Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 3 KFÍ-kempurnar tvöfaldir meistarar áhugamanna Unnu Vestfjarðameist- aratitilinn á reynslunni KFÍ-kempurnar (gamlir naglar) urðu Vestfjarða- meistarar í Meiradeildinni, Vestfjarðadeild áhuga- manna í körfubolta. Úrslita- leikurinn var háður á Torf- nesi á Ísafirði á föstudags- kvöld þar sem KFÍ-kemp- urnar sigruðu Englana, en lið þeirra er skipað Súðvík- ingum og Ísfirðingum. Leik- urinn var jafn og tvísýnn en segja má að KFÍ-kempurnar hafi sigrað á reynslunni. Lið þeirra var mun eldra en lið Englanna og ljóst var að þeir gömlu kunnu sitthvað af forn- um klækjum. Í áhugamannadeildinni á Vestfjörðum í vetur kepptu fimm lið. KFÍ-kempurnar urðu deildameistarar en leik- urinn á föstudag var úrslita- leikur tveggja efstu liðanna um Vestfjarðameistaratitilinn. Þannig unnu þeir gömlu því tvo titla að þessu sinni. Þar eð fá lið tóku þátt í keppninni í vetur var bikarinn hafður þeim mun stærri. Á myndinni er elsti maðurinn hjá KFÍ-kemp- unum, Óli Reynir Ingimars- son, sem stundum er nefndur afi körfuboltans á Ísafirði. Hann mun hafa spilað fremur lítið á seinni árum. Óli Reynir Ingimarsson með bikarinn. byggðarlögum að koma dísil- vélum í gang. Bæði var mikil ófærð og auk þess sunnudags- morgunn þegar starfsmenn eru einungis á bakvakt heima hjá sér. Um kl 10.40 var aftur komið rafmagn með eðlilegum hætti og keyrslu dísilvéla hætt. Ekki er vitað um ástæður útsláttar- ins en ekki varð neitt tjón á línum vegna snjóflóða. Rafmagnsleysi um alla Vestfirði á sunnudagsmorgun Útsláttur á Vestur- línu Landsvirkjunar Rafmagnstruflanir urðu á Vestfjörðum í á sunnudags- morgun vegna útsláttar á Vest- urlínu Landsvirkjunar. Raf- magnið fór um kl. 8.50 og tók misjafnlega langan tíma eftir Salur Grunnskólans á Ísafirði Handverksmarkaður á laugardag Handverkskonur úr ýms- um byggðum á norðanverð- um Vestfjörðum (og hugs- anlega einhverjir karlar líka) verða með markað í sal Grunnskólans á Ísafirði á laugardaginn, 10. mars, milli kl. 13 og 16. Þar verður kynning á því sem hand- verksfólkið á svæðinu er að fást við og jafnframt verða gripirnir til sölu. Að sögn Guðrúnar Matt- híasdóttur, einnar þeirra sem að markaðinum standa, hafa enn engir karlar skráð sig til þátttöku en hún von- ast til að þeir geri það. Í það minnsta gætu þeir verið þar með harðfisk og hákarl á boð- stólum, þótt vafi leiki á því hvort vörur af því tagi flokkist undir handverk, í venjulegum skilningi þess orðs. Hægt er að hafa samband við Guð- rúnu í síma 456 3571 eða 690 3571 til þess að skrá sig og fá aðstöðu fyrir varn- ing á markaðnum. Aðalfundur Aðalfundur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður haldinn miðvikudaginn 14. mars kl. 15:00 í sal Menntaskólans á Ísafirði. Kl. 16:15, að loknum aðalfundi verður opin dagskrá og eru allir sem hafa áhuga á fræðslumálum og símenntun hjartanlega velkomnir. Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, fjallar um hugmyndir að baki fjarnáms á háskólastigi, áætlanir í Há- skólanum í Reykjavík um fjarnám og verk- efnið ,,Auður í krafti kvenna“. Dagný Sveinbjörnsdóttir og Guðrún Anna Finnbogadóttir kynna danska þarfagreining- arverkefnið MUS (markviss uppbygging starfsmanna) sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að meta mannauð sinn og þörf fyrir símenntun. Notið einstakt tækifæri til að hlýða á áhugaverð efni! Fræðslumiðstöð Vestfjarða. LEIKSKÓLINN BAKKASKJÓL Okkur bráðvantar matráð í 50% stöðu. Vinnutími frá kl. 10-14. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 456 3565. Nýr bátur, Guðbjörg ÍS 46, var sjósettur hjá Knerri á Akranesi á laugardaginn. Bát- urinn er smíðaður fyrir feðg- ana Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjart Ásgeirsson á Ísa- firði. Nýja Guðbjörgin er 5,9 tonn og því öllu minni en hinar fyrri Guðbjargir sem aflaklær- nar frægu hafa áður haldið til veiða frá Ísafirði. Hún er hins vegar gul eins og þær. Þessi nýja Gugga verður sú áttunda í eigu Ásgeirs Guðbjartssonar á 45 árum. Báturinn verður gerður út á línu. Í haust keyptu þeir feðgarnir smábátinn Sigga ÍS og hefur Guðbjartur róið á honum við annan mann og gert það gott. Segja má að mokveiði hafi verið af þorski hjá trillunum hér vestra að undanförnu. Þessa dagana er verið að vinna að síðasta frágangi í nýja bátnum, setja niður tæki og mæla stöðugleikann. Að því loknu kemur Guðbjartur með bátinn heim til Ísafjarðar, að öllum líkindum fyrir helgi. Sigga verður síðan lagt. Ný Guðbjörg ÍS sjósett hjá skipasmíðastöðinni Knerri á Akranesi Væntanleg heim til Ísa- fjarðar á næstu dögum 10.PM5 19.4.2017, 09:243

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.