Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Rósi Sigurðsson, bóndi og hljómlistarmaður á Nýja Sjálandi, í nýju BB-viðtali – fimmtán árum síðar „Kannski ekki miklu við að bæta...“ – fékk fótboltadellu um fertugt og þjálfar og spilar sjálfur þó að hann sé kominn yfir fimmtugt Tíminn er fljótur að líða. Fyrir réttum fimm- tán árum, eða í lok janúar árið 1986, birtist í Bæjarins besta viðtal við Rósa Sigurðsson frá Ísafirði, sem þá var fluttur til útlanda fyrir nokkrum árum en var í heimsókn á ættlandinu. Í viðtalinu gamla segir í upphafi: Það muna flestir eftir honum Rósa, Sigurði Rósa Sigurðssyni, spilandi á böllum vestur um alla firði. Þeir vildu margir gefa mikið fyrir það, strákarnir, að vera eins fimir með fingurna á gítarhálsinum. En hann Rósi, sem var einn Krókspúkanna í gamla daga, hvarf af sviðinu fyrir fimm árum, fluttist til Nýja Sjálands og gerðist bóndi... Þegar hann var spurður um ástæður þess að hann fluttist um hálfan hnöttinn, svaraði hann: Það varð margt til þess. Það var komin einhver óeirð í mig hér heima og mig langaði að reyna eitthvað nýtt. Við vorum þá tekin saman, ég og konan mín sem nú er, nýsjálensk stúlka sem kom hingað til vinnu í frystihúsinu í Hnífsdal. Svo var það að pabbi hennar, sem er bóndi þarna úti, bauð okkur að koma. Í netspjalli við Rósa núna fimmtán árum síðar segir hann: „Það er kannski ekki miklu við að bæta síðan Snorri [Grímsson] talaði við mig árið 1986. Lífið hefur verið í föst- um skorðum að mestu leyti öll þessi ár. Ég vinn fyrir mér og fjölskyldu minni við bú- skap“, segir hann. Þegar hann var spurður í viðtalinu gamla hvort það hafi ekki verið erfitt að taka þessa ákvörðun að rífa sig upp og flytjast alla þessa leið, svaraði hann: Nei, ekki erfitt, en það var stór ákvörðun og maður vissi að ekki yrði aftur snúið. Erf- iðast var að skilja dótturina eftir. Hún hefur ekki séð mig síðan hún var tveggja ára, þar til nú, nema á myndum. En hún hefur heyrt margt um pabba sinn, sem býr hinum megin á jörðinni, og það er ég ánægður með. Það var mjög gaman að sjá hana aftur núna. Það var reyndar aldrei ætlunin að við settumst að á bænum hjá tengdapabba, heldur átti þetta að vera fyrst um sinn meðan við áttuðum okkur. En svo fór að ég gerðist vinnumaður hjá honum og var það í tvö ár. Þá vildi hann fara að hætta búskap, var kominn yfir sextugt, og þá fara þeir á eftirlaun þarna úti. Hann bauð mér að taka við búinu og ég sló til. 115 mjólkurkýr Rósi er með 115 mjólkurkýr sem hann mjólkar tvisvar á dag frá ágúst og fram í maílok á hverju ári. Það er reyndar sumartíminn á Nýja Sjálandi. Einnig er hann með 21 kvígu, 25 kálfa og 3 naut. „Við erum með jörðina á leigu en eigum allar skepnur og vélar sjálf. Þegar líða tekur á sumarið og heyskapnum er lokið, þá fer að verða minna að gera hjá mér. Þá hef ég tíma til að sinna öðrum áhuga- málum og má þar nefna knatt- spyrnu sem heltók mig fyrir tíu árum. Ég hef verið óstöðv- andi síðan, bæði að spila sjálf- ur og að þjálfa krakka. Líka hef ég gert mikið af því að dæma unglingaleiki.“ Ætlaði að hætta fimmtugur „Eitt árið tók ég að mér að þjálfa gagnfræðaskólaliðið. Ég hafði farið á nokkur þjálf- aranámskeið og er með fyrstu gráðu réttindi. Reyndar ákvað ég að hætta að spila fótbolta á 50 ára afmælinu í fyrra. En liðið mitt var alltaf að hóa í mig vegna þess að þeir höfðu ekki nógu marga liðsmenn. Áður en ég vissi af var ég kominn með algera dellu aftur. Liðið mitt endaði í 4. sæti af 14 liðum í þessum flokki í annarri deild. Við spiluðum tvisvar á móti hverju liði, á heimavelli og á útivelli. Keppnistímabilið er á veturna, frá aprílbyrjun og fram í end- aðan september en farið er að æfa í byrjun febrúar.“ Býlið hans Rósa og fjöl- skyldu er á suðvestanverðri norðureynni á Nýja Sjálandi, í tæplega 500 metra hæð við rætur eldfjallsins Mt. Egmont. Fjallið er hærra en hæstu fjöll á Íslandi eða rúmlega 2.500 metrar. Það hét áður Taranaki og eftir því heitir héraðið. Land er þarna allt þaulræktað. Sumarhitinn er að meðaltali nálægt 20 stigum en á vetrum um 10 stig. Og varla þarf að taka fram, að núna líður að hausti á Nýja Sjálandi og hey- skaparönnum lokið. Rósi og Gutti ennþá saman í hljómsveit Rósi er í hljómsveit – nema hvað! Hún heitir Impulse og hefur starfað kringum tíu ár. Hún er orðin talsvert frábrugð- in því sem var í upphafi. Hljómsveitina Impulse skipa þeir Guðjón J.Guðjónsson á bassa, Rósi Sigurðsson á sóló- gítar, Ray Paynter á hljóm- borð, Don Fieldes syngur og spilar á rythmagítar en Brett Carter er á trommunum. „Við spilum aðallega dansmúsík en laumum inn einu og einu jazz- lagi. Mest spilum við í klúbb- unum hérna en nennum ekki að standa í pöbbunum. Gutti [Guðjón] er frá Patreksfirði og kom til Nýja Sjálands á sama tíma og ég árið 1981. Að sjálfsögðu er mikil vinátta á milli okkar og fjölskyldna okkar.“ Tónlistin á netinu Helsta áhugamál Rósa er að taka upp lög sem hann hef- ur samið sjálfur í gegnum árin. Til þess notar hann tölvu með fullkomnu upptökustúdíói sem heitir Cool Edit Pro. Einnig notar hann þetta forrit til að laga til og hreinsa gamlar upptökur með Ýr og Dans- hljómsveit Vestfjarða og Jazz- hljómsveit Villa Valla. Rósi hefur sett sum af lögunum sín- um á Internetið, – „bara svona í gamni“, segir hann. Lögin er má finna á slóðinni www- .mp3.com/rosisigurdsson og von er á fleiri lögum þar inn við eftir því sem tækifæri og tilefni gefast. Víkjum enn að viðtalinu fyrir fimmtán árum. Þá sagði hann m.a. þetta: Fyrsta árið var erfitt. Mér fannst þetta strangt líf og mér féll ekki við það í fyrstu. Málið var líka nokkur þröskuldur; ég var ekki góður í ensku og mér fannst fólk hlæja að mér á bak og varla telja mig full- gildan. Það er hins vegar allt Synir Rósa og Elwyn, tvíburarnir Matthew og John. horfið nú. Aðspurður um veðrið og hvort það sé betra og stað- viðrasamara en heima á Ís- landi sagði Rósi: Nei, það er það ekki. Það er aldrei hægt að treysta á veður þar fremur en hér. Norðvestanvindar eru ríkjandi og færa okkur gjarna rigningu af hafinu. Helst er þurrt og kyrrt síðari hluta sumars, frá miðjum janúar til miðs mars. Heyskapartíðin hjá okkur er um jólaleytið en í ár vorum við búnir fyrir jól- in. En sem dæmi um veðrið get ég nefnt það, að við verk- um allt í vothey en náðum ekki öllu saman í tíma vegna rigninga. Og oft er hvasst hjá okkur. Helsti munurinn frá ís- lenska veðrinu er hitinn. Börnin fimm Aftur til nútímans árið 06.PM5 19.4.2017, 09:218

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.