Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 20.02.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002 Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningu frá Héraðssambandi Vestfirðinga og Ísafjarðarbæ á sunnudag. Þar sem þeir voru ekki allir viðstaddir, tóku fulltrúar þeirra við viðurkenningunum. Stefnir á Ólympíuleik- ana í Aþenu árið 2004 Heiðar Ingi Marinósson var á sunnudag kjörinn „Íþróttamaður Ísafjarðar- bæjar árið 2001“ í móttöku sem haldin var í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði. Heiðar er vel að titlinum kominn enda var árið 2001 einkar árangursríkt hjá hon- um. Hann var valinn í ungl- ingalandslið Íslands í sundi eftir frábæran árangur á Íslandsmeistaramóti og í framhaldi af því fór hann á Smáþjóðaleikana í San Mar- ino þar sem hann þótti standa sig með ágætum. Einnig varð hann landsmóts- meistari í 50 og 100 metra skriðsundi á landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum og setti jafnframt landsmótsmet í báðum greinum. „Þetta er alveg frábært, mér er sýndur mikill heiður með þessu,“ var það fyrsta sem Heiðar Ingi sagði er hann var inntur álits á út- nefningunni. Heiðar Ingi, sem er á 19. aldursári, hefur æft sund um sex ára skeið en ekki sett mikinn kraft í æfingarnar fyrr en hann fékk núverandi þjálfara, Inga Þór Ágústsson. „Ég á honum mest að þakka, hann er mjög góður þjálfari og hefur kennt mér mikið. Ég hefði varla verið að taka við þessum verðlaunum ef hans hefði ekki notið við. Stjórn Sund- félagsins Vestra hefur líka verið mér mjög hjálpleg og svo hef ég auðvitað notið mikils stuðnings frá mörgu góðu fólki hér í bæ,” segir Heiðar. Heiðar æfir sund níu sinnum í viku, alls 22 tíma, sem verður að teljast nokk- uð mikið þegar litið er til þess að hann er í fullu námi við Menntaskólann á Ísa- firði og vinnur auk þess þegar tími gefst í blikk- smiðju föður síns, Ísblikk. „Vissulega er mikið að gera hjá mér en sundið gefur mér mikið til baka, það er mitt áhugamál og mér finnst gott að nota tímann til þess að iðka það. Það er helst að maður vildi fá meiri tíma með kærustunni, en ég reyni að hitta hana eins oft og ég get,” segir hann. Að öllu óbreyttu mun Heiðar Ingi ljúka námi í blikksmíði við Menntaskól- ann á Ísafirði í vor en þá verður hann að halda til Reykjavíkur hyggist hann læra meira í iðninni. Hann segist ekki enn hafa ákveðið sig hvað taki við eftir út- skrift frá MÍ, en segir líklegt að hann fari suður enda hefur hann hug á að mennta sig frekar í blikksmíði. „Það er búið að bjóða mér að æfa í Hafnarfirði, með Erni Arn- arsyni og fleiri köppum ef ég skyldi ákveða að fara og vissulega er freistandi að fá að æfa reglulega í löglegri keppnislaug, en ég á samt mjög erfitt með að ákveða mig því mér líður mjög vel á Ísafirði. Eitt er víst og það er að ég ætla ekki að hætta sundæfingum á næstunni. Ég hef sett mér það mark- mið að keppa á Ólympíu- leikunum í Aþenu 2004 og ef maður ætlar að taka þátt í þannig keppnum er vísara að vera vel undirbúinn,” sagði Heiðar Ingi Marinórs- son, Íþróttamaður Ísafjarðar- bæjar í samtali við blaðið. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 – Ísafirði Símar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is Fasteignaviðskipti : : . Einbýlishús / raðhús Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af sölu-skránni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrif- stofunni að Hafnarstræti 1 Fa st ei gn v ik un na r Hafraholt 50: 138,4 m² Hosby einingahús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð 12,9 m.kr. hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Möguleiki að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. Tangagata 16: 66,9 m² íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr. Urðarvegur 49: 102,5 m² kjall- araíbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Tilboð óskast 2ja herb. íbúðir Suðureyri Hjallavegur 11: 138,2 m² ein- býlishús á einni hæð. Verð 3 m.kr. Túngata 18: 53,4 m² íbúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjöl- býlishúsi ásamt sér geymslu. Verð 4 m.kr. Súðavík Álfabyggð 3: 130,2 m² nýtt og glæsilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, sólstofu og tveim- ur sólpöllum. Verð 11.5 m.kr. Bolungarvík Heiðarbrún 3: 224,6 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr Tilboð óskast Hlíðarstræti 6: 113 m² ein- býlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 7,9 m.kr. Fjarðarstræti 14: 100 m² falleg 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt 60m² kjallara og 27,8 m² geymsluskúr. Baklóð fylgir neðri hæðinni. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Fjarðarstræti 38: 3-4ra her- bergja íbúð að hluta undir risi. Íbúðin er í góðu standi. Tilboð óskast Pólgata 5a: 121 m² 4ra herbergja íbúð á n.h. í þríbýlishúsi ásmt bílskúr , 50% kjallara og eignar- lóð. Íbúðin er öll endurnýjuð Verð 6,7 m.kr. 3ja herb. íbúðir Engjavegur 24: 126,4 m² ein- b.hús á tveimur hæðum.Frábær sólbaðsaðstaða. Laust 1. ágúst 2001. Áhv. ca. 4,6 m.kr. Verð 7,5 m.kr. Hlíðarvegur 21: 157,5 einbýl- ishús á tveimur hæðum. Skipti á dýrari eign möguleg. Verð 6 m.kr. Hlíðarvegur 37: 185,9 m² rað- hús á þremur hæðum ásamt bílskúr og einstaklingsíbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 10,2 m.kr. Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt grónum garði og eignar- lóð Laust fljótlega. Tilboð óskast Hrannargata 1: 238,9 m² ein- býlishús á 2 hæðum ásamt kjall- ara, háalofti og ræktuðum garði. Tilboð óskast Hrannargata 8a: 78,1 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt eignarlóð. Húsið er uppgert að hluta. Verð 4,6 m.kr. Lyngholt 10: 151,3 m² einbýl- ishús á einni hæð ásamt 55,2 m² bílskúr Verð 12,9 m.kr. Seljalandsvegur 30: 160,5 m² einbýlishús á tveimur hæðum Tilboð óskast Seljalandsvegur 72: 112 m² einbýlishús á tveimur hæðum, góður sólpallur. Verð 8,2 m.kr. Urðarvegur 33: 306,3 m² glæsil- egt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð 16 m.kr. 4-6 herb. íbúðir Hlíðarvegur 33: 79,1 m² íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi ásamt góðum bílskúr. Verð 6,9 m.kr. Hlíf II –Torfensi: 62,5 m² 2ja- 3ja herbergja íbúð á jarðhæði í Dvalarheimili aldraðra. Verð 7,1 m.kr. Pólgata 6: 55 m² risibúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi. Verð 3,9 m.kr. Silfurgata 11: 56,2 m² (75m² gólfflötur, mikið rými í risi) Björt og glæsileg íbúð með frábæru útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri. Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74,6 m² íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.