að sveitarstjórnarmálum af hálfu embættisins sem þeir gegna.
Þeir hafa því fengið á sig þann blæ að vera fyrst og fremst verðir ríkisins
til þess að halda borgurum að löghlýðni, bæði vegna starfa sinna sem
lögreglustjórar og innheimtumenn ríkissjóðs, en þeir hafa rukkað skattanna
af almenningi af misjafnri hörku þó. Allt hefur þetta orðið til þess að
margur úr hópi almennings hefur talið þá nokkuð fjarlæga sér og jafnvel
að hagsmunir almennings og embættisins fari ekki saman. Jónas sýslu-
maður hefur væntanlega með framtaki sínu átt þátt í breyta þessu viðhorfi.
Jónasi er óskað til hamingju með framtakið og árangurinn. Telja má
ólíklegt að svo miklu fé hefði verið veitt til vegarins hefði undirbúningi
hefði ekki verið svo langt komið.
Til leigu er 4ra herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Upplýsingar í
síma 862 4430.
Til sölu er BMV 525ix, 4x4, árg.
94, sjálfskiptur, ekinn 183 þús.
km. Verð kr. 790 þús. Uppl. í
síma 852 2565.
Til sölu er MMC Pajero árg. 02,
ekinn 60 þús. km, 1.8 l., sjálf-
skiptur. Verð kr. 1.350 þús.
Uppl. í síma 852 2565.
Til sölu eru nýleg 33" heilsárs-
dekk, ónegld. Fást á góðu verði.
Uppl. í síma 895 0292.
Níu vikna kisustrákur gæst
gefins. Uppl. síma 867 3612.
Óska eftir íbúð á leigu á Flat-
eyri. Er með ketti. Uppl. í s: 869
0884. Er ráðinn á sjó á Flateyri.
Vantar þig innbú. Hef til sölu
svartan leðurhornsófa, 3 horn
2, og glerskáp. Í kaupbæti getur
þú fengið hvíta rörhillu með
glerskáp og tvö sófaborð.
Uppl. í síma 847 3054.
Til sölu er MMC Carisma árg.
´01, ekinn 57 þús km. Einn
eigandi. Uppl. í síma 894 4032
og 854 4032.
Til sölu Toyota Avensis árg.
´02. ekinn 99 þús km. Uppl. í
síma 894 4032 og 854 4032.
Manneskju vantar til að þrífa
sameign Fjarðarstræti 6, Ísa-
firði einu sinni í viku, Uppl. í
síma 456 5481, Fríða.
Barnavagn/kerra til sölu á 10
þús. kr. Einnig MMC Lancer
Station 4x4 árg. ´94. Uppl. í
síma 845 1854.
2ja mán. kettlingur kassavanur
fæst gefins. Uppl. í síma 456
4469 og 845 7246.
Er einhver að fara endurnýja
búslóðina sína? Vantar hús-
gögn gefins. Uppl. í s. 849 5035.
Haustfundur Kvennadeildar
SVFÍ á Ísafirði, verður haldinn
miðvikud. 5. okt. kl. 20. Félags-
konur fjölmennið. Stjórnin.
Óska eftir rafmagnssteikar-
pönnu gefins eða fyrir lítið.
Uppl. í síma 846 3245. Margrét.
Til sölu er MMC Pajero, dísel
árg. ´99, ekinn 183 þús. km.
Uppl. í síma 861 7521.
Til sölu Hyundai Starex ´98.
Uppl. í s: 456 3286.
Tilboð óskast
Tilboð óskast í bifreiðarnar:
MX-738 VW-Transpotter, 4x4, pick-
up, árg. 1997.
DC-378 Nissan E-Cab, 4x4, pick-up,
árg. 1996.
Bifreiðarnar sem eru til sýnis hjá Orkubúi
Vestfjarða í Syðridal í Bolungarvík seljast í
því ástandi sem þær eru. Áskilur seljandi
sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Tilboðum skal skila til innkaupstjóra OV,
Stakkanesi 1, 400 Ísafirði fyrir kl. 14:00 mið-
vikudaginn 5. október nk.
– beislað náttúruafl
Óvenjuleg slagsmál áttu sér
stað fyrir utan heimili í Dýra-
firði á dögunum er heimilis-
ketti lenti saman við tófu. „Ég
var að kalla á kisu inn fyrir
nóttina og þá svaraði mér
grimmilegt urr úr runna
skammt frá dyrunum. Þar var
kötturinn eins og blöðruselur
uppblásinn af illsku og stressi
og hafði króað af tófu. Senni-
lega hefur þarna verið um að
ræða yrðling frá því í sumar
en hann var orðinn fullvaxinn.
Ég laumaðist til að ná í hagla-
byssu og aflífaði kvikindið“,
segir Sæmundur Þorvaldsson
húseigandi.
Aðspurður segir Sæmundur
að töluvert hafi verið um tófu
á svæðinu í sumar þegar varpið
stóð sem hæst en hann hafi
ekki orðið var við hana undan-
farið. „Hún hefur ekki verið
fjær dyrunum en þrjá metra.
Þegar ég kannaði köttinn nánar
sá ég að það var blóð á honum
svo þeim hefur lent eitthvað
saman en kisan haft betur“,
segir Sæmundur.
Heimilisköttur varði heimili sitt
Nokkuð er af laxi í litlum drullupolli í Engidal í Skutulsfirði sem skapast hefur við
jarðrask, en vinnuvélar eru nú að störfum á svæðinu. Í gegnum pollinn rennur á og er
sem fiskurinn gangi upp hana á flæði. Grétar Jónasson varð var við fiskinn þegar
hann var ásamt börnum sínum að leik á svæðinu. „Ég var bara að leika mér með
krökkunum og var ekkert sérstaklega að reyna að veiða þegar ég sá fiskinn. Það var
rosalega mikið af honum. Svo kíkti ég aftur í gær og þá voru þar þrír stórir laxar“,
segir Grétar. Hann segir að laxinn hafi ekki tekið í pollinum, en það hafi 7 vænar
bleikjur aftur á móti gert. – halfdan@bb.is
Gjöfull drullupollur
Nokkuð er af fiski í pollinum. Mynd: Grétar Sigurðsson.
Teikningar tilbúnar um mánaðamót
Áætlað er að framkvæmdir
við að gera Norðurtangahúsið
á Ísafirði að fjölbýlishúsi hefj-
ist upp úr mánaðamótum.
„Verið er að vinna að undir-
búningi að uppbyggingu húss-
ins og úttektum á tækjum og
tólum sem þar eru inni. Teikn-
ingar verða væntanlegar til-
búnar um mánaðamótin og
verður hafist handa við fram-
kvæmdir um leið og þær fást
samþykktar af bænum“, segir
Guðni Geir Jóhannesson, eig-
andi hússins.
Fyrsti áfangi framkvæmd-
anna felst í gerð 12 íbúða að
stærð frá 90 fermetrum upp í
110 fermetra ásamt bílageym-
slu fyrir 12 bifreiðir. Þá segir
Guðni að töluverður áhugi sé
nú þegar fyrir íbúðunum.
„Fólk hefur mikið spurt um
íbúðirnar og óskað eftir því að
fá að sjá teikningar. Ferlið hef-
ur tekið langan tíma en það er
eðlilegt þegar ráðist er í svo
miklar framkvæmdir“, segir
Guðni Geir.
Um er að ræða eystra Norð-
urtangahúsið sem stendur við
Sundstræti 36 en það er 2.800
fermetra iðnaðarhúsnæði sem
var byggt upp af Hraðfrysti-
húsinu Norðurtanganum hf. en
hlaut úreldingu sem fisk-
vinnsluhúsnæði og komst
þannig í eigu Þróunarsjóðs
sjávarútvegsins árið 1997.
Síðan hefur húsið staðið ónot-
að og skipt nokkrum sinnum
um eigendur.
– thelma@bb.is
Sundstræti 36 á Ísafirði.
Áskrift að BB borgar sig!
Hvítasunnukirkjan
Salem: Samkoma á
sunnudaginn kl:16:30
Söngur, bæn, Tinna
Arnórsdóttir prédikar,
Fyrirbænir. Vertu
velkomin/n.
Kirkjustarf
39.PM5 6.4.2017, 09:4916