Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 20.08.2003, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ið að koma i á svæðinu“ nánasta fólk til samstarfs en annað og þar af leiðandi mynd- ast nokkurs konar hópþrýst- ingur. Þetta hefur skemmileg áhrif á samfélagið.“ – Þú sagðir áðan að þegar þú byrjaðir hjá Ágústi og Flosa hafir þú keyrt á hverjum degi yfir Breiðadalsheiðina. Má segja að þú sért af fyrstu kyn- slóðinni sem nýtur Vestfjarða- ganganna nánast alveg frá upphafi? Með öllu sem því tilheyrir, stærra atvinnusvæði, sameiningu sveitarfélaga og svo framvegis? „Já, maður upplifir allar þessar breytingar. En ég veit í sjálfu sér ekki mikið hvernig ástandið var áður. Því kemur maður að vissu leyti að málum eins og gestur utan frá og sér þá frekar kostina við samfé- lagið sem verður. Ég held að það hafi verið mjög jákvætt fyrir mig að upplifa þetta.“ – Heldurðu að þessar breyt- ingar hafi tekist vel, annars vegar sameining sveitarfélag- anna og svo þessi óformlega sameining sem verður meðal fólksins í kjölfarið? „Í heildina þá held ég það. Mín skoðun er sú að það eigi eftir að sameina meira og ég vona að norðursvæðið verði eitt samfélag – kannski ekki endilega eitt sveitarfélag, held- ur ein heild. Ég held að í sjálfu sér skipti sveitarstjórnarstigið ekki öllu máli heldur að fólkið hér á norðursvæðinu finni sig sem eina heild og standi sam- an. Ég held að það sé það mikilvægasta og að við séum að berjast saman en ekki sitt í hvoru lagi. Það er alltaf að stefna í það meira og meira, hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki, en það er þróun- in. Kannski verður það síðasta skrefið að sveitarfélögin verði sameinuð en ég held að grund- vallaratriðið sé það fólkið nái saman sem ein heild.“ Byggja jafnvel upp heila götu – Nú er sameining sveitar- félaga einhvers konar form- legur gjörningur sem er á end- anum framkvæmdur með pennastriki í félagsmálaráðu- neytinu. Að sameina hugi og hjörtu manna þannig að þau slái í takt tekur sjálfsagt lengri tíma. Heldurðu að það þurfi að vinna sérstaklega í því eða gerist það sjálfkrafa með tím- anum? „Kannski þarf eitthvað að vinna í því en ég held að það gerist smátt og smátt. Þarna held ég að hin formlega sam- eining skipti ekki máli heldur vegabæturnar. Ég held t.d. að það hefði aldrei verið mögu- leiki að sameina sveitarfélögin innan Ísafjarðarbæjar ef göng- in hefðu ekki komið til. Ég held í rauninni að það skipti mestu máli. Sama er með Bolungarvík og Súðavík. Þegar samgöngur- nar eru orðnar það góðar að fólk er farið að vinna þvers og kruss, þá upplifum við þetta svæði sem eina heild. Hér má taka Karlakórinn Erni sem dæmi. Hann nær yfir allt þetta svæði og það gengur upp. Þá erum við búin að sýna fram á að við getum staðið sem ein heild. Ég held að þetta séu skrefin sem verða tekin og muni koma smátt og smátt. Síðan munu fleiri félög fylgja í kjölfarið og ná yfir allt svæð- ið. Ég spái því að þess sé ekki langt að bíða að við sameinum sveitarfélögin. Ég held líka að það sé langfarsælast að við gerum það sjálf en bíðum ekki eftir skipun annars staðar frá – og gerum það með jákvæðu hugarfari. Þetta er farið að ger- ast, fólk og fyrirtæki eru að vinna saman en sjálfsagt verð- ur sameining sveitarfélaganna sem slíkra síðasta skrefið.“ – En nú hefurðu tekið þetta stóra skref að vera orðinn sjálf- stæður verktaki og mikið að gera í kringum það. Hvaða framtíðarmöguleika sérðu á því sviði? „Þar er margt spennandi framundan. Þegar ég hætti í vor hjá Ágústi og Flosa fór ég ásamt félaga mínum Nebojsa Zastavnikovic eða Nesso út til fyrrum Júgóslavíu. Þar skoðuðum við einingahúsa- verksmiðjur í Slóveníu og flæktumst líka aðeins um Króatíu. Úr varð að við ákváð- um að taka að okkur að selja fyrir verksmiðju í Maribor í Slóveníu sem er við landa- mæri Austurríkis. Framtíðar- áformin eru að nýta sér þau tengsl. Mér kom mest á óvart að þeir eru að selja 90% fram- leiðslunnar til Þýskalands, Austurríkis og Ítalíu og í öðru lagi eru þetta þrælflott hús. Einhvern veginn hefur maður þá ímynd, þegar hugsað er til fyrrum Júgóslavíu, að þar séu hlaðin hús úr múrsteini, jafn- vel með kúlnagötum. Ég sá það reyndar líka. Við fórum og heimsóttum svæði sem hafði farið illa út úr stríðinu en maður lærði margt, t.d. að Slóvenar fóru fyrstir út úr júgóslavneska sambandinu og þeir lentu ekki í stríðinu. Svo þegar stríðið skellur á fer fjár- magn að einhverju leyti frá hinum löndunum til Slóveníu. Efnaðir menn voru t.d. að flýja stríðið. Þar af leiðandi hafa Slóvenar forskot og eru nú að ganga inn í Evrópusambandið. Á margan hátt er þar mjög vestrænt þjóðfélag. Síðan komum við aftur heim og förum að kanna möguleika á innflutningi og úr verður að við bjóðum í lóðir í Norðlingaholti í Reykjavík. Og svo óheppilega vill til að við fengum tvær, aðra með fjórtán íbúðum og hina með tólf. Við erum búnir að fá stað- fest að við fáum þessar fjórtán en erum að skoða hinar tólf. Ef til þess kemur verðum við með alla götuna.“ Gott að hafa vetrar- verkefni fyrir sunnan – Þið verðið þá mjög upp- teknir menn næstu tvö til þrjú árin, eða hvað? „Neinei, ekkert svo. Við ætl- um að reisa þessi einingahús í Norðlingaholtinu sem verður frumraunin í þessum innflutn- ingi. Þetta eru 26 íbúðir í 13 tvíbýlishúsum. Tvær íbúðir í hverju húsi og bílskúr á milli. Þannig má segja að þetta séu tvíbýlisraðhús ef maður á ein- hvern veginn að finna skil- greiningu á því. Menn frá framleiðenda koma sjálfir með húsin að utan og reisa þau en það verk tekur ekki nema um vikutíma fyrir hvert hús. Á viku klára þeir sem sagt allt húsið að utan og ganga frá öllum innveggjum. Ef þeir koma með eitt gengi, þá erum við um 13 vikur að reisa öll húsin. Þannig er það ekki langur tími og mjög spennandi að sjá hvernig það virkar hér á landi að reisa eina götu á tveimur til þremur mán- uðum. Kosturinn er sá, að þá er gatan tilbúin nánast um leið og fyrstu húsin eru tilbúin til afhendingar. Þá er viðskipta- vinurinn ekki að flytja inn í hverfi sem er í byggingu – það er gríðarlega mikill kostur. Í rauninni gerir það húsin sölu- vænlegri og væntanlega við- skiptavini ánægðari.“ – Á hávaxtasvæði eins og Íslandi munar væntanlega um hvern dag sem fjárbindingin í verkefninu styttist? „Jú, sparnaðurinn í fjár- magnskostnaði er gríðarlegur. Slóvenarnir framleiða allt frá sumarbústöðum upp í veit- ingastaði fyrir McDonalds og vöruskemmur. Frá því að viðskiptavinurinn pantar hús og þar til það er tilbúið líða einungis um þrír mánuðir. Hann er varla að binda heild- arverðið á húsinu meira en mánuð þar til hann fær Íbúða- sjóðslán. Það þekkist varla á Íslandi og munar miklu hvort 33.PM5 18.4.2017, 11:369

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.