Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Side 7

Bæjarins besta - 20.08.2003, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Tölvunarfræðingurinn verðandi Tumi Þór Jóhanns- son mun á næstunni leggja lokahönd á smíði forrits sem hermir eftir væntanlegri hegðun tækis sem hefur ekki enn verið smiðað. Þetta gerir Tumi fyrir rafeindavoga- framleiðandann Póls hf. á Ísafirði. Vonar hann að verk- efnið eigi eftir að gera lukku og valda því að hann verði ráðinn til frambúðar. Tumi er fæddur á Ísafirði en það má segja að hann hafi búið til skiptis á Ísafirði og í Reykjavík alla sína ævi. „Ég bjó til þriggja ára aldurs á Ísafirði en flutti þá til Reykjavíkur. Þegar ég var níu ára fluttum við aftur vestur en síðan aftur suður þegar ég var sautján ára. Síð- an hef ég samt verið á Ísa- firði öll sumur, öll jól og alla páska, fyrst hjá ömmu minni [Geirþrúði Charles- dóttur, innskot BB] og síðar hjá tengdafjölskyldu minni.“ Gat illa verið tekjulaus Tumi Þór hefur undanfar- in þrjú ár lært tölvunarfræði í Háskóla Íslands og á von á því útskrifast með B.S. gráðu í haust. „Mig vantaði nokkrar einingar upp á að geta útskrifast. Ég hefði svo sem getað skrifað eina góða heim- spekiritgerð og fengið eining- arnar þannig, en fannst snið- ugra að vinna frekar að ein- hverju verkefni sem hentaði mínu námi og verða mér þann- ig úti um starfsreynslu. Svo hafði ég eiginlega ekki efni á því að vera tekjulaus í sumar. Það lá eiginlega beint við að tala við þá hjá Póls, því ég vann hjá þeim í fyrrasumar og vissi að þar væri unnin forrit- unarvinna. Í fyrstu reyndum við að fá styrk frá Nýsköpun- arsjóði námsmanna, en kom- umst að því að þeir styrkja ekki verkefni sem gefa eining- ar. Því fór það svo að Póls þarf eitt og sér að borga fyrir verkefnið, sem ég vona og trúi að eigi eftir að vera góð kaup fyrir fyrirtækið.“ Undrandi á áhugaleysi skólans „Það kom mér svolítið á óvart, og ég var eiginlega dá- lítið vonsvikinn yfir áhuga- leysi Háskólans þegar ég var að reyna að finna mér verkefni. Þrátt fyrir að það sé yfirlýst stefna skólans að færa hann nær atvinnulífinu virðast margir kennarar ekki par hrifn- ir af slíku. Mér sýnist þeir sumir hverjir ekki vera par hrifnir af því að fyrirtæki séu með puttana í náminu. Menn innan minnar skorar ráðlögðu mér beinlínis frá því að vinna þetta verkefni. Ég gæti ímyndað mér að þeir óttist að kennslan sé að færast alltof mikið út úr skól- anum, sem mér finnst persónu- lega hið besta mál. Í það minn- sta mættu fyrirtæki vera höfð meira með í ráðum þegar kem- ur að því að skipuleggja nám- ið. Mig grunar líka að mörg fyrirtæki séu ekki nógu dugleg við að nýta sér krafta þeirra sem eru í námi eða eru að ljúka námi. Ég held að það sé allra hagur að sem flest fyrir- tæki nýti sér þessa starfskrafta og fari á kaf í ýmiskonar rann- sóknar- og þróunarvinnu, því vinnuaflið er ódýrt og áhuga- samt.“ Hannar stýrireiknirit Þrátt fyrir að nokkurrar tregðu hafi gætt hjá Háskól- anum gat Tumi samt fengið verkefni sitt metið í námið. Eins og áður sagði gengur það út á að hanna og smíða forrit sem hermir eftir væntanlegri hegðun græju sem ekki hefur enn verið búin til. „Ég veit ekki alveg hversu mikið ég má segja um tækið, en þetta er ákveðin tegund sjálfvirks flokkara með viss- um eiginleikum. Í rauninni er mitt starf að hanna stýrireikni- rit fyrir tækið til að hægt verði að finna út hvað þarf af vél- búnaði í það. Forritunin sem slík er ekkert voðalega flókin. Það er erfið- ara að átta sig á raunhæfum stærðum í vélinni sjálfri, hraða á færanlegum hlutum og svo framvegis. Þetta þarf að gera til að fá fram raunhæfa virkni.“ Enginn skilur forritið – Það er þá kannski erfitt að færa raunheima yfir í tölvu- heima svo að menn skilji hvað er um að vera. Þarf forritið ekki að vera notendavænt? „Það þarf náttúrlega að vera skiljanlegt, en eins og er getur ekki nokkur maður notað það og skilið, nema ég, að sjálf- sögðu. Það horfir nú allt til betri vegar þegar ég verð búinn að skila skýrslu um verkefnið. Þá ættu fleiri að geta notað forritið. Það verður samt í mín- um verkahring að nota það og fá þær niðurstöður sem menn þurfa áður en framleiðsla á tækinu hefst.“ Ómetanleg reynsla – Og sér fyrir endann á þessu verkefni? „Ég er að leggja lokahönd á þetta um þessar mundir. Að vísu tefst ég aðeins því vegna peningagræðgi fór ég að vinna sem afleysingamaður hjá Póls. Þar er ég í flestu, prófa prent- plötur, vinn í samsetningu og pökkunum og í raun öllu því sem til fellur og ég ræð við. Mér finnst mjög fínt að vinna í þessu og kynnast þann- ig sem flestum þáttum starf- seminnar hjá Póls. Forrits- smíðin er samt mín aðalvinna í sumar. Ég held að þessi reyn- sla sé alveg ómetanleg þegar til langs tíma er litið.“ Sestur að fyrir vestan – En eftir að þú klárar verk- efnið, hver er þá stefnan? „Ég vonast náttúrlega til að fá vinnu hjá fyrirtækinu í fram- haldinu svo að ég geti verið hérna fyrir vestan. Ég, unnusta mín og sonur fluttum aftur til Ísafjarðar í haust og ætl- um að setjast hérna að. Það stendur og fellur náttúrlega með því að ég fái vinnu. Í þeim efnum eru því miður ekki margir staðir sem koma til greina en þó eru vissulega til spennandi tækifæri á svæðinu.“ Aðspurður segir Tumi að vissulega gæti hann reynt að búa sér sjálfur til eitthvert starf. „Það er samt betra að vinna með öðrum, sérstak- lega þegar maður er nýút- skrifaður og býr yfir lítilli sem engri reynslu.“ Óvíst með frekara nám – En hefurðu hugsað þér að halda áfram námi? „Að minnsta kosti ekki strax. Ég er rétt að byrja að vinna við það sem ég var að læra og veit þess vegna voðalega lítið um það hversu gaman ég hef af því. Ég stefni þó á að halda áfram námi einhvern tímann en er ekki viss hvenær eða ná- kvæmlega hvað. Ég býst þó við að það verði eitthvað tengt vélaverkfræði.“ Smíðar forrit sem hermir eftir tæki sem ekki hefur enn verið smíðað 33.PM5 18.4.2017, 11:367

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.