Bæjarins besta - 15.01.2003, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 7
Fossavatnsgangan á Ísafirði
Kynnt á erlendum vettvangi
Göngunefnd Skíðafélags
Ísfirðinga hefur látið útbúa
kynningarbækling um hina
árlegu Fossavatnsgöngu á
ensku, þýsku, frönsku og
norsku. Honum er ætlað að
veita erlendu skíðafólki og
skíðaáhugafólki helstu upp-
lýsingar um þessa elstu al-
menningsgöngu á Íslandi,
en fyrst var efnt til hennar
árið 1935.
Þótt Fossavatnsgangan
fyrsta laugardag í maí sé
jafnan fjölmennasta skíða-
göngumót hvers árs hér-
lendis, þá hafa menn lengi
menn velt því fyrir sér hvort
ekki mætti gera enn betur.
Hefur þá verið horft til þess
að fjölga bæði íslenskum og
erlendum þátttakendum og
gera gönguna að verulega
stórum viðburði, ekki aðeins
í bæjarlífinu hér vestra heldur
í íþróttalífi landsmanna.
Með útgáfu og dreifingu
þessa bæklings, sem prentað-
ur er hjá H-prenti á Ísafirði, er
kynningarstarf á erlendri
grundu hafið. Hann er kynntur
á stórri ferðakaupstefnu sem
hófst í Bern í Sviss í síðustu
viku. Einnig verður honum
komið á framfæri á ferðakaup-
stefnu í Þýskalandi í lok mán-
aðarins. Þá verður honum
dreift til aðila í ferðaþjónustu
og skíðagönguforkólfa í Evr-
ópu og Ameríku, meðal ann-
ars með aðstoð Skíðasam-
bands Íslands sem hefur boð-
ist til að veita Skíðafélagi Ís-
firðinga liðsinni sitt við þetta
kynningarverkefni.
Í bæklingnum er margvís-
legur fróðleikur um Fossa-
vatnsgönguna fyrr og nú. Sagt
er frá Kristjáni Rafni Guð-
mundssyni, sem sigraði tólf
sinnum á sjöunda og áttunda
áratug liðinnar aldar eða oftar
en nokkur annar og er enn
meðal tíu fyrstu á hverju ári.
Þekktastur þeirra sem komið
hafa við sögu Fossavatns-
göngunnar er þó Norðmaður-
inn Pål Gunnar Mikkelsplass.
Hann gekk árið 1985 en lenti
í öðru sæti, einni sekúndu á
eftir bróður sínum Eileif
Mikkelsplass sem á besta tím-
ann í Fossavatnsgöngunni fyrr
og síðar.
Erlendum ferðalöngum er
sagt til vegar til Ísafjarðar allt
frá því að þeir koma í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Ísafirði sjálfum eru gerð nokk-
ur skil en gönguleiðinni er
lýst með afar skilmerkilegum
hætti ásamt því sem kort er af
henni.
Á næstu vikum mun
heimasíða Fossavatnsgöng-
unnar, sem fengið hefur
hina „útlendingavænu“
slóð fossavatn.com, jafn-
framt taka nokkrum breyt-
ingum og vera gerð að-
gengileg á ýmsum erlend-
um tungumálum.
Forsíða Fossavatnsbæklingsins á norsku, ensku, þýsku
og frönsku.
Hundahreinsun á Ísafirði
Árlegur samkvæm-
isdagur hundanna
Árleg hundahreinsun í
Ísafjarðarbæ fór fram í
Áhaldahúsinu við Stakka-
nes á Ísafirði undir lok síð-
ustu viku og voru allir
skráðir hundar bæjarins
boðaðir á staðinn. Sig-
ríður I. Sigurjónsdóttir
dýralæknir á Ísafirði sagði
að hreinsunin hefði gengið
vel og mætingin verið góð.
Vildi hún brýna fyrir
hundaeigendum sem hafa
þó ekki komið með hunda
sína til hreinsunar að setja
sig í samband við hana svo
að hægt sé að gefa þeim
ormalyf. Hreinsunardag-
urinn er eitt helsta sam-
kvæmi hunda á Ísafirði og
gat þar að líta mörg kunn-
ugleg trýni. Tiger var mjög
hress og sýndi villta takta
þar sem hann snerist í
kringum Sverri eiganda
sinn. Nonni frá Hnífsdal
var mættur og tók orma-
lyfinu af sínu alkunna
jafnlyndi. Sama má segja
um tíkina Týru enda var
hún að koma í 10. skiptið
og því öllu vön. Tíkin
Gríma er gamalreynd
kempa af Seljalandsvegin-
um og beitti útsmognum
brögðum til að komast hjá
því að gleypa ormatöfluna.
Sverrir og Tiger fylgjast með öðrum hundum renna í hlaðið.
Sigríður dýralæknir og Brynhildur Halldórsdóttir taka
Grímu fastatökum.
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Metaðsókn í söngnám
kallar á nýbreytni
Áhugi á söngnámi hefur
farið vaxandi á Ísafirði á
síðustu árum og biðlisti fyrir
slíkt nám er orðinn mjög
langur. Nú er verið að end-
urskipuleggja söngnámið í
Tónlistarskóla Ísafjarðar
með það í huga að fleiri
komist að.
„Margir hafa áhuga á að
læra grundvallaratriði í
raddbeitingu og söng án
þess að ætla endilega að
verða söngvarar“, segir Sig-
ríður Ragnarsdóttir skóla-
stjóri. Til að fækka nem-
endum á biðlista hefur verið
stofnuð sérstök undirbún-
ingsdeild fyrir söngnemendur
á grunnstigi en einnig verður
boðið upp á unglingadeild.
Kennsla þessi mun fara fram í
hóptímum. Það er Ingunn Ósk
Sturludóttir söngkona sem ber
hitann og þungann af undir-
búningi þessara nýju náms-
möguleika.
Starfið í Tónlistarskóla Ísa-
fjarðar er mjög öflugt um
þessar mundir. Um 300 nem-
endur verða við nám á nýrri
önn en skólinn rekur nú fjögur
útibú. Eitt þeirra er í Súðavík
þar sem Rúna Esradóttir er
útibússtjóri, annað á Suður-
eyri undir stjórn Lech Szyzko,
hið þriðja á Flateyri þar sem
Vadim Fjodorov leiðir starf-
semina og fjórða útibúið er
á Þingeyri þar sem Zbigni-
ew Jaremko er útibússtjóri.
Aðsókn að skólanum er
almennt mjög góð. Mest er
sótt í píanónám sem fyrr en
fast á eftir kemur nám í gít-
arleik en þar hefur nú mynd-
ast biðlisti. Auk hinnar
hefðbundu kennslu í hljóð-
færaleik fer fram umfangs-
mikil hópkennsla á vegum
skólans. Meðal annars held-
ur hann úti kórum, strengja-
veit og blásaradeild í sam-
vinnu við Grunnskólann.
Atvinnuástand á landinu
hefur verið með erfiðara
móti undanfarna mánuði og
fréttir borist af fjöldaupp-
sögnum hjá stórum fyrir-
tækjum. Hjá Svæðisvinnu-
miðlun Vestfjarða voru í síð-
ustu viku 95 atvinnuleitend-
ur á skrá, þar af 87 atvinnu-
lausir og á bótum.
„Það hefur verið hægfara
aukning í atvinnuleysi á
okkar svæði en engir stórir
skellir. Við erum samt sem
áður einna lægst á landsvísu“,
sagði Guðrún Stella Gissurar-
dóttir, forstöðumaður Svæðis-
vinnumiðlunar Vestfjarða.
Færri störf munu vera í boði
á svæðinu en verið hefur.
„Undanfarin ár hefur eftir-
spurn eftir vinnuafli verið
meiri en framboð og þess
vegna hafa atvinnurekendur
litið mikið til erlends vinnu-
afls en núna eru færri störf í
boði“, segir Guðrún Stella.
Helst mun atvinnuleysi
hafa verið að aukast á þétt-
býlisstöðunum á norðan-
verðum Vestfjörðum. „Þetta
er breyting því að áður var
atvinnuleysið mest í jaðar-
byggðum. Núna er atvinnu-
leysið þar sem fólk er flest“,
segir Guðrún Stella.
Meira atvinnuleysi í þéttbýli
á norðanverðum Vestfjörðum
Atvinnuástand á Vestfjörðum fer heldur versnandi
Tónlistarskóli Ísafjarðar.
02.PM5 18.4.2017, 10:147