Bæjarins besta - 15.01.2003, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
maður vikunnar
Nafn: Magnús Hávarðarson.
Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Bolungarvík 5.11.1962.
Atvinna: Rek tölvu- og ráðgjafarfyrirtækið Netheima
ehf., á Ísafirði í félagi við vin minn og frænda Larus
G. Valdimarsson.
Fjölskylda: Konan mín er Guðný Sóley Kristinsdótt-
ir, förðunar- og snyrtifræðingur. Við eigum einn strák,
Magnús Orra Magnússon, 4 ára.
Helstu áhugamál: Tölvu- og upplýsingatækni hefur
verið mitt aðal áhugamál á undanförnum árum, en
fast þar á eftir eru gítarleikarinn og veiðimaðurinn.
Bifreið: Mitsubishi Pajero Sport.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Ég vildi helst geta
verið án bíls – og ef til vill fer sú stund að renna upp.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Ég
man það nú ekki svo glöggt. Gítarleikarinn var mér
ofarlega í huga og einnig skipstjórinn.
Uppáhalds matur? Hann fer eftir árstímum. Eftir all-
ar jólasteikurnar er jólamatur ekki í uppáhaldi hjá
mér núna, en hins vegar hlakka ég til Þorrans. Þegar
vorar fer mann að langa í grillmat o.s.frv.
Versti matur sem þú hefur smakkað? Það er nú
það. Ég held ég hafi aldrei smakkað það vondan mat
að ég geti notað svo afgerandi lýsingarorð um hann.
Uppáhalds drykkur? Ef við eigum að leggja mat á
drykk út frá innbirtu magni, þá er það kaffi. Vatnið er
nú líka alltaf gott.
Uppáhalds tónlist? Þessi er erfið vegna þess að ég
er alæta á tónlist. Joe Cocker hefur lengi verið minn
maður og Lynard Skynard var frábær hljómsveit sem
hafði mikil áhrif á mig. Við eignumst aldrei annan
Freddie Mercury, svo eru það Stones og Lennon. Í
dag eru það Mugison og Norah Jones sem heilla.
Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Held með öll-
um sem spila í gömlu Arsenal búningunum. Það
voru nefnilega búningarnir sem við púkarnir í UMFB
lékum í sællar minningar.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Síðan ég fór að sjá
Skjá einn, þá er Silfur Egils í uppáhaldi. Það er ein-
staklega frískandi að sjá og heyra fleiri tjá sig um
pólitík en Þorgerði Katrínu og hennar líka, en svo
virðist sem það lið sé orðið hluti af föstum dagskrár-
liðum í RÚV og Stöð 2.
Uppáhalds vefsíðan? Oftast fer ég inn á bb.is, en
síðan eru það fullt af tæknitengdum síðum sem
heilla mig. Oft er líka vefurinn sem ég er að vinna í
hverju sinni í uppáhaldi.
Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ég horfi mjög
mikið á barnamyndir með stráknum mínum og margar
af þeim eru meðal bestu mynda sem ég hef séð. Ég
vil nefna Toy Story, Tarzan og Shrek.
Fallegasti staður hérlendis? Vatnasvæði Laxár í
Mývatnssveit.
Fallegasti staður erlendis? Smábær í Maine sem
við konan heimsóttum fyrir löngu síðan.
Ertu hjátrúarfull(ur)? Já, alveg örugglega. Ég segi
stundum 7,9,13. Eins held ég að ég myndi ekki velja
grásleppuna ef varpa ætti hlutkesti.
Uppáhalds heimilistækið? Sjónvarpið.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Það
er að vera við veiðar með flugustöng við ársprænu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna?
Klíkur, mafíur og aðrar hringamyndanir og það þegar
hagsmunum fólksins er skipt út fyrir flokkspólitík og
eiginhagsmuni. Eins fer hugmyndafræðilegt gjaldþrot
ákveðinna einstaklinga, sem þó hafa sig mikið í
frammi, afskaplega í taugarnar á mér.
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Mínar bestu
stundir eru þegar ég get verið með fjölskyldunni og
við höfum það notalegt saman.
Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-
ast? Já.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Það neyðarlegasta sem ég hef lent í er að þrufa að
horfa upp á sorglegar og síendurteknar tilraunir
ákveðinna afla við að sannfæra fólk um eitthvað sem
á sér ekki stoð í raunveruleikanum.
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir
þú breyta? Á Ísafirði vantar leiguhúsnæði og dagvist-
un í leikskólum. Þar myndi ég beita mér fyrst, því
öðruvísi getum við ekki tekið á móti nýjum íbúum
sem flestir sækjast eftir búsetu á Ísafirði.
Lífsmottó?Heiðarleiki og hreinskilni.
Joe Cocker
hefur lengi
verið minn
maður!
Sælkerar vikunnar
Eru Emma Rafnsdóttir og
Páll Sturlaugsson á Ísafirði
Önd með ávaxta-
fyllingu (fyrir 4-5)
Nú þegar jólahátíðin er yfirstaðin er kominn tími til að
leita í frystikystunni hvort þar sé ekki einhver veiðibráðin
síðan í haust. Vísareikningurinn er kominn svo að maður
heldur að sér höndum með innkaup. Við erum hér með upp-
skrift að appelsínuönd með ofnsteiktum kartöflum og vonum
að ykkur líki hún. Og svo peruböku í eftirrétt. Verði ykkur að
góðu!
2 endur
salt, pipar
timian
2 appelsínur
2 súr epli
1 lítill laukur
8 sneiðar beikon
3 dl portvín (eða vatn)
Sósa:
2 msk hveiti
safi úr 1 appelsínu
safi úr 1 sítrónu
portvín
salt, pipar
Nuddið hluta af kryddblöndunni innan í fuglana. Saxið
ávextina smátt með berki og hýði ásamt lauk. Fyllið fuglana
með ávöxtum og setjið afganginn í ofnskúffuna ásamt port-
víni (eða vatni). Stráið kryddi utan á fuglana, leggið beikon-
sneiðarnar yfir bringurnar og setjið á rist yfir ofnskúffuna.
Steikið í u.þ.b. 1 klst. og ausið öðru hverju úr ofnskúffunni.
Takið beikonsneiðarnar af og steikið áfram í 20 mínútur.
Veiðið fituna ofan af vökvanum í skúffunni og hellið soðinu
í pott. Látið suðuna koma upp og jafnið með hveitinu sem
hrært hefur verið með appelsínu- og sítrónusafa. Látið
sjóða. Bragðbætið með portvíni og kryddi. Skreytið með
appelsínusneiðum og steinselju.
Ofnsteiktar kartöflur
8-9 meðalstórar kartöflur
100 g smjör, brætt
1 tsk timian
1 tsk savory
1 tsk salt
½ tsk svartur pipar
Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Þerrið með
eldhúspappír ef með þarf. Hitið ofninn í 225°C. Blandið
saman smjöri og kryddi og veltið kartöflunum upp úr blönd-
unni. Leggið þær í eldfast mót og steikið í u.þ.b. 30 mín.
Kartöflurnar eiga að vera fallega brúnar og stökkar að utan
en mjúkar að innan.
Perubaka
Deig:
250 g hveiti
125 g sykur
125 g smjör
3 eggjarauður
1-2 möndludropar
125 g malaðar möndlur
Fylling:
2-3 þroskaðar perur
1 msk sykur
safi og rifið hýði af ½ appelsínu
2 msk Armagnac
1 eggjahvíta
1 msk perlusykur
Hnoðið deigið og geymið í kæli í 1 klst. Afhýðið perurnar,
fjarlægið kjarnana og skerið þær í fjóra báta. Setjið bátana
í skál og stráið sykri, appelsínusafa, hýði og víni yfir. Látið
standa í 30 mín.
Hitið ofninn í 190°C, fletjið út einn þriðja hluta deigsins
með sama þvermáli og hringurinn sem baka skal í. Fletjið
það sem eftir er af deiginu og klæðið hringmót að innan
með því. Látið drjúpa vel af perunum og geymið safann.
Raðið perubátunum í mótið með mjóa endann inn að miðju
og leggið deiglokið yfir. Þrýstið deigbrúnunum vel saman.
Bakið á neðstu rim í 35-40 mín. Takið bökuna úr ofninum
5 mín áður en bökunartíminn er búinn, penslið hana með
léttþeyttri eggjahvítu og stráið perlusykri yfir. Bakið áfram
í 5 mín. Látið bökuna kólna og takið hana úr mótinu. Berið
fram með léttþeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu!
Við skorum á Þórunni Pálsdóttur og Hermann Jón Hall-
dórsson, Urðarvegi 80 á Ísafirði að koma með næstu upp-
skrift. Þau eru miklir matgæðingar og gaman að koma til
þeirra í mat.
Kvikmyndin Þriðja
nafnið frumsýnd
Íslenska kvikmyndin
Þriðja nafnið eftir Einar
Þór Gunnlaugsson var
frumsýnd í Ísafjarðarbíói á
fimmtudag í síðustu viku.
Það er ekki á hverjum degi
sem fullburða kvikmyndir
eru frumsýndar utan
Reykjavíkur og gerðu sýn-
ingargestir góðan róm að
þessarri nýjustu afurð
íslenskrar kvikmynda-
gerðar. Aðstandendur
myndarinnar ráðast ekki á
garðinn þar sem hann er
lægstur og flagga mynd-
inni strax á eftir njósnara
hennar hátignar 007 og öðr-
um hluta Hringadróttinssögu
í Ísafjarðarbíói. Einar Þór
segir að frumsýningin hafi
heppnast vel og kvöldið
verið mjög skemmtilegt.
Segir hann engin tæknileg
vandkvæði hafa komið upp
og hljóð og mynd runnið vel
í gegn. „Þetta var fyrst og
fremst skemmtilegt, það er
alltaf mikil stemmning á
frumsýningu og gaman að
sjá alla sem komu að sam-
fagna okkur“, segir Einar
Þór. Myndin er væntanleg í
kvikmyndahús á höfuð-
borgarsvæðinu um næstu
mánaðamót.
Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og
Eiríkur Finnur Greipsson ræðast við á frumsýningunni.
02.PM5 18.4.2017, 10:146