Bæjarins besta - 07.02.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 7
Kvöldstund
í Stúdíó Flónafegurð
Í litlum snotrum bústað í
Dagverðardal í Skutulsfirði
hafa þrír ungir menn komið
sér upp æfingahúsnæði sem
er óvenju vel tækjum búið.
Svo mikil er græjufýsn
þeirra félaga að þeim hefur
tekist að sanka að sér nokk-
urn veginn öllum þeim
tækjum og tólum sem þarf
til að taka upp tónlist og er
bústaðurinn að mörgu leyti
líkari hljóðveri en æfinga-
húsnæði. Bæði í gríni og
alvöru er húsnæðið nefnt
Stúdíó Flónafegurð. Að því
standa Ísfirðingarnir Þorri
Gestsson, Páll Janus Hilm-
arsson og Andri Geir Árna-
son sem hafa lengi unnið
saman að hinum og þessum
músíkverkefnum.
Engar áætlanir
um útgáfu
Þorri segir að ekki standi
til að fara út í neina útgáfu-
starfsemi, hvorki á þeirra
eigin tónlist né annarra.
„Tónlistin er frekar tekin
upp af akademískum áhuga
en öðrum hvötum. Ekki eru
uppi neinar áætlanir um út-
gáfu og því síður ætlum við
að fara að rukka fyrir hljóð-
verstíma. Um leið og við
missum áhugann á þessu,
þá hættum við einfaldlega
að taka upp.“
Tekið upp fyrir
barnabörnin
Græjurnar hafa þeir piltar
fengið héðan og þaðan.
Sumt er fengið að láni úr
aflóga hljóðkerfum en ann-
að hafa þeir keypt. „Við vor-
um að festa kaup á gullfall-
egum 24 rása mixer sem
við notum við upptökur.
Hann auðveldar þetta allt
saman mikið og eykur gæði
upptökunnar töluvert. Þeg-
ar hljóðið hefur farið í gegn-
um þennan mixer er það
sett í tölvu, þar hljóðbland-
að og brennt á disk ef af-
raksturinn þykir nógu góð-
ur.
Seint myndi hljóðverið
standast kröfur stórpoppara,
enda er ekki ætlunin að taka
upp af neinni alvöru. Ef kunn-
ingja okkar langar til að taka
upp tóndæmi sem barnabörn-
in geta hlustað á og hlegið að
síðar meir getum við orðið
þeim innan handar, svo lengi
sem við nennum“, segir Þorri.
Mikil er
verklagni Þorra
Þegar blaðamann ber að
garði í hljóðverinu er verið að
taka upp tónlist ísfirsku
hljómsveitarinnar Abuzz, en
hana skipa Birgir Örn Sigur-
jónsson gítarhetja og söng-
vari, Gunnar Pétur Garðars-
son bassaleikari og Hrannar
Freyr Abrahamsen trymbill.
Þorri virðist vita nákvæmlega
hvað hann er að gera. Byrjað
er á því að stilla „sándið“ í
trommunum, en það reynist
svolítið erfitt vegna þess að
upptökumaðurinn situr í sama
herbergi og trymbillinn.
Þegar búið er að stilla,
Þorri Gestsson á takkaborðinu.
Birgir Örn gítarleikari og söngvari.
Hrannar Freyr lemur húðirnar.
hefjast menn handa við upp-
tökur. Meðlimir Abuzz taka
upp hver á fætur öðrum og
þykir greinilega mikið til bún-
aðarins og verklagni Þorra
koma.
Orðir frekar
ryðgaðir
Abuzz virkar sem vel smurð
rokkmaskína og lögin skríða
á færibandi inn í tölvuna. Þeir
félagar hafa spilað saman
með hléum í hátt í þrjú ár.
„Hljómsveitin varð til í
leikskólanum Hlíðar-
skjóli“, segir Birgir Örn
Sigurjónsson, gítarleikari
og söngvari sveitarinnar.
„Við æfðum í leikskólanum
á meðan listafélagið And-
rúm var og hét. Í upphafi
var Abuzz pönksveit en síð-
ar færðum við okkur út í
einhvers konar gítarrokk.
Við höfum ekki getað æft
okkur í nokkurn tíma og
komumst að því þegar
stigið var inn í hljóðverið
að við erum orðir frekar
ryðgaðir.“
Gunnar Pétur bassaleikari.
06.PM5 19.4.2017, 09:217