Bæjarins besta - 20.08.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Tekjur Vestfirðinga úr 2.
sæti í 5. síðasta áratug
Tekjuaukning einstaklinga á Vestfjörðum virðist hafa
verið hægari en víðast annars staðar á landinu. Tekjuár-
in 1990 til 1995 greiddu Vestfirðingar næsthæsta skatta
einstaklinga á landinu fyrir utan tekjuárið 1992 þegar
skattgreiðendur í fjórðungnum voru í þriðja sæti. Frá
tekjuárinu 1996 hafa skattgreiðendur í Vestfjarðaum-
dæmi færst neðar í röðina og voru á síðasta ári í fimmta
sæti af níu skattumdæmum landsins samkvæmt staðtöl-
um skatta sem birtar eru á heimasíðu ríkisskattstjóra.
– kristinn@bb.is
Súðvíkingar sammála
um þverun Mjóafjarðar
Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hefur fjallað um fram-
komnar tillögur Vegagerðarinnar um endurbyggingu
Djúpvegar milli Eyrarhlíðar og Hörtnár en sú leið liggur
öll innan hreppsins. Í skýrslu Vegagerðarinnar um mat á
umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna er fjallað um
þrjár leiðir auk óbreyttrar legu. Hreppsnefndin er sam-
mála Vegagerðinni um að fara leið 3, þar sem gert er ráð
fyrir þverun Mjóafjarðar um Hrútey og þverun Reykj-
arfjarðar. Nefndin bókaði að hún gerði ekki athuga-
semdir við matsskýrslu Vegagerðarinnar. –kristinn@bb.is
Þórir skipaður reglu-
vörður Ísafjarðarbæjar
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt reglur um
meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja. Jafn-
framt hefur ráðið skipað Þóri Sveinsson fjármálastjóra
bæjarins í nýtt embætti regluvarðar Ísafjarðarbæjar.
Þetta er gert í samræmi við leiðbeinandi tilmæli Fjár-
málaeftirlitsins til útgefenda skráðra verðbréfa. Hlut-
verk regluvarðar Ísafjarðarbæjar er að hafa eftirlit með
því að reglum þessum sé fylgt og skal hann vera hlutlaus
og sjálfstæður í því starfi. Regluvörður ber ábyrgð á
miðlun innherjaupplýsinga – hlynur@bb.is
Verðlaunahafar á mótinu ásamt eigendum Kambs, þeim Hinriki Kristjánssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Mynd: Gylfi
Sigurðsson.
Metþátttaka í Kambsmótinu í golfi
Sigríður og Magnús sigruðu
Metþátttaka var á Kambs-
mótinu í golfi sem haldið var
á Tungudalsvelli á laugardag.
Alls tóku 67 þátt í mótinu, 60
karlar og sjö konur. Sigríður
Ingadóttir frá Golfklúbbnum
Glámu á Þingeyri og Magnús
Gautur Gíslason frá Golf-
klúbbi Ísafjarðar sigruðu á
mótinu án forgjafar og fengu
hvort um sig 12 þúsund króna
úttektarbréf í Golfbúðinni í
Hafnarfirði. Magnús Gautur
lék á 77 höggum og Sigríður
lék á 101 höggi.
Í 2. sæti í karlaflokki án
forgjafar varð Hákon Her-
mannsson (GÍ) á 80 höggum
og þriðji varð Kristján Krist-
jánsson (GÍ) á 81 höggi.
Bráðabana þurfti til að skera
úr um þriðja sætið þar sem
Vilhjálmur Antonsson (GÍ) og
Gunnlaugur Jónasson (GÍ)
voru á sama höggafjölda.
Með forgjöf sigraði Grétar
Sigurðsson (GÍ) á 63 höggum,
annar varð Pétur Þór Birgisson
(GÍ), einnig á 63 höggum og í
3.-4. sæti urðu þeir Vilhjálmur
Antonsson og Hólmar Jóhann
Hinriksson (GÍ) á 65 höggum.
Kristín Karlsdóttir (GÍ) varð í
öðru sæti í kvennaflokki án
forgjafar á 103 höggum og
þriðja varð Margrét Ólafsdótt-
ir (GÍ) á 106 höggum. Með
forgjöf sigraði Kristín Karls-
dóttir á 65 höggum, önnur varð
Margrét Ólafsdóttir á 72 högg-
um og þriðja varð Sigríður
Ingvadóttir (GGL) á 78 högg-
um.
Allir þátttakendur fengu
teiggjafir auk þess sem boðið
var upp á veitingar þegar leikn-
ar höfðu verið 9 holur af 18.
– halfdan@bb.is
Vinna að eflingu áfengis- og fíknifefnaforvarna sveitarfélaga
Verkefnið byggir m.a. á kenning-
um sálfræðingsins Harvey Milkman
Stjórn, Vertu til samstarfs-
verkefnis Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Áfengis- og
vímuvarnarráðs fundaði á Ísa-
firði í síðustu viku en markmið
verkefnisins er að efla áfengis-
og fíkniefnaforvarnir sveitar-
félaganna.
Að sögn Svandísar Nínu
Jónsdóttur verkefnisstjóra er
megininntak starfsins fólgið í
ráðgjöf og upplýsingamiðlun
um skipulag og framkvæmd
forvarnarstarfs gagnvart ungu
fólki en nafngiftin vísar til
nauðsynjar þess að ungt fólk
njóti lífsins án vímugjafa.
„Verkefnið byggir m.a. á kenn-
ingum sálfræðingsins Harvey
Milkman en hann hefur fjallað
um hvernig ungt fólk getur
byggt upp sjálfsvitund sína og
sjálfstraust án vímuefna“,
segir Nína. Verkefnið er til
næstu þriggja ára en aðstand-
endur þess hafa skuldbundið
sig til að meta sameiginlega, í
árslok 2005, árangur verkefn-
isins með tilliti til framtíðar-
skipan mála.
„Það er ljóst að mörg sveit-
arfélög sinna þessum mála-
flokki vel sem er ánægjulegt
en önnur sveitarfélög eru með
ómótaðri stefnu. Því miðar
starf okkar að því að mæta
hverju sveitarfélagi þar sem
það er statt og aðstoða við að
efla forvarnastarfsemi á for-
sendum heimamanna sem
þekkja best allra sitt um-
hverfi“, sagði Nína.
Í því skyni að styrkja tengsl
milli sveitarfélaganna inn-
byrðis var ákveðið að stjórn
verkefnisins yrði skipuð fólki
úr dreifbýli og þéttbýli. For-
mennska verkefnisins fór til
sveitarfélaga Þingeyjarsýslna
og er í höndum Soffíu Gísla-
dóttur, félagsmálastjóra svæð-
isins. Sigríður Hulda Jónsdótt-
ir, náms- og starfsráðgjafi í
Garðabæ er varaformaður.
Þeim til fulltingis við stjórn
verkefnisins eru Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri í Ísafjarð-
arbæ, Soffía Pálsdóttir, Bryn-
dís Arnarsdóttir og Guðrún E.
Ólafsdóttir .– kristinn@bb.is Halldór Halldórsson, Soffía Gísladóttir, Sigríður Hulda, Svandís Nína og Soffía Pálsdóttir.
Til sölu er Aðal-
stræti 12 á Þingeyri
Til sölu er húseignin að Aðalstræti 12 á
Þingeyri. Húsið verður til sýnis föstudaginn
22. ágúst 2003 milli kl. 16 og 18.
Aðalstræti 12 á Þingeyri er tvær hæðir og
kjallari. Afgreiðsluhúsnæði og vélasalur eru
á jarðhæð og 1. hæð húss er alls 240m².
Íbúð á 2. hæð er 124,6m².
Nánari upplýsingar veitir fasteignasala
Tryggva Guðmundssonar á Ísafirði, sími
456 3244.
Áskrift að
Bæjarins besta
margborgar sig...
33.PM5 18.4.2017, 11:3611