Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Ég efast æ sjaldnar u Séra Karl Valgarður Matthíasson tók fyrir skömmu sæti Sighvats Björgvinssonar sem 2. þingmaður Vestfirðinga. Við hittumst að morgni sunnudags við Sólgötuna á Ísafirði. Kvöldið áður hafði sr. Karl verið á góublóti á Suðureyri, þangað sem hann vígðist prestur á sínum tíma eftir að hann lauk námi í guðfræði. Að þessu sinni vísiteraði hann í nýju hlutverki og ávarp- aði sóknarbörnin, flutti minni Súgfirðinga og var glaður á góðri stund. Gekk snemma til náða. Morguninn eftir er sr. Karl allt að því bljúgur þegar hann talar um samkvæmið og endur- fundina kvöldið áður. Hann talar hægt. Hann virðist eiga erfitt með að finna réttu orðin. Ein- kennilegt að maður sem er bæði prestur og þing- maður skuli eiga erfitt með að finna orð. „Þetta var stórkostlegt“, segir hann. „Það var allt svo vel gert. Skemmtiatriðin. Borðhaldið. Dans- leikurinn. Ég er svo þakklátur. Mér fannst þetta sérstaklega ánægjulegt því að fyrstu spor mín á Vestfjörðum steig ég á Suðureyri. Reyndar grun- laus um að þau ættu eftir að liggja víðar í Vest- firðingafjórðungi, grunlaus um að ég ætti eftir að þjóna í þessum landshluta í níu ár.“ Rætt við sr. Karl V. Matthíasson, 2. þingmann Vestfirðinga Hvað er séra Karl V. Matt- híasson? Er hann alvörugef- inn maður? Er hann gleðimað- ur? Er hann útsmoginn hú- moristi og háðfugl? Er hann alvörugefinn gleðimaður? Er hann glaðlyndur alvörumað- ur? Er hann ólíkindatól? Hve- nær er hann að tala í alvöru og hvenær er hann að grínast? Þetta hefur stundum vafist fyr- ir fólki. Stundum virðist hú- morinn vera djúpur og spá- mannlegur. Hvað segir hann sjálfur um þetta? „Menn bera húmorinn mis- jafnlega. Í hverjum einasta manni er grunntónn lífsins al- vöru. Jafnvel þó að menn virð- ist stundum lítt alvörugefnir. Enda á lífið ekki að vera ein dauðans alvara. Lífið á líka að vera gleði og húmor.“ Fiskimenn Og séra Karl segir litla sögu frá þeim tíma þegar hann var prestur og trillukarl á Tálkna- firði: „Ég gleymi því aldrei þegar ég bað Tryggva Ársæls að gefa mér ýsu í soðið. Þetta var í febrúar eða mars og hann sagði að ég hlyti að vita að ýsa veiddist ekki á þessum tíma, bara steinbítur og þorsk- ur. Þá sagði ég við hann: „Ef þú færð ýsu eða lúðu á morg- un, þá veistu það Tryggvi minn að Guð er að senda mér þann fisk.“ Daginn eftir kom Eyrún kona Tryggva með sex kílóa lúðu og sagði að Tryggvi hefði fengið þennan fisk á þriðja öngli á fyrstu línunni þegar hann byrjaði að draga. Ég varð mjög hissa og glaður. Þetta var okkur Tryggva mikið trúboð.“ Hvernig á að túlka þessa sögu sr. Karls? Það verður hver að gera fyrir sig. Líklega er hægt að túlka hana á marga vegu. Þetta er djúp saga. Má finna í henni dauðans alvöru? Má finna í henni húmor? Hvort tveggja? Eða eitthvað annað? Frístundaveiðarar Ennþá er sr. Karl dálítill trillukarl. Hann á litla trillu en engan kvóta. „Í hvert skipti sem ég hitti Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra skora ég á hann að breyta kvótalögun- um þannig að frístundaveið- arar svokallaðir megi veiða eins og fimm tonn á ári. Þó ekki væri nema til að geta borgað hafnargjöld, skipa- skráningarvottorð og aðra nauðsynlega pappíra og smá- viðhald. Þetta er ekki nema sanngjarnt. Þá er ég að tala um litlar trillur sem ganga ekki nema sex-sjö mílur og eru ekkert að skrattast – nei, ég má nú ekki nota það orðalag – þeytast í kringum land á þrjátíu-fjörutíu mílum. Það er enginn smá- munur á þriggja tonna trillu sem gengur sex mílur eða nið- urmældum sex tonna bát sem gengur tuttugu og fimm míl- ur.“ Efast æ sjaldnar ... Frá Ísafjarðarkirkju berst dynjandi klukknahljóð í morgunkyrrðinni. Það er verið að kalla til tíða. Sr. Karl ókyrr- ist um stund. Hann langar í messuna hjá séra Magnúsi en hann langar líka til að halda áfram að spjalla. Síðan kyrrist hann líkt og vindur og sjór gera ævinlega og við höldum áfram að spjalla. Hvað sem allri messugerð líður verður Guð áfram á sínum vísa stað. – Sækir nokkru sinni á þig efi? Er eitthvað í tilverunni sem er óhvikult? „Ég efast æ sjaldnar um til- vist guðs.“ Löng þögn. „Ég er búinn að sjá svo mörg kraftaverk.“ Í fornri sveit Karl Valgarður Matthíasson er fæddur á Akureyri 12. ágúst 1952. Foreldrar hans eru Fjóla Guðjónsdóttir húsmóðir og Matthías Björnsson, kennari og loftskeytamaður. Þess má geta, að eitt sinn var Matthías loftskeytamaður á togaranum Skutli frá Ísafirði. „Fyrstu níu ár ævinnar er ég alinn upp að mestu í Kópa- vogi en þegar ég var 10 ára gamall fluttust foreldrar mínir til Húsavíkur. Þar átti ég heima næstu fimm árin. Á sumrin var ég sendur í sveit til Unnar Sigurðardóttur afa- systur minnar og Guðjóns Sigurðssonar bónda hennar. Þarna var ég svo heppinn að kynnst mótekju og ullarþvotti og ýmsu öðru sem einkenndi sveitalífið hérlendis um langt skeið. Vel var gengið um heyið og nýtni var okkur krökkunum inrætt í hvívetna. Á þessum sveitabæ, sem heitir Svæði og er fyrir ofan Dalvík, bjó einnig háöldruð langamma mín, Ingibjörg Sigurðardóttir. Hún var næstum blind. Hún hafði mikil áhrif á mig með trú sinni. Í minningunni eru mér stundirnar úr sveitalífinu sér- staklega dýrmætar. Það er ómetanlegt að hafa lært að mjólka og moka flórinn og margt, margt annað, svo sem að taka þátt í heyskap þar sem en árið 1981.“ Hann lauk því síðan með alvöru og sóma og vígðist í upphafi árs 1987 til Staðarprestakalls í Súganda- firði. „Þau 14 ár sem ég hefi þjón- að sem prestur hefur margt á dagana drifið, sérstaklega hér vestra. Mér eru minnisstæðar ferðirnar með snjóbílnum yfir Botnsheiðina og bátsferðirnar með Fagranesinu. Stundum var farið með vélsleðum og eina ferð fór ég með varðskipi á milli staða til að skíra. Flest prestsskaparárin hef ég verið skikkaður í kennslu og þá hef ég aðallega kennt stærðfræði og eðlisfræði. Einstaka sinn- um fór ég á sjóinn í afleysing- um þegar tækifæri gafst, svo sem hjá Guðna Einars á Sig- urvoninni, einnig hjá Þórs- bergsmönnum á trillu og einn túr fór ég með Erni sem þá var skipstjóri á Tálknfirðingi.“ Hvaðan? Þegar séra Karl er spurður hvaðan hann sé eiginlega, því að það liggur hreint ekki í augum uppi, þrátt fyrir það sem að framan er sagt, þá þegir hann fyrst lengi en talar svo lengi: „Ég get sagt að ættir mínar liggi í Borgarfjörð, Svarfaðar- dal, Héðinsfjörð og Vopna- fjörð. En hvaðan er ég? Er ég úr Kópavogi? Er ég frá Húsa- vík, Hellnum, Suðureyri, Ísa- firði, Súðavík, Tálknafirði, Bíldudal, Patró, Barðaströnd eða Grundarfirði? Það er kannski best að segja að ég sé frá öllum þessum stöðum. Þeir hafa allir gefið mér mikið og eiga stað í hjarta mér. Minn- ingar eru þeim öllum bundnar, sumar mjög góðar og ánægju- legar. Aðrar átakanlegar og erfiðar. Það kemur sér vel fyrir mig að hafa kynnst öllum þessum stöðum og lífinu þar. Það er hollt fyrir þá sem vilja vera þingmenn að vita hvernig samfélögin eru. Enda er stór hluti þingmennskunnar að vera á ferðinni um kjördæmið og sjá framvindu mála og reyna að hafa góð áhrif á hana, skilja hvernig atvinnulífið er byggt upp, á hverju það grund- vallast og í hverju ný tækifæri liggja.“ Þingmaðurinn og presturinn – Hvernig er að vera þing- maður og prestur í senn – er eitthvað líkt með þessum störfum? „Já, það er margt líkt með þeim. Í raun og veru er kosið í bæði störfin. Þú verður að leggja allt þitt fram í þágu þeirra sem velja þig. Bæði prestar og alþingismenn verða að hafa mikil samskipti við fólk og báðum þessum stétt- um er nauðsynlegt að geta sett sig inn í aðstæður annarra. Þeir verða að geta skilið og skynjað tilfinningar fólks, óskir þess og væntingar. Al- þingismenn eiga að vera þjón- ar, rétt eins og prestar og ráð- herrar. Þeir sem verða alþing- ismenn mega ekki gleyma þeirri grundvallarskyldu að verja stjórnarskrána og stuðla að bættum hag einstaklinga, hópa og byggðarlaga, svo eitt- hvað sé nefnt. Þó að alþingismenn tali oft mikið, og prestar reyndar líka, verða þeir einnig að geta hlust- að á fólk. Presturinn hefur oft það hlutverk að liðsinna fólki. Ekki einungis við hina and- legu hluti. Það er mikilvægt að þingmenn eins og prestar geti sett sig inn í aðstæður fólksins og samfélaganna, bæjanna, þorpanna og sveit- öll tún voru rökuð með hrífu. Skólarnir byrjuðu svo seint á haustin á þessum árum að ég gat verið í sveitinni fram í október. Þess vegna var ég í göngum og réttum á þessum tíma og tók þátt í sláturtíðinni með öllum þeim hefðum í matargerð sem ríktu hjá þeim Unnu og Guðjóni í Svæði – sláturgerð, döndlar og margt, margt fleira.“ Skóli, grálúða og fjölskylda „Við systkinin vorum 7 en einn bróðir okkar dó í bílslysi sjö ára gamall. Þá vorum við nýflutt til Reykjavíkur. Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík. Á sumrin vann ég hjá Loft- orku í Ártúnsbrekkunni. Á þessum tíma tók ég líka að stunda sjóinn og var bæði messagutti og háseti hjá Eim- skip. Eitt sumarið var ég á grálúðu á Gunnari frá Reyðar- firði. Það var útilega og við beittum loðnu allt sumarið. Eftir stúdentspróf fluttist sr. Karl vestur á Snæfellsnes þar sem hann var kennari – leið- beinandi – og sjómaður í nokkur ár. Þar kynntist hann konunni sinni, Sesselju Björk Guðmundsdóttur frá Mið- hrauni. Þau byrjuðu að búa í Grundarfirði en sr. Rögnvald- ur Finnbogason gifti þau í Hellnakirkju í júlímánuði árið 1980. Þau Sesselja og Karl hafa eignast þrjú börn, tvö þeirra á Vestfjörðum. Ýmsir ferðamátar „Ég hafði alltaf verið veikur fyrir guðfræðinni og kíkti tvis- var í deildina“, eins og hann orðar það, „en tók ekki að stunda námið fyrir alvöru fyrr 10.PM5 19.4.2017, 09:248

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.