Bæjarins besta - 20.08.2003, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
ÚTGÁFAN
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Kristinn Hermannsson
sími 863 1623
kristinn@bb.is
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson
sími 863 7655
hafldan@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Hlynur Þór Magnússon
sími 892 2240
hlynur@bb.is
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
RITSTJÓRNARGREIN
Rökrétt ákvörðunbb.is
pú
lsi
nn
fy
rir
ve
sta
n
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Lausasöluverð er kr. 250
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 215 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 898
6328. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hrefnuveiðar í vísindaskyni er
rökrétt. Þjóð, sem byggir afkomu sína að stórum hluta á takmörkuðum fiskistofnum,
er nauðsyn að hafa vissu um neysluhlutfall hvalastofna úr þessum sömu fiskistofnum.
Málflutningur þeirra, sem vilja gera alla hvali að gæludýrum og halda því fram í
fúlustu alvöru að takmarkalaus fjölgun þeirra skipti engu máli fyrir lífríki hafsins,
ristir svo grunnt að undrum sætir.
Það vita allir sem vilja vita, og hvalavinir manna best, að margar hvalategundir
eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Hvað veldur þá þessari blindu og
stundum ofstækisfullu baráttu fyrir algerri friðun hvala? Með sama áframhaldi
verður þess ekki langt að bíða að krafist verði friðunar alls sjávarfangs!
Það er misráðið hjá hérlendum talsmönnum hvalaskoðunar, sem vissulega hafa
lagt sitt af mörkum til að laða erlenda ferðamenn til landsins, að leggjast jafnharkalega
á sveif með öfgahópum í þessu máli sem raun ber vitni. Sé vilji beggja aðila fyrir
hendi þurfa hvalveiðar og hvalaskoðun ekki að skarast.
Yfirlýsing Waitrose-matvörukeðjunnar, sem rekur um 150 hágæðaverslanir með
fisk og kjöt á Bretlandseyjum, gengur þvert á allar spár um hrun erlendra markaða
fyrir íslenskar fiskafurðir vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um hrefnuveiðar
í vísindaskyni. Þar segir: „Við skiljum nauðsyn þess að aflað sé vitneskju um áhrif
stórra hvalastofna á fiskistofna. Við munum því fylgjast af áhuga með vísindaniður-
stöðum rannsóknarinnar.“ Og Keith Brown, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtæk-
isins Sealord Caistor Limited á Bretlandseyjum, sem kaupir ferskan fisk frá ís-
lenskum fyrirtækjum fyrir 10-11 milljónir punda árlega og annast sölu til Waitrose-
keðjunnar, hefur þetta til málanna að leggja: „Við teljum að ráðherrann [Árni M.
Mathiesen] og sjávarlíffræðingarnir séu að gera það sem þeir þurfa að gera af aug-
ljósri ástæðu, til að átta sig á áhrifunum.“
Ef komandi kynslóðir eiga að hafa um annað að velja en verksmiðjuframleiddan
færibandagervimat komumst við ekki hjá því að nýta okkur þau matföng, sem
landið og sjórinn gefa af sér með sjálfbærum hætti. Til að það sé unnt þurfum við
að afla okkur allrar þeirrar þekkingar sem völ er á. Þess vegna erum við meðal ann-
ars að efna til rannsókna á áhrifum hvala á lífríkið í hafinu í kringum okkur. s.h.
Þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-LÍF, bjargaði aðfaranótt
þriðjudags þremur mönnum
sem voru hætt komnir í Efsta-
dalsvatni í Laugardal í Ísa-
fjarðardjúpi. Mennirnir sem
lögreglan taldi hafa verið ölv-
aða hvolfdu undir sér báti á
vatninu og mátti ekki tæpara
standa þegar þeim var bjargað.
Klukkan 23.18 á mánudags-
kvöld barst hringing til lög-
reglunnar á Ísafirði um Neyð-
arlínuna og var tilkynnt um
þrjá menn sem væru í vanda
staddir á litlum báti á Efsta-
dalsvatni. Tilkynningin var
mjög óljós. Var brugðist við
með því að kalla björgunar-
sveitirnar á Ísafirði og í Súða-
vík út á rauðu viðbragði. Stuttu
síðar var stjórnstöð Landhelg-
isgæslunnar beðin um að setja
þyrlu í viðbragðsstöðu. Fyrir
tilviljun frétti lögreglan af
slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingsmanni frá Ísafirði, sem var
þarna skammt frá.
Náðist fljótt samband við
hann og fór hann á vettvang.
Þegar hann nálgaðist vatnið
heyrði hann kallað á hjálp en
sá ekkert í fyrstu hvað hafði
gerst eða hvaða ástand var á
staðnum. Slökkviliðsmaður-
inn hafði síma meðferðis og
kom þessum boðum til lög-
reglu, sem þá kallaði þyrluna
út með hraði. Slökkviliðsmað-
urinn fór nær og sá þá að bátn-
um hafði hvolft, og voru tveir
menn á kili hans en einn maður
í vatninu. Var beðið komu þyrl-
unnar og björgunarsveitar-
manna.
Þyrlan kom fyrr á vettvang
eða klukkan 01.13 og bjargaði
mönnunum þremur. Mátti
ekki tæpara standa þar sem
maðurinn sem var í vatninu
var að gefast upp. Þyrlan lenti
á Ísafjarðarflugvelli klukkan
01.40 og voru mennirnir fluttir
á sjúkrahúsið á Ísafirði til að-
hlynningar. Tveir þeirra voru
það vel á sig komnir að þeir
máttu yfirgefa sjúkrahúsið
eftir skoðun en sá þriðji var
lagður inn svo hann mætti
jafna sig.
Allir þeir sem í vatninu lentu
og sá sem tilkynnti fyrst um
slysið eru grunaðir um að hafa
verið ölvaðir. Við björgunina
notaði áhöfn þyrlunnar nætur-
sjónauka. Lögreglan á Ísafirði
segir að ekki sé að efa að þeir
hafi skipt sköpum við björg-
unina.
– hlynur@bb.is
Þyrlan kom til bjargar á síðustu stundu
Þrír menn hætt komnir þegar bát hvolfdi á Efstadalsvatni í Ísafjarðardjúpi
Menn frá Ríkisútvarpinu trufluðu hrefnuveiði hjá Halldóri Sigurðssyni ÍS
Virtust búnir undir langt úthald
en hættu eftirförinni skyndilega
– ætli saltið hafi ekki verið búið, sagði Konráð Eggertsson hrefnuveiðimaður
Konráð Eggertsson hrefnu-
veiðimaður lagði úr höfn á
Ísafirði til vísindaveiða á
hrefnu á báti sínum Halldóri
Sigurðsson ÍS síðdegis á
sunnudag. Fimm menn eru í
áhöfninni. Ríkisútvarpið tók
bát á leigu á Ísafirði og fylgdi
Konráð og mönnum hans eins
og skugginn fram á mánu-
dagskvöld.
„Það eltir okkur bátur með
myndatökumönnum og við
gerum ekkert á meðan hann er
hjá okkur. Við erum búnir að
biðja þá um að láta okkur í
friði og segja þeim að við
skjótum ekkert á meðan þeir
eru hérna“, sagði Konráð í
samtali við blaðið á mánu-
dagsmorgun. Meðan útvarps-
báturinn elti hvalbátinn sást
nokkuð af hrefnu.
Útvarpsmenn virtust búnir
undir mjög langt úthald. Þann-
ig kvaðst fréttamaður vera
með veiðistöng, kartöflur og
salt meðferðis auk þess sem
nægar olíubirgðir væru um
borð. Hins vegar var eftirför-
inni skyndilega hætt á mánu-
dagskvöld.
„Ég veit ekkert hvers vegna.
Ætli saltið hafi ekki verið bú-
ið“, sagði Konráð í samtali
við blaðið í gær. „Við getum
athafnað okkur núna. Við
höfum reyndar ekkert séð af
hrefnu í dag en þetta kemur
allt með kalda vatninu. Við
getum verið úti í hálfan mánuð
ef því er að skipta.“
Konráð sagði það fara eftir
aðstæðum hversu mikla veiði
væri hægt að færa að landi. Þó
standi ekki til að veiða mikið í
þessari fyrstu ferð.
Halldór Sigurðsson ÍS er
einn þriggja báta sem Haf-
rannsóknastofnun samdi við
um veiðar á samtals 38 hrefn-
um. Vísindamenn frá stofn-
uninni eru um borð í öllum
bátunum. Eitt meginatriði
hrefnurannsóknanna er að fá
vitneskju um fæðuval hval-
anna til þess að átta sig á því
hversu mikið þeir éta úr ein-
stökum nytjastofnum fiska við
landið.
– hlynur@bb.is
Áhöfn Halldórs Sigurðssonar ÍS í þann mund að leggja af stað frá Ísafirði.
33.PM5 18.4.2017, 11:362