Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 07.02.2001, Blaðsíða 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Breytingin á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag Formlega afgreidd á eigendafundi Stjórn Orkubús Vest- fjarða hefur boðað til eig- endafundar á Ísafirði í dag, miðvikudag. Á dagskrá fundarins er aðeins eitt mál: Breyting á félagsformi OV úr sameignarfélagi í hluta- félag. Hér er um formsatriði að ræða til endanlegrar stað- festingar en fyrir liggur að allir eigendur fyrirtækisins eru samþykkir þessari breytingu. Þegar breytingin hefur verið formlega samþykkt á eigenda- fundi verður lagt fram stjórn- arfrumvarp á Alþingi varðandi þetta sérstaka mál en núver- andi félagsform OV er bundið í lögum. Eigendur OV eru þrettán. Ríkið á 40% en sveitarfélögin tólf á Vestfjörðum eiga sam- tals 60% í réttum hlutföllum við íbúafjölda. Þegar breyt- ingin í hlutafélag hefur tekið gildi getur sérhver eigendanna ráðstafað sínum eignarhlut að vild. Hann getur hvort sem er selt hann allan eða hluta hans eða átt hann áfram og jafn- framt aukið við eignarhluta sinn ef aðrir vilja selja. Ekkert mun liggja formlega fyrir um áform einstakra eig- enda en þó er augljóst að ein- hver sveitarfélög munu selja sína hluti en ríkið kaupa. Nauðsynlegt er að allir eig- endurnir samþykki breytingu úr sameignarfélagi í hlutafé- lag til þess að hún nái fram að ganga. Þannig hefur sér- hver eigandi neitunarvald, hversu lítill sem eignarhlut- ur hans er. Hins vegar mun enginn hafa viljað setja öðr- um stólinn fyrir dyrnar í þessu efni, þó að hann sjálf- ur ætli sér e.t.v. að eiga sinn hluta áfram. Nýr snjótroðari kom til Ísafjarðar um síðustu helgi Vonast er til að lyftan verði orðin starfhæf í byrjun mars Nýr snjótroðari kom til Ísa- fjarðar um síðustu helgi en enn vantar snjóinn sem hann á að troða. Troðarinn er af gerðinni Leitner LH500, en fyrir er einn slíkur á svæðinu. „Sá troðari hefur reynst mjög vel,“ segir Jóhann Torfason, forstöðumaður skíðasvæðis- ins. „Nýja tækið var eitt sinn í eigu Skíðafélags Fljótamanna og er keyrður um 900 klukku- stundir. Á næstunni verður far- ið í að skoða tækið og yfir- fara.“ Þrátt fyrir snjóleysið er ágætis hljóð í starfsmönnum skíðasvæðisins. „Efnið í nýju lyftuna er komið til Ísafjarðar. Verið er að bíða eftir því að það verði tollafgreitt og þá verður hafist handa við upp- setningu. Búið er að setja upp allt það sem tekið var af Selja- landsdal, svo sem lyftuhús, endastöð og nokkra staura. Við stefnum að því að lyftan verði orðin starfhæf í byrjun mars, gangi allt eftir“, segir Jóhann. Nýi troðarinn um borð í skipi Eimskipafélagsins. Þingmenn Vestfirðinga á viðræðufundum með sveitarstjórnum á norðanverðum Vestfjörðum Viðræðurnar mörkuðust mjög af aðstæðum á hverjum stað Allir fimm þingmenn Vest- firðinga sátu í síðustu viku fundi með sveitarstjórnum á norðanverðum Vestfjörðum, hverri í sínu lagi, eða í Súða- vík, á Ísafirði og í Bolungar- vík. Í hléi á þingstörfum var ákveðið að halda þessa fundi og taka upp þráðinn frá því í haust, þegar rætt var við full- trúa sveitarfélaganna á sunn- anverðum Vestfjörðum. „Þetta voru mjög góðir fundir, hver fyrir sig, en umræðuefnin mörkuðust mjög af aðstæðum á hverjum stað“, sagði Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfirðinga, að lokn- um síðasta fundinum sem var í Bolungarvík. Fyrst og fremst var farið yfir málin enda ekki að vænta neinna sérstakra niðurstaðna af viðræðufundum af þessu tagi. Á Ísafirði var talsvert rætt um hugmyndir um kvótasetn- ingu í smábátakerfinu. Einnig var fjárhagsleg staða sveitar- félaganna mjög til umræðu og mál tengd henni. Í Súðavík voru umræðurnar meira á nótum almennrar um- ræðu um byggðamál. Í Bol- ungarvík var fyrst og fremst rætt um stöðu atvinnumála í ljósi gjaldþrots Nasco. Laugardaginn á undan héldu þingmennirnir fund með stjórnum Fjórðungssam- bands Vestfirðinga og At- vinnuþróunarfélags Vest- fjarða. Þar voru einkum rædd byggðamál almennt en einnig samgöngumál sérstaklega og hvaða skref ætti að taka í þeim í framtíðinni. Full samstaða var um að halda sínu striki við uppbyggingu vegarins um Ísafjarðardjúp og vegarins um Klettsháls og um Austur- Barðastrandarsýslu til að rjúfa vetrareinangrun Vesturbyggð- ar og Tálknafjarðar. „Þetta eru stóru verkefnin sem við blasa í samgöngu- málum hér vestra en menn voru sammála um að setjast þyrfti niður og átta sig betur á framtíðinni“, sagði Einar. Frá fundi þingmannanna og bæjarfulltrúa í Ísafjarðarbæ. 06.PM5 19.4.2017, 09:2116

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.