Bæjarins besta - 15.01.2003, Síða 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Stuttar af bb.is
Tilkynnt var um tvo búð-
arþjófnaði til lögreglunn-
ar á Ísafirði í síðustu
viku. Annar þjófnaðurinn
átti sér stað í verslun
Samkaupa en hinn í
verslun Bónuss. Aðilar
þeir sem hér áttu hlut að
máli teljast til fullorðinna
eða eru yfir þrítugu. Að-
faranótt laugardags var
óskað eftir aðstoð lög-
reglunnar vegna manns
er hafði neytt áfengis í of
miklum mæli. Hann var
ósjálfbjarga og þurfti að-
stoðar við til að komast í
náttstað.
Tvö óhöpp í
umferðinni
Tilkynnt var um tvö um-
ferðaróhöpp til Ísafjarð-
arlögreglu í liðinni viku.
Annað óhappið varð á
þrettándanum þegar bif-
reið rann út af veginum í
Hnífsdal, skammt frá
Skarfaskeri. Bifreiðin
hafnaði í flæðarmálinu
en valt ekki. Ökumaður
var einn og sakaði hann
ekki. Hitt óhappið varð
við brúna á Heydalsá í
Mjóafirði eins og nánar
er greint frá annars
staðar í blaðinu.
Trassa að
láta skoða
Lögreglan á Ísafirði
kærði í liðinni viku sjö
ökumenn þar sem þeir
höfðu ekið yfir leyfilegum
hámarkshraða. Þrír
þeirra voru stöðvaðir í
Vestfjarðagöngum, en
þar er eins og kunnugt er
60 km hámarkshraði.
Eftir þessa viku mega 18
bifreiðaeigendur búast
við sektum fyrir að hafa
ekki fært bifreiðar sínar
til lögbundinnar skoðun-
ar. Bifreiðaeigendur eru
hvattir til að trassa ekki
þennan mikilvæga þátt,
en töluverður kostnaður
getur hlotist af brotum
sem þessum.
Stolið úr
verslunum
Verslunin Bónus er til húsa
í Ljóninu á Skeiði.
Skíðavikan
Gestir bóka
sig þrátt fyr-
ir snjóleysið
Aðdáendur Skíðavik-
unnar á Ísafirði láta ekki
snjóleysið slá sig út af lag-
inu og eru þegar farnir að
bóka hótelgistingu og gera
aðrar ráðstafanir. Að sögn
Gunnars Þórðarsonar hjá
Vesturferðum er fólk byrj-
að að hringja varðandi um
gistingu og annað um
páskana.
Undirbúningur Skíða-
vikunnar er að komast á
skrið og ljóst að mikið
verður um nýja atburði og
afþreyingu. Þótt skíða-
menn megi horfa upp á
golfara iðka sína íþrótt á
skíðabrautunum í Tungu-
dal eru þeir ekki enn farnir
að örvænta og spá góðri
skíðatíð síðla vetrar.
Kristín Gísladóttir, móðir Ólafs Th. Árnasonar, Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2002 og Katrín systir hans tóku við viður-
kenningunum. Á milli þeirra er Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2002 útnefndur
Ólafur Th. Árnason kjörinn
Íþróttamaður Ísafjarðarbæj-
ar árið 2002 var útnefndur í
hófi í Stjórnsýsluhúsinu á
sunnudag. Að þessu sinni var
valinn Ólafur Th. Árnason,
skíðagöngumaður á Ísafirði,
en hann átti miklu gengi að
fagna á árinu. Þetta er í annað
sinn sem Ólafur hlýtur þessa
viðurkenningu en hann var
einnig Íþróttamaður Ísafjarð-
arbæjar árið 1999.
Ellefu íþróttamenn voru til-
nefndir af aðildarfélögum
HSV og hlutu þeir allir viður-
kenningu. Einnig hlaut Lárus
Daníelsson sem keppir utan
félaga viðurkenningu en hann
sigraði á Þrekmeistaramóti Ís-
lands á síðasta ári. Auk Ólafs
Th. Árnasonar fengu fjórir
íþróttamenn styrk úr Afreks-
og styrktarsjóði Ísafjarðar-
bæjar og nam hann 100.000
krónum fyrir hvert þeirra.
Ólafur er staddur við æf-
ingar í Noregi og gat því ekki
tekið við útnefningunni. Fyrir
hans hönd komu Katrín Árna-
dóttir, systir hans, og Kristín
Gísladóttir, móðir hans, og
tóku við útnefningunnni og
því sem henni fylgdi úr hendi
Birnu Lárusdóttur forseta bæj-
arstjórnar.
Sjá nánar á bls. 13.
Farþegum fjölgar jafnt og þétt í Ísafjarðarflugi Flugfélags Íslands
Heildarfjöldi farþega í Ísa-
fjarðarflugi Flugfélags Íslands
var rétt um 40 þúsund á ný-
liðnu ári. Það er um 500 far-
þegum færra en árið áður en
sú fækkun um rúmlega eitt
prósent segir hvergi nærri alla
söguna. Fyrstu mánuðir ársins
2002 voru mun lakari en árið
áður en hlutirnir snerust þegar
á árið leið og síðasti þriðj-
ungur ársins var langtum betri
en árið áður. „Við stefnum að
aukningu í ár“, segir Arnór
Jónatansson, stöðvarstjóri
Flugfélags Íslands á Ísafirði,
og segir horfurnar nú í árs-
byrjun miklu betri en á sama
tíma í fyrra.
Aðspurður hvort snjóleysið
og góð færð á landi hafi ekki
valdið því að fleiri en ella hafi
ekið á milli í vetur í stað þess
að fljúga telur Arnór svo ekki
vera.
„Jól og áramót voru mjög
góð hjá okkur, bæði hvað far-
þegafjölda snertir og flugið
sjálft. Ég held að fólk keyri
ekki eins mikið á milli og áður,
sakir þess hversu tryggt flugið
hefur verið og vegna þeirra
lágu fargjalda sem nú eru í
boði“, segir Arnór.
Tíðarfarið hefur leikið við
Ísafjarðarflugið í allan vetur
eins og áður hefur komið fram.
Í desember og það sem af er
janúar er verulegur munur
milli ára hvað áreiðanleika í
fluginu varðar. Síðast var
ófært á Ísafirði fyrri hluta dags
þann 19. desember og í öllum
mánuðinum féll flug niður
einn heilan dag og fimm hálfa.
Árið áður voru sjö heilir dagar
og tólf hálfir ófærir í desem-
ber. Arnór segir að nýliðinn
desember sé að þessu leyti sá
besti í að minnsta kosti áratug
og það sem af er nýja árinu
hefur einnig verið „glymjandi
fært“ alla daga.
Ísafjarðarflugvöllur.
Stefnt að aukningu í ár
Hjördís og Heiðar Ingi.
Fá 200 þús.
kr. styrki
Bæjarstjórn Ísafjarðar-
bæjar samþykkti á fundi
sínum á fimmtudag í síð-
ustu viku að veita sérstakt
200 þúsund króna framlag
til Afreks- og styrktar-
sjóðs Ísafjarðarbæjar til
stuðnings þeim Hjördísi
Ernu Ólafsdóttur og Heið-
ari Inga Marinóssyni, sem
valin hafa verið í íslenska
Ólympíuhópinn.
Tillagan um áðurnefnt
framlag Ísafjarðarbæjar
kom frá meirihluta bæjar-
stjórnar en allir bæjarfull-
trúar greiddu henni at-
kvæði sitt. Enda þótt 25
íþróttamenn hafi verið
valdir í Ólympíuhópinn er
ekkert ákveðið um það
hverjir fara þegar þar að
kemur. Það ræðst af því
hvernig frammistaðan
verður þegar nær dregur
og skiptir því miklu að
hafa góðar aðstæður til
æfinga og undirbúnings.
Ísafjarðarbær
02.PM5 18.4.2017, 10:1416