Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 7. mars 2001 • 10. tbl. • 18. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Stefnt er að formlegri stofn- un Sparisjóðs Vestfirðinga laugardaginn 28. apríl, að sögn Eiríks Finns Greipsson- ar, sparisjóðsstjóra í Spari- sjóði Önundarfjarðar. Um svipað leyti er ætlunin að opna afgreiðslu í nýju húsnæði við Aðalstræti 20 á Ísafirði. „Und- irbúningur sameiningarinnar gengur eðlilega eftir áður gerðri samrunaáætlun og reiknað er með því að sam- runakeyrslur allra sparisjóð- anna fjögurra fari fram laugar- daginn 5. maí.“ Að hinum nýja Sparisjóði Vestfirðinga standa Eyrasparisjóður, Sparisjóður Þingeyrarhrepps, Sparisjóður Önundarfjarðar og Sparisjóð- ur Súðavíkur. Í tengslum við hina fyrirhuguðu sameiningu yfirtók Eyrasparisjóður í nóv- ember öll þrjú útibú Lands- banka Íslands í Barðastrand- arsýslum. Afgreiðslustaðir Sparisjóðs Vestfirðinga verða átta: Í Króksfjarðarnesi, á Patreks- firði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Ísafirði og í Súðavík. Undirbúningsstjórn sjóðsins hefur rætt við núver- andi sparisjóðsstjórana fjóra um verksvið þeirra í nýja sjóð- num. Ákveðið er að Angantýr Valur Jónasson á Þingeyri verði sparisjóðsstjóri en Hilm- ar Jónsson á Patreksfirði verði útibússtjóri á vestursvæði. Ekki er enn frágengið hvaða verksvið verða í höndum Eiríks Finns Greipssonar á Flateyri og Steins Kjartans- sonar í Súðavík eða hvaða titla þeir muni bera. Samningar við verktaka vegna standsetningar húsnæð- isins að Aðalstræti 20 á Ísa- firði eru á lokastigi og má jafnvel vænta þess að vinna þar hefjist eftir helgina. Þar verða Íslensk verðbréf hf. einnig með afgreiðslu en hús- næðið sjálft verður í eigu eign- arhaldsfélags sem að munu standa Sparisjóður Vestfirð- inga, Íslensk verðbréf og Sparisjóður Bolungarvíkur. Þegar Eiríkur Finnur er spurður hvort einhverjar þreif- ingar séu á ferðinni varðandi aðild Sparisjóðs Bolungarvík- ur að hinum nýja sparisjóði, segir hann: „Það eru engir möguleikar á slíkum viðræð- um meðan þetta ferli stendur yfir. Hvað síðar kann að gerast er algerlega óskrifað blað,“ sagði Eiríkur Finnur. Angantýr verður sparisjóðsstjóri Framkvæmdir að hefjast við nýtt húsnæði Sparisjóðs Vestfirðinga á Ísafirði Þjónandi þingmaður – sjá viðtal í miðopnu við sr. Karl V. Matthíasson, hinn nýja þingmann Vestfirðinga 10.PM5 19.4.2017, 09:241

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.