Bæjarins besta - 28.09.2005, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 200518
mannlífið
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is sími 849 8699
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Í dag er miðvikudagurinn
28. sept., 273. dagur ársins 2005
Þennan dag árið1943 gáfu Haraldur Böðvarsson og
kona hans, Akraneskaupstað nýbyggt kvikmynda- og
hljómleikahús sem tók 377 manns í sæti..
Þennan dag árið 1988 tók ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar, sú önnur undir forsæti hans, við völdum.
Að stjórninni stóðu Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag. Rúmu ári síðar bættist Borgara-
flokkurinn við og stjórnin sat til aprílloka 1991.
Þennan dag árið 1988 var minnisvarði um Ragnar H.
Ragnar (1898-1987) afhjúpaður á Ísafirði, en þennan
dag hefði Ragnar orðið níræður. Ragnar H. var skóla-
stjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar í 36 ár.
Heimild: Dagar Íslands. Jónas Ragnarsson tók saman.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Hvað er að frétta? · Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi) ljósmyndari
Á þessum degi fyrir 65 árum
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Helgarveðrið
Horfur á fimmtudag:
Snýst í austanátt og fer að rigna sunnanlands seinni
partinn. Hlýnandi veður.
Horfur á föstudag:
Norðanátt og væta, en þurrt að kalla suðvestantil. Hiti
2 til 8 stig.
Horfur á laugardag:
Hægviðri og víða bjart veður, en gengur í sunnanátt
með rigningu síðdegis, fyrst vestanlands.
Horfur á sunnudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él, en bjartviðri austanlands.
Spurning vikunnar
Er það sveitarfélögum á Vestfjörðum til
góðs að reka Fjórðungssamband?
Alls svöruðu 502. – Já sögðu 198 eða 39% – Nei
sögðu 176 eða 35% – Veit ekki sögðu 128 eða 26%
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○
Keyrt á Harley Davidson inn í stofu
Eins og kunnugt er standa yfir samningar milli íslensku
stjórnarinnar og bresku stjórnarinnar um loftskeytatæki í ís-
lenskum fiskiskipum og notkun þeirra.
Íslenska ríkisstjórnin gerir vitanlega allt sem í hennar valdi
stendur að fylgja málinu eins fast fram og frekast er unnt, til
þess að sjómenn fái framvegis sem hingað til notið þess ör-
yggis og þeirrar aðstoðar, sem loftskeytatækin geta veitt.
Það eru ekki einasta sjómennirnir sjálfir og aðstandendur
þeirra, heldur öll þjóðin sem einn maður, er óskar þess heitt og
eindregið að þessi tæki fái að vera í notkun í skipunum, ekki
síst nú, þegar ofan á ófriðarhættuna bætist vetrarmyrkrið.[…]
Nokkur skip eru komin hingað frá Englandi loftskeytatækja-
laus, og voru tækin tekin úr skipunum samkvæmt skipun flota-
málaráðuneytisins.
Breski flotinn vill loftskeyta-
tæki úr íslenskum togurum
Hópurinn frá Veraldarvinum ásamt Sæmundi Þorvaldssyni í lokahófinu. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.
Veraldarvinir
kvaddir á Þingeyri
Hópur sjálfboðaliða frá
samtökunum Veraldarvinum
starfaði í Dýrafirði nú í lok
sumars. Þeir unnu ýmis störf
fyrir Skógræktarfélag Dýra-
fjarðar og hjálpuðu einnig til á
víkingasvæðinu sem verið er
að byggja upp á Þingeyrar-
odda. Þingeyringar tóku er-
lendu gestunum vel og héldu
þeim lokahóf áður en þeir
sneru til síns heima til að þakka
þeim fyrir vel unnin störf.
„Nokkrir bæjarbúar komu
saman og boðuðu til lokahófs
til að þakka ungmennunum
fyrir alþjóðlegt kvöld sem þeir
buðu Dýrfirðingum til á með-
an dvöl þeirra hér stóð. Uppá-
koman var einnig leið Þing-
eyringa til að þakka sjálfboða-
liðunum fyrir störf þeirra.
Kvöldið lánaðist ágætlega.
Fjöldi manns kom til að kveðja
ungmennin og það var sungið,
spilað og sprellað“, segir Sæ-
mundur Þorvaldsson, hjá
Skjólskógum á Þingeyri sem
kynntist ungmennunum í
gegnum störf þeirra.
„Þau dvöldu í Dýrafirði í
hálfan mánuð og virtust mjög
ánægð. Þetta var góður og dug-
legur hópur sem lét sér ekki
leiðast. Þau fóru t.d. í skoð-
unarferðir um allt svæðið.
Starf samtakanna snýst ekki
eingöngu um að vernda nátt-
úruna heldur einnig að þátt-
takendurnir kynnist því sam-
félagi sem þeir heimsækja.
Þannig kynnast þeir ólíkri
menningu og oft kynþáttum.“
Samtökin Veraldarvinir
buðu upp á vinnubúðir í yfir
120 löndum um allan heim í
sumar. Auk Íslands gátu ver-
aldarvinir farið meðal annars í
vinnubúðir til Grikklands þar
sem unnið var að endurgerð
forna mannvirkja og hlúð að
verndun skjaldbaka í Costa
Rica. Markmið samtakanna er
að senda ungmenni frá 16-20
ára aldri víðs vegar um heim
til að vinna að hverju því sem
fellur undir umhverfismál.
Þannig gefst þátttakendum
tækifæri á til að láta gott af sé
leiða um leið og þau kynnast
nýjum löndum. Vinnubúðirnar
eru starfræktar í samstarfi við
ríki, sveitarfélög, frjáls félaga-
samtök og fyrirtæki. Þá heim-
sóttu þrír aðrir hópar frá Ver-
aldarvinum norðanverða Vest-
firði og störfuðu á Ísafirði,
Flateyri og Bolungarvík. Einn-
ig var hópur á vegum samtak-
anna í Súðavík síðasta sumar.
Í kveðjuhófinu var sungið og sprellað.
„Af mér eru þau stórtíð-
indi að segja frá að ég var
að kaupa mér Harley Da-
vidson mótorhjól. Það stóð
alltaf til að kaupa mér Har-
ley Davidson en ég átti tvö
japönsk hjól áður sem voru
svona hálfgerðir „chopper-
ar“. Fyrir fimmtán ára ákvað
ég að hætta með mótorhjól
þar til ég væri búinn að fá
mér Harley Davidson.
Draumurinn var að búa í
verksmiðjuhúsnæði og geta
keyrt á hjólinu beint inn í
stofu. Ég hef búið í slíku
húsnæði í fimm ár núna en
var að selja og er að fara
flytja í venjulegt hús svo ég
varð að drífa það af að
kaupa Harley Davidson.
Það er nauðsynlegt að láta
draumana rætast. Að standa
við þau loforð sem maður
gefur sjálfum sér.
Ég er að flytja úr Kópa-
voginum yfir í Reykjavík.
Ég er líka að vinna að nýrri
bók sem ég býst við að
komi út í febrúar. Hún geng-
ur undir vinnuheitinu „Lo-
cation“ og ætli það verði
ekki titilinn.“
39.PM5 6.4.2017, 09:4918