Bæjarins besta - 20.02.2002, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2002
Kvennafjör og kútt-
magakvöld í Víkinni
Stakkur skrifar
Óvarlegt er að gera ráð fyrir... Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Ertu ánægð(ur)
með viðbrögð bæjar-
stjórnar Ísafjarðar-
bæjar vegna byggða-
áætlun ríkistjórn-
arinnar?
Alls svöruðu 456.
Já sögðu 324 eða 71,05%
Nei sögðu 101 eða 22,15%
Hlutlausir voru
31 eða 6,18%
Um 70 karlar komu
saman sl. föstudag á
árlegu kúttmagakvöldi
Lionsklúbbs Bolungar-
víkur. Að sjálfsögðu voru
kúttmagar í öndvegi, bæði
lifrar- og mjölmagar, en
einnig var boðið upp á
glæsilegt sjávarréttahlað-
borð sem matreiðslumenn
SKG-Veitinga áttu veg og
vanda af og telst mönnum
til að þarna hafi verið um
þrjátíu réttir af ýmiss
konar sjávarfangi. Veislu-
stjóri var Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri á
Ísafirði.
Á meðan karlarnir sátu
að veislukosti í Víkurbæ
komu hattaprýddar
bolvískar konur saman á
kvennafjöri í Finnabæ þar
sem boðið var upp á
„femin“-hlaðborð og
fjölbreytta dagskrá þar
sem konur skemmtu
konum undir röggsamri
veislustjórn Pálínu
Vagnsdóttur. Einnig var
verslunin Jón og Gunna á
Ísafirði með sýningu á
glæsilegri vorlínu og
Sólbaðstofan Linda í
Bolungarvík sýndi spenn-
andi sundfatnað, auk þess
sem veglegir happ-
drættisvinningar voru
dregnir úr lukkupotti.
Skemmtu konur sér hið
besta og voru í miklu stuði
um miðnætti þegar þær
héldu sem leið lá í Víkur-
bæ og dönsuðu þar með
körlunum fram eftir nóttu
við undirleik hljómsveitar-
innar Gabríel. Ljósmynd-
ari blaðsins kom við í
Bolungarvík og tók þar
meðfylgjandi myndir.
Fleiri myndir munu
birtast á svipmyndum á
bb.is í vikunni.
Iðnaðarráðhera Valgerður Sverrisdóttir skipaði nefnd sem skilað hefur áliti
varðandi byggðamál á Íslandi. Kjarni niðurstöðu nefndarinnar er sá, að Akureyri
skuli verða mótvægi við höfuðborgina. Þetta er fín hugmynd þó óvarlegt sé að
flestra dómi að gera ráð fyrir að nokkur byggð á Íslandi verði í bráð mótvægi við
höfuðborgina Reykjavík þar sem rúmlega 110 þúsund manns búa og reyndar búa
nærri 170 þúsund á öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Akureyrar eru um 15 þúsund
og við Eyjafjörð allan búa innan við 20 þúsund manns. Munurinn á íbúfjölda þar
og á höfuborgarsvæðinu er því gríðarlegur og hlýtur að minnka
verulega áhrif mótvægisins eftirsóknarverða.
Vissulega er nokkuð til í þeirri hugsun að utan Reykjavíkur er
Akureyri ótvírætt fjölmennasta byggðin og einnig stærsti kjarn-
inn í nokkrum einstökum landshluta utan suðvesturhornsins. Enn er á þessum
vettvangi minnt á hugmynd sem kom fram á ráðstefnu Byggðastofnunar og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var á Selfossi í nóvember 1987. Inntak
hennar var að koma upp kjarnabyggðum í öllum landshlutum. Því miður var sú
hugmynd andvana fædd vegna afstöðu fulltrúa alltof margra sveitarfélaga sem þá
voru nærri 220 á landinu öllu. Fulltrúar hinna fjölmörgu smáu hreppa um allt
land sáu ógnina eina við þessa ágætu hugmynd. Vonandi verða sveitarstjórnarmenn
betur vakandi að þessu sinni.
Nú kemur hugmyndin fram einu sinni enn þó í breyttri mynd. Munurinn er sá
að allar kjarnabyggðir utan Akureyrar eru gleymdar. Ekki er lengur talað um
Borgarnes, Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilstaði og Selfoss, aðeins Akureyri hlýtur
náð fyrir augum nefndarinnar. Vissulega má halda því fram að sveitarstjórnarmenn
sjálfir hafi átt nokkra sök á því að liðinn er einn og hálfur áratugur aðgerðarleysis
í stað þess að vinna hugmyndinn ágætu um byggðakjarnana fylgis og hrinda í
framkvæmd þeirri byggðastefnu sem þar kristallaðist.
Það er einkar klaufalegt að einblína aðeins á tvo kjarna byggðar á Íslandi, sem
er tiltölulega stórt land með mjög fáa íbúa, annan á suðvesturhorninu og hinn við
Eyjafjörð. Vissulega er það rétt að fáir kjarnar eru nægilega
stórir úti í fjórðungunum til mótvægis við byggð sem telur
nærri 70% Íslendinga. Kannski er það svo að andmæli sveitar-
stjórnarmanna á Vestfjörðum og Austurlandi minni nokkuð á
afstöðu hinna fjölmörgu fulltrúa litlu hreppanna fyrir nærri 15 árum. Mótmæli
bæjarstjórnar og bæjarstjóra á Ísafirði eru bæði eðlileg og skiljanleg þótt í Vest-
firðingafjórðungi búi nú færri íbúar en í nokkrum hinna, aðeins um áttaþúsund.
Það er ekkert sem réttlætir fullyrðinguna um að að óvarlegt sé að gera ráð fyrir
fjölgun íbúa á Vestfjörðum nema til komi rökstuðningur og nokkur forspá í leið-
inni um afstöðu ríkisstjórnarinnar til framhaldandi byggðar á Vestfjörðum. Hafði
iðnaðarráðherra kannski dulið umboð til þess að taka af skarið gagnvart Vest-
fjörðum með þessum hætti?
Því verður ekki trúað. En skýrslan framkallar spurningar varðandi byggð á Ís-
landi og framtíðarsýn ríkisstjórnar og Alþingis. Við bíðum svara.