Bæjarins besta - 07.02.2001, Síða 1
,,Kannski ekki
miklu við að bæta“
– Rósi Sigurðsson, bóndi og hljómlistarmaður á Nýja Sjálandi
í nýju BB-viðtali – fimmtán árum síðar. Sjá miðopnu.
Miðvikudagur 7. febrúar 2001 • 6. tbl. • 18. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Súðavík
Grunaður
um ölvun
við akstur
Lögreglan stöðvaði
mjög ungan ökumann í
Súðavík aðfaranótt
sunnudags vegna gruns
um ölvun við akstur.
Ökumaðurinn fékk
hefðbundna meðferð þó
ekki hafi hann haft öku-
réttindi, enda verður hann
ekki fullra sautján ára fyrr
en í haust. Verði hann sek-
ur fundinn missir hann
ökurétt í minnst þrjá mán-
uði. Þar sem hann er ekki
orðinn sautján ára mun
hann eingöngu missa rétt-
inn til að keyra skelli-
nöðru og ákveðnar teg-
undir af vinnuvélum.
Hins vegar mun hann fá
að taka bílprófið á réttum
tíma í haust.
Að öðru leyti var helgin
róleg hjá lögreglunni á
Ísafirði þrátt fyrir að
þorrablót hafi verið haldið
í svo til hverju einasta fé-
lagsheimili á norðanverð-
um Vestfjörðum.
Sjúkra- og áætlunarflugvél kom til Ísafjarðar í síðustu viku
Hálfdán og Guðleifur fljúga vélinni
Ný sjúkra- og áætlunarflug-
vél Vestfirðinga kom til Ísa-
fjarðar á fimmtudag. Vélin er
í eigu Leiguflugs Ísleifs Otte-
sen, sem samið hefur verið
við um flugið. Hálfdán Ing-
ólfsson flugstjóri og Guðleifur
Árnason aðstoðarflugstjóri
skipa áhöfn vélarinnar sem er
af gerðinni Cessna 402C.
„Flogið verður þrisvar í
viku í áætlunarflugi milli Ísa-
fjarðar og Bíldudals. Við erum
að gera könnun á ferðatíðni
til að sjá hvaða daga vikunnar
er best að fljúga. Líklega verða
tvö morgunflug og eitt síð-
degisflug í hverri viku. Verð
farmiða verður hliðstætt því
sem gildir milli Akureyrar og
Grímseyjar“, segir Ísleifur
Ottesen.
Ekki hafði vélin setið lengi
í flugskýli á Ísafirði þegar
fyrsta verkefnið kom. Á laug-
ardag þurfti að fljúga með
menn frá Fjórðungssambandi
Vestfirðinga til Reykhóla og
Bíldudals til fundarhalda. Á
meðan þingað var á Reykhól-
um var beðið um sjúkraflug
frá Ísafirði. Þurfti því að skilja
Fjórðungssambandsmenn eft-
ir meðan flogið var til Ísa-
fjarðar og þaðan til Reykja-
víkur. Síðan var flogið með
mennina til Bíldudals og það-
an aftur til Ísafjarðar.
Nýja sjúkra- og áætlunarvélin.
06.PM5 19.4.2017, 09:211