Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 07.03.2001, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 11 Meirapróf Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst á Ísafirði mánudaginn 12. mars nk. ef næg þátttaka fæst. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Skráning í símum 581 1919, 892 4124 og 898 3810. Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík. Hlífarsamsætið í Félagsheimilinu í Hnífsdal „Á fæðingardeildinni“ í samsæti eldri borgara Hið árlega Hlífarsamsæti fyrir eldri borgara á Ísafirði var haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal síðdegis á laugardag- inn. Þar fór allt fram með hefð- bundnum hætti enda er Kven- félagið Hlíf komið yfir nírætt og því eldra en flestir þeirra eldri borgara sem sóttu fagn- aðinn. Meðal þess sem til skemmt- unar var má nefna leikþáttinn Á fæðingardeildinni, sem þau Finnur Magnússon og Karen Ragnarsdóttir fluttu. Telja verður, að langt sé um liðið frá því að samkomugestir voru á slíkum stað. Ungt tónlistar- fólk, allt niður í sjö ára aldur, flutti tónlist og nemendur úr Dansskóla Evu sýndu dansa. Halla Sigurðardóttir flutti ljóð og Hlífarkórinn söng und- ir stjórn Ágústu Þórólfsdóttur sem hljóp í skarðið vegna fjar- veru Margrétar Geirsdóttur söngstjóra. Heldur færra var í samsætinu en oft áður, vænt- anlega vegna slæms veður- útlits. Formaður Hlífar er Her- dís Þorsteinsdóttir. 10.PM5 19.4.2017, 09:2411

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.