Bæjarins besta - 20.02.2002, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002
LEIÐARI
Ill var sú fyrsta ganga
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Sindri
V. Gunnarsson, Holtagötu 11,
sími 456 4982. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is•
Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson • Blaðamenn: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sími 456 4448, netfang: umbrot@bb.is, Haukur Magnússon, sími 695 8158, netfang: haukur@bb.is •
Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur
er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið.
Ísafjörður
Brátt boxað
í Stúdíó Dan
Eins og kunnugt er hefur
Alþingi samþykkt þingsálykt-
unartillögu þess efnis að
ólympískir hnefaleikar skuli
leyfðir á Íslandi eftir áratuga
bann.
Stefán Dan Óskarsson, eig-
andi Stúdíó Dan á Ísafirði,
hefur í kjölfar ákvörðunar Al-
þingis, ákveðið að bjóða Vest-
firðingum upp á aðstöðu til
að iðka þessa íþrótt. Segist
hann hafa orðið var við mikinn
áhuga hjá gestum stöðvar-
innar eftir að tillagan var sam-
þykkt á mánudag.
Stefán segist ekki ætla að
koma upp hnefaleikahring og
keppnisaðstöðu til að byrja
með en framhaldið velti vissu-
lega á áhuga bæjarbúa á íþrótt-
inni. „Við höfum boðið upp á
sparkboxið tælenska og fleiri
sjálfsvarnaríþróttir um nokk-
urra ára skeið og eigum því
allan búnað sem til þarf. Ég
geri ráð fyrir að föstum æfing-
um verði komið á fljótlega
eftir námskeið í ólympískum
hnefaleikum sem við hyggj-
umst halda með menntuðum
þjálfara. Hnefaleikaæfingar
eru eitt besta líkamsþjálfun-
arkerfi sem völ er á, bæði fyrir
körfuboltastráka og lang-
þreyttar húsmæður þannig að
ég býst við því að fólk eigi
eftir að taka þeim fegins
hendi,“ segir Stefán Dan.
Þingeyri
Safnað fyrir
fjölskyldu
Í samráði við sóknarprest-
inn á Þingeyri hefur verið
stofnaður söfnunarreikningur
til styrktar fjölskyldu Sófusar
Odds Guðmundssonar, sem
lést í hörmulegu slysi á
Gemlufallsheiði 1. febrúar sl.
Sófus Oddur lét eftir sig
eiginkonu og þrjú börn á
aldrinum sex ára til tvítugs.
Reikningurinn er hjá Spari-
sjóði Vestfirðinga, nr. 1128-
05-8000, kt. 090960-2969.
Eignarhaldsfélag stofnað um rekstur félagslegra íbúða í Ísafjarðarbæ
Allt íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem
hefur markaðsgildi færist yfir í félagið
Ísafjarðarbær hyggst stofna
eignarhaldsfélag um rekstur
félagslegra íbúða og annarra
fasteigna í eigu sveitarfélags-
ins. Er þetta gert í samræmi
við tillögur frá nefnd félags-
málaráðherra um stofnun sér-
stakra eignarhaldsfélaga um
félagslegar íbúðir. Nefndin
hefur jafnframt lagt til að fjár-
framlag komi til þeirra sveitar-
félaga sem hvað erfiðast eiga
með rekstur íbúðanna og komi
það til framkvæmda um leið
og félögin hafa verið stofnuð.
Hjá Ísafjarðarbæ er átt við
uppgjör á rekstri íbúðanna
árið 2001 og fjárframlag frá
ríkinu upp í neikvæðan mis-
mun er kemur til greiðslu á
árinu 2002.
Vinnur Ísafjarðarbær nú að
undirbúningi málsins og hefur
Bjarka Bjarnasyni, löggiltum
endurskoðanda á Ísafirði, ver-
ið falið að gera drög að sam-
þykktum hlutafélagsins. Þar
verður væntanlega lagt til að
stofnuð verði þriggja manna
stjórn eignarhaldsfélagsins
sem bæjarstjórn tilnefnir í.
Einnig er gert ráð fyrir því að
stjórnin ráði framkvæmda-
stjóra til félagsins sem fyrst
og verða drög að starfslýsingu
hans lögð fram með tillögum
að samþykktum félagsins.
Er ætlunin að allt íbúðar-
og atvinnuhúsnæði sem hefur
eitthvert markaðsgildi færist
yfir í hlutafélagið. Með mark-
aðsgildi er átt við húseignir
sem leigutekjur fást af og hafa
söluverð og sölumöguleika á
markaði. Þegar félagið hefur
tekið til starfa mun það yfir-
taka alla starfsemi húsnæðis-
nefndar og sjá um rekstur
nokkurra eigna sem í dag til-
heyra ákveðnum sviðum.
Sunnukórinn heiðrar minningu hjónanna Sigríðar og Ragnars H. Ragnar
Draumaferð á slóðir Vestur-Íslend-
inga í Bandaríkjunum og Kanada
Sunnukórinn á Ísafirði hef-
ur ákveðið að ferðast um slóð-
ir Vestur-Íslendinga í Banda-
ríkjunum og Kanada í sumar.
Ferð sem þessi hefur lengi
verið draumaferð kórsins og
með henni langar kórinn að
heiðra minningu Ragnars H.
Ragnar og konu hans Sigríðar,
og syngja á þeim stöðum sem
þau bjuggu og störfuðu. Ragn-
ar bjó og starfaði á þessum
slóðum í 27 ár og stjórnaði
þar m.a. kórum og kenndi á
píanó.
Eftir að Ragnar flutti til Ísa-
fjarðar var hann stjórnandi
Sunnukórsins í fjöldamörg ár
ásamt því að vera skólastjóri
Tónlistarskóla Ísafjarðar, org-
anisti Ísafjarðarkirkju og
stjórnandi Karlakórs Ísafjarð-
ar. Ragnar var sem kunnugt
er útnefndur heiðursborgari
Ísafjarðar fyrir störf sín að tón-
listar- og menningarmálum.
Sunnukórinn var stofnaður
árið 1934 og er nú elsti bland-
aði kór á landinu. Hann hefur
tvisvar sinnum áður ferðast
til útlanda en farið margar
ferðir innanlands. Stjórnandi
kórsins nú er Margrét Geirs-
dóttir og undirleikari Sigríður
Ragnarsdóttir.
Í ferðinni verða kórfélagar
og makar þeirra en nokkur
sæti eru laus svo hægt er að
bjóða fleirum þátttöku en
þeim sem nú syngja í kórnum.
Þeir sem hafa hug á að slást í
hópinn eða fá nánari upplýs-
ingar um ferðina þurfa að
bregðast skjótt við og hafa
samband við Kristján Har-
aldsson í símum 456 3211
eða 456 3050, Sigríði Stein-
unni Axelsdóttur í síma 456
3278 og Sigurveigu Gunnars-
dóttur í síma 456 4095.
Sigríður og Ragnar H. Ragnar.
,,Þetta er fyrsta byggðaáætlun mín“, voru orð iðnaðarráðherra í Kastljósi Sjón-
varpsins í heldur dapurlegri varnarræðu fyrir ,,metnaðarfullum tillögum“ og
,,stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar í málefnum landsbyggðarinnar næstu fjögur
árin.
Síðla árs 1991 féllu þau orð á Alþingi að sóun fjármuna í nafni
byggðastefnu væri ein af fortíðarplágunum sem kæmu í veg fyrir að
menn gætu hugsað heila hugsun. Hér eftir skyldu menn (á landsbyggð-
inni) sjá um sig sjálfir. Á sama tíma fór fram víðtæk umræða um sameiningu
sveitarfélaga. Augu manna voru smámsaman að opnast fyrir því að við gætum
ekki setið landið á sama hátt og forfeðurnir og jafnframt krafist gagna og gæða
nútímans. Þá sagði BB: ,,Öflugir byggðakjarnar eru eina leiðin til að sporna
við frekari ofvexti Reykjavíkur. En til að taka á vandanum þarf kjark. Og
til þess þarf forustu landsbyggða manna sjálfra.“
BB fagnar tillögu Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, og ákvörðun bæjar-
stjórnar Ísafjarðarbæjar að hafa frumkvæði að því að Vestfirðingar semji sína
eigin byggðaáætlun eftir að ríkisstjórnin, hefur kveðið upp þann úrskurð ,,að
ekki sé ráðlegt að gera ráð fyrir að íbúum fjölgi á Vestfjörðum á næstu árum.“
Vel má vera að iðnaðarráðherra telji sig þess umkominn að kveða upp slíkan dóm
yfir heilum landshluta. Hvað sem því sjálfsmati líður skal fullyrt að siðferðilegan
rétt til slíkra verka hefur engin ríkisstjórn, hvað þá einn ráðherra. En skilaboðin
eru skýr: Við reiknum ekki lengur með ykkur, Vestfirðingar.
Byggðaáætlunin, sem nokkrir stjórnarþingmenn gefa einkunina
,,klaufalegt orðalag“, ,,yfirborðslegt snakk“, sem gengur út á að skoða
,,hitt og þetta“, studd röksemdum sem ,,lýsa ekki öðru en fordómum og
sleggjudómum höfunda“, gengur þvert á tillögur nefndar á vegum Sambands
sveitarfélaga í þessum efnum. Og, hvers vegna endaði tillaga atvinnumálahóps
Verkefnisstjórnar um þrjá byggðakjarna: Ísafjörð, Akureyri og Mið-Austurland
í ruslaskúffu Iðn-aðarráðuneytisins?
Um frumraun iðnaðarráðherra við gerð byggðaáætlunar verður aðeins eitt
sagt: Ill var þín fyrsta ganga.
Vestfirðingum finnst sem stjórnvöld skuldi þeim afsökunarbeiðni vegna þeirrar
blautu tusku sem ódrátturinn um byggðaáætlun 2002 til 2005 er í andlit þeirra.
Vestfirðingar: Hafi einhvern tíma verið þörf þá er nú nauðsyn að standa saman,
sem einn maður. s.h.