Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 LEIÐARI Hvenær ætlar þjóðin að vakna? Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. Harður árekstur varð rétt innan við hamarsgatið á Arn- arnesi í síðustu viku. Verið var að flytja ruslakerru Súð- víkinga til Ísafjarðar. Í hálku rann kerran yfir á öfugan vegarhelming og slóst utan í fólksbifreið sem kom á móti. Við þetta eyðilögðust bæði fólksbíllinn og ruslakerr- an. Nota þurfti kranabíl til að fjarlægja fólksbílinn en engin slys urðu á fólki. Arnarnes Fólksbíll eyðilagðist Eldingar sáust víða um norðvestanvert landið í dimm- viðri og snjókomu á laugar- dagskvöldið. Misjafnt virðist hvort fólk heyrði jafnframt þrumuhljóð með ljósagang- inum. Á Ísafirði voru tíð eld- ingaleiftur á tímabili og segj- ast sumir hafa heyrt þrumur. Aðrir héldu að lögreglan væri á ferð þegar blá leiftur bar á gluggana. Í Bolungarvík var einnig mikill ljósagangur. Ýmsir þeirra sem talað hefur verið við segjast aldrei hafa séð ljósagang af þessu tagi í dimmu hríðarveðri eins og var þetta kvöld. Vestfirðir Þrumur og eldingar Ísafjarðarkirkja Unnið að lokafrágangi Vinna við lokafrágang í safnaðarsal Ísafjarðarkirkju stendur nú yfir. Helstu verk- þættir eru uppsetning á loft- klæðningu, raflögn, parkett á gólf og uppsetning rennihurð- ar milli. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um sex milljónir króna. Allmargir einstakling- ar, félög og fyrirtæki hafa lagt framkvæmdinni lið. „Ég held að það sé borin von að það skapist meiri sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið ef það á að skilja smábátakerfið eftir sem rjúkandi rúst.“ Sá er svo mælir er fyrsti þingmaður Vestfirðinga, Einar Kristinn Guðfinnsson, í viðtali við DV nýverið. Tilefnið kann að vera hótun Kristjáns Ragnarssonar, stjórnarformanns LÍU, um málsókn ef gildistöku laga um kvótasetningu á ýsu, ufsa og steinbít verður frestað á ný á hausti komanda. Engum blöðum er um það að fletta að þingmaðurinn hefur aðra sýn á lífs- viðhorf og störf fólksins við sjávarsíðuna og hver örlög sjávarplássa víðs vegar um landið verða, ef lögin um kvóta á þessum fisktegundum ná fram að ganga, en gæslumaður stórútgerðarinnar sem þrátt fyrir góðærið margrómaða er komin í svo bullandi vandræði að fátt, ef þá nokkuð, getur bjargað henni. Gæslumaðurinn er ekki ber að baki. Ráðherra sjávarútvegsmála er aldrei langt undan. Ráðherrann hefur engin áform uppi um að lögin um kvóta á tilgreindar fisktegundir taki ekki gildi eða gildistöku þeirra verði frestað á nýjan leik. Málið er í Endurskoðunarnefndinni, sem ráðherrann veit manna best að logar stafna á milli af ágreiningi. Og því ólíklegt að þaðan komi nokkuð bitastætt til sátta. Örlög sjávarbyggða virðast skipta stjórnarformann LÍÚ litlu máli. Ráðherra sjávarútvegsmála virðist heldur ekki uppnæmur. Enda hefur ráðherrann orðað það svo huggulega, að hann ætli ekki að meina fólki að flytjast þangað, sem það kýs fremur að búa. Framundan er grimm barátta og mikil átök. Hagsmunaverðir kvótakerfisins gefa ekkert eftir og hafa aldrei ætlað sér. Hvað ætla þeir þingmenn að gera, sem sjá fram á að smábátakerfið verður skilið eftir sem rjúk- andi rúst, með skelfilegum afleiðingum fyrir fjölda sjávarplássa? Munu þingmenn allra flokka, sömu skoðunar og Einar Kristinn, sameinast gegn yfirganginum sem opinberast í hótun stjórnarformanns LÍÚ? Munu þeir sniðganga fyrirskipanir formanna sinna og samþykktir flokksþinga og fylgja því heiti einu er þeir geng- ust undir með þingmannseiði sínum? Þingmenn Vestfjarða virðast einhuga í þessu máli. Í ljósi þess ber þeim að ganga fram fyrir skjöldu, fá aðra þingmenn sama sinnis til liðs við sig og berjast gegn þessum ólögum þar til sigur er unninn. Hvenær ætlar þjóðin að vakna! Hafa menn ígrundað hvað tekur við, ef þessi orusta tapast? s.h. Björnsbúð á Ísafirði hefur verið lokað Rýmingarsala á lag- ernum hófst í morgun Björnsbúð við Silfurgötu á Ísafirði var ekki opnuð á mánudagsmorgun eins og venjulega. Eigendur JM ehf., sem rekið hefur verslunina undanfarin misseri, fóru þá fram á gjaldþrotaskipti á fé- laginu og var kveðinn upp úr- skurður þar að lútandi sam- dægurs. Tryggvi Guðmunds- son lögmaður var skipaður skiptastjóri og sagði hann í samtali við blaðið að haldin yrði nokkurra daga rýmingar- sala á lager verslunarinnar. Salan átti að hefjast í morgun og sagði Tryggvi að vörurnar yrðu seldar með 30-40% af- slætti að jafnaði. Björnsbúð var í leiguhús- næði en húsið er í eigu fyrri eigenda Verslunar Björns Guðmundssonar. Björnsbúð var eitt elsta starfandi fyrirtæki á Ísafirði eða nærri aldargam- alt. Rekstur þessarar litlu og notalegu verslunar í hjarta bæjarins hefur átt við ofurefli að etja, þar sem er samkeppn- in við risana Bónus og Sam- kaup. Björnsbúð var opin langt fram á kvöld jafnt virka daga sem helga og þjónustan persónuleg. Fullyrða má að margir, einkum hinir eldri Ísfirðingar, sakna Björnsbúð- ar mjög, ef hún verður ekki opnuð á ný. Ungur íslenskur píanóleikari með tónleika í Hömrum „Bjartasta vonin“ Hinn ungi píanóleikari Víkingur Heiðar Ólafsson, sem nefndur hefur verið „bjartasta vonin“ í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, leikur í Hömrum á Ísafirði annað kvöld. Vík- ingur Heiðar er aðeins 16 ára að aldri en hefur þegar vakið gífurlega athygli fyrir frábæra frammistöðu. Hann hefur stundað nám í píanó- leik frá unga aldri, síðustu árin hjá ungverska píanó- leikaranum Peter Maté við Tónlistarskólann í Reykja- vík. Í haust vann hann til fyrstu verðlauna í fyrstu íslensku píanókeppninni, sem haldin var í Salnum í Kópavogi. Hann mun ljúka námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á komandi vori og eru tónleikar hans á Ísa- firði til undirbúnings fyrir lokaprófið. Nýlega lék Vík- ingur 1. píanókonsert Tsjaí- kovskís með Sinfóníu- hljómsveit Íslands og í októ- ber á síðasta ári lék hann píanókonsert Jóns Nordals með hljómsveitinni, hvort- tveggja við geysigóðar und- irtektir. Víkingur mun leika verk eftir ýmis tónskáld, meðal annars hina frægu h- moll sónötu Liszts. Tónleik- arnir hefjast kl. 20:30 en Tónlistarskólinn á Ísafirði heldur þá í samstarfi við Nemendafélag MÍ og Tón- listarskólann í Reykjavík. ÞJÓUSTUÚTBOÐ: SÓPUN GATNA ÍSAFJARÐARBÆJAR 2001-2003 Tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í sópun gatna og opinna svæða í bænum. Gert er ráð fyrir verksamningi til þriggja ára með mögulegri tveggja ára framlengingu. Um er að ræða almenna sópun gatna í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar ásamt helgarsópun í miðbæ Ísafjarðar. Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif- stofu frá og með fimmtudeginum 8. mars nk. á kr. 3.000,- eintakið. Tilboð verða opnuð á tæknideild föstudaginn 23. mars kl. 11:00. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Útsölumarkaður í Ljóninu fimmtudag, föstudag og laugardag Peysur á kr. 1.000.- Buxur á kr. 1.000.- Úlpur á kr. 2.00.- Útigallar á kr. 3.000.- ...og annað á kr. 500.- eða minna Alheimsmeistaramótið í Víkingaskák Halldór Pálmi sigraði Halldór Pálmi Bjarkason sigraði á þriðja meistara- mótinu í Víkingaskák, sem haldið var á mánudag á Ísa- firði í tengslum við Sólrisu eins og undanfarin ár. Kepp- endur voru sex. Í öðru sæti varð Gylfi Ólafsson og í þriðja sæti Skúli Þórðarson. Meistari síðasta árs, Hrafn Jökulsson, átti ekki heiman- gengt til að verja titil sinn. 10.PM5 19.4.2017, 09:242

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.